Viola Davis flutti tilfinningaþrungna þakkarræðu með tárin í augunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 11:00 Viola Davis tekur við verðlaununum í nótt. vísir/getty Bandaríska leikkonan Viola Davis vann Óskarsverðlaunin í gær fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fences. Hún flutti tilfinningaþrungna þakkarræðu með tárin í augunum við mikinn fögnuð viðstaddra í salnum en mydnin er byggð á leikriti August Wilson sem lést árið 2015. Davis fór með sama hlutverk í leikritinu þegar það var sýnt á Broadway fyrir nokkrum árum. „Þið vitið að það er einn staður í heiminum þar sem allt fólkið sem hafði mestu möguleikana er samankomið og það er í kirkjugarðinum,“ sagði Davis í upphafi ræðu sinnar. „Fólk spyr mig alltaf hvers konar sögur ég vilji segja og ég svara að ég vilji grafa upp þessi lík. Grafa upp þessar sögur, sögur af fólki sem átti sér stóra drauma en sá þá aldrei rætast, fólk sem varð ástfangið og tapaði. Ég varð listamaður og þakka guði fyrir að ég gerði það því við erum eina starfsstéttin sem fagnar því hvað það þýðir að lifa lífinu.“ Þetta var í þriðja sinn sem Davis var tilnefnd til Óskarsverðlauna en í fyrsta skipti sem hún vann þau. Hún var tilnefnd árið 2008 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir myndina Doubt og svo árið 2011 sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir myndina The Help. Ræðu Violu má sjá hér að neðan. Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bandaríska leikkonan Viola Davis vann Óskarsverðlaunin í gær fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fences. Hún flutti tilfinningaþrungna þakkarræðu með tárin í augunum við mikinn fögnuð viðstaddra í salnum en mydnin er byggð á leikriti August Wilson sem lést árið 2015. Davis fór með sama hlutverk í leikritinu þegar það var sýnt á Broadway fyrir nokkrum árum. „Þið vitið að það er einn staður í heiminum þar sem allt fólkið sem hafði mestu möguleikana er samankomið og það er í kirkjugarðinum,“ sagði Davis í upphafi ræðu sinnar. „Fólk spyr mig alltaf hvers konar sögur ég vilji segja og ég svara að ég vilji grafa upp þessi lík. Grafa upp þessar sögur, sögur af fólki sem átti sér stóra drauma en sá þá aldrei rætast, fólk sem varð ástfangið og tapaði. Ég varð listamaður og þakka guði fyrir að ég gerði það því við erum eina starfsstéttin sem fagnar því hvað það þýðir að lifa lífinu.“ Þetta var í þriðja sinn sem Davis var tilnefnd til Óskarsverðlauna en í fyrsta skipti sem hún vann þau. Hún var tilnefnd árið 2008 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir myndina Doubt og svo árið 2011 sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir myndina The Help. Ræðu Violu má sjá hér að neðan.
Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein