Segist hafa fengið afbókun vegna fréttaflutnings um að eldsumbrot séu í raun hafin í Öræfajökli Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 26. nóvember 2017 13:26 Öræfajökull minnir á sig þessa dagana. vísir/gunnþóra Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis segist hafa fengið afbókun vegna fréttaflutnings um að eldsumbrot séu í raun hafin í Öræfajökli. Jarðeðlisfræðingur sem lagði þetta mat á stöðuna í viðtali á föstudag segir aftur á móti skýrt að kvikuinnskot hafi orðið og enginn geti spáð um framhaldið. Á föstudag var viðtal við Ólaf G. Flóvenz jarðhitasérfræðing í fréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði eldsumbrot í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast sé kvika komin mjög nærri yfirboði, og hafi jafnvel þegar komist í gegn.Töldu ekki öruggt að koma Sigurður Guðmundsson eigandi South East Iceland í Hornafirði segir fréttina hafa haft áhrif á viðskiptin. Á föstudagskvöld hafi hann fengið símhringingu frá sex manna hópi sem hafi séð fréttina og vildi afbóka vegna eldsumbrota. „Ég reyndi að koma þeim í skilning um það að það væru ekki hafin eldsumbrot og þetta væri í raun og veru bara viðtal og mat þessa manns að kvikan væri þarna komin nálægt yfirborði, en það væru ekki komin eldsumbrot, eins og við vitum að kom fram í fréttinni. En þau skildu þetta þannig að eldsumbrot væru hafin og að skilgreining þeirra á eldsumbrotum væri að kvikan væri komin upp á yfirborð og það væri ekki öruggt að koma hérna.“Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigurður hefur ekki heyrt um aðrar afbókanir. Hann viti þó til þess að þó nokkur fjöldi fólks hafi orðið ringlað af fréttaflutningnum og reynt að fá botn í stöðuna, þ.e. hvort hafið sé eldgos í Öræfajökli.Var um að ræða þjófstart á eldgosi? Margir sérfræðingar hafa lagt sitt mat á stöðuna í Öræfajökli út frá sinni sérfræðikunnáttu í fréttum síðustu daga og eru sannarlega ekki allir sammála. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði til að mynda í fréttum RÚV í gær, þvert á mat Ólafs, að engar vísbendingar væru um að eldsumbrot séu hafin í Öræfajökli, heldur sýni gögn þvert á móti að jarðhiti sé á svæðinu. Ólafur Flóvens telur að allir séu sammála um það að það hafi komið einhvers konar kvikuinnskot inn í rætur öræfajökuls. Spurningin sé bara hversu hátt þetta innskot hafi farið.Ertu að þjófstarta eldgosi?„Nei, ég held ég hafi tekið mjög skýrt fram í fréttum að þetta gæti alveg verið atburður sem er um garð genginn. Það gerðist eitthvað þarna, það kom einhver innspýting inn í eldstöðina. Við vitum ekkert og enginn getur sagt hvert framhaldið er. Kannski hefur þetta bara verið atburður sem gerðist einu sinni, og svo er þetta búið,“ segir Ólafur Flóvenz jarðhitasérfræðingur. „Menn þurfa auðvitað að vera vakandi fyrir því að það getur allt mögulegt gerst en það er hins vegar engin ástæða til að fara á taugum yfir þessu.“ Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Telur að kvikan sé grunnt undir yfirborði fjallsins Súr og seigfljótandi kvika er komin upp undir yfirborð bergsins undir öskju Öræfajökuls, telur forstjóri Íslenskra orkurannsókna. 25. nóvember 2017 07:00 Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Langlíklegast er að kvika sé komin mjög nærri yfirborði Öræfajökuls, að mati jarðeðlisfræðings, sem telur eldsumbrot í raun hafin. 24. nóvember 2017 23:00 Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Almannavarnir stefna að því að rýma svæðið við Öræfajökul áður en eldgos kann að brjótast þar út. Náist það ekki í tæka tíð verður unnið samkvæmt nýrri neyðaráætlun. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis segist hafa fengið afbókun vegna fréttaflutnings um að eldsumbrot séu í raun hafin í Öræfajökli. Jarðeðlisfræðingur sem lagði þetta mat á stöðuna í viðtali á föstudag segir aftur á móti skýrt að kvikuinnskot hafi orðið og enginn geti spáð um framhaldið. Á föstudag var viðtal við Ólaf G. Flóvenz jarðhitasérfræðing í fréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði eldsumbrot í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast sé kvika komin mjög nærri yfirboði, og hafi jafnvel þegar komist í gegn.Töldu ekki öruggt að koma Sigurður Guðmundsson eigandi South East Iceland í Hornafirði segir fréttina hafa haft áhrif á viðskiptin. Á föstudagskvöld hafi hann fengið símhringingu frá sex manna hópi sem hafi séð fréttina og vildi afbóka vegna eldsumbrota. „Ég reyndi að koma þeim í skilning um það að það væru ekki hafin eldsumbrot og þetta væri í raun og veru bara viðtal og mat þessa manns að kvikan væri þarna komin nálægt yfirborði, en það væru ekki komin eldsumbrot, eins og við vitum að kom fram í fréttinni. En þau skildu þetta þannig að eldsumbrot væru hafin og að skilgreining þeirra á eldsumbrotum væri að kvikan væri komin upp á yfirborð og það væri ekki öruggt að koma hérna.“Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigurður hefur ekki heyrt um aðrar afbókanir. Hann viti þó til þess að þó nokkur fjöldi fólks hafi orðið ringlað af fréttaflutningnum og reynt að fá botn í stöðuna, þ.e. hvort hafið sé eldgos í Öræfajökli.Var um að ræða þjófstart á eldgosi? Margir sérfræðingar hafa lagt sitt mat á stöðuna í Öræfajökli út frá sinni sérfræðikunnáttu í fréttum síðustu daga og eru sannarlega ekki allir sammála. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði til að mynda í fréttum RÚV í gær, þvert á mat Ólafs, að engar vísbendingar væru um að eldsumbrot séu hafin í Öræfajökli, heldur sýni gögn þvert á móti að jarðhiti sé á svæðinu. Ólafur Flóvens telur að allir séu sammála um það að það hafi komið einhvers konar kvikuinnskot inn í rætur öræfajökuls. Spurningin sé bara hversu hátt þetta innskot hafi farið.Ertu að þjófstarta eldgosi?„Nei, ég held ég hafi tekið mjög skýrt fram í fréttum að þetta gæti alveg verið atburður sem er um garð genginn. Það gerðist eitthvað þarna, það kom einhver innspýting inn í eldstöðina. Við vitum ekkert og enginn getur sagt hvert framhaldið er. Kannski hefur þetta bara verið atburður sem gerðist einu sinni, og svo er þetta búið,“ segir Ólafur Flóvenz jarðhitasérfræðingur. „Menn þurfa auðvitað að vera vakandi fyrir því að það getur allt mögulegt gerst en það er hins vegar engin ástæða til að fara á taugum yfir þessu.“
Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Telur að kvikan sé grunnt undir yfirborði fjallsins Súr og seigfljótandi kvika er komin upp undir yfirborð bergsins undir öskju Öræfajökuls, telur forstjóri Íslenskra orkurannsókna. 25. nóvember 2017 07:00 Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Langlíklegast er að kvika sé komin mjög nærri yfirborði Öræfajökuls, að mati jarðeðlisfræðings, sem telur eldsumbrot í raun hafin. 24. nóvember 2017 23:00 Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Almannavarnir stefna að því að rýma svæðið við Öræfajökul áður en eldgos kann að brjótast þar út. Náist það ekki í tæka tíð verður unnið samkvæmt nýrri neyðaráætlun. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00
Telur að kvikan sé grunnt undir yfirborði fjallsins Súr og seigfljótandi kvika er komin upp undir yfirborð bergsins undir öskju Öræfajökuls, telur forstjóri Íslenskra orkurannsókna. 25. nóvember 2017 07:00
Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Langlíklegast er að kvika sé komin mjög nærri yfirborði Öræfajökuls, að mati jarðeðlisfræðings, sem telur eldsumbrot í raun hafin. 24. nóvember 2017 23:00
Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Almannavarnir stefna að því að rýma svæðið við Öræfajökul áður en eldgos kann að brjótast þar út. Náist það ekki í tæka tíð verður unnið samkvæmt nýrri neyðaráætlun. 23. nóvember 2017 07:00