Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2017 11:03 Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli en Sigmundur Davíð gefur ekki mikið fyrir það. Nýverið var tilkynnt um tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands. Ýmsir, ekki síst þeir sem starfa hjá Ríkisútvarpinu, furða sig á því að þeir sem komu að fyrstu fréttum um Panamaskjölin, hafi ekki komist á blað ef frá er talinn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Þannig hefur til dæmis Sigmar Guðmundsson sjónvarps- og útvarpsmaður haft uppi um það hörð orð á Facebook-síðu sinni. „Væntanlega man fólk að forsætisráðherra þurfti að víkja eftir Kastljósþáttinn í fyrra, stokka þurfti upp ríkisstjórnina og samfélagið logaði og titraði allt árið sem óvænt varð kosningaár vegna þáttarins. Af hverju í ósköpunum er þá þessi örlagaríki þáttur ekki á blaði þegar verðlauna á blaðamennsku fyrir árið? Sem umfjöllun ársins eða rannsóknarblaðamennska ársins? Hvaða rugl er þetta? Er eitthvað viðtal stærra, merkilegra og örlagaríkara en viðtal Jóa og Sven við Sigmund Davíð? Af hverju kemst það ekki á blað sem viðtal ársins?“ spyr Sigmar og eru margir í stétt blaðamanna til að taka í sama streng. Sigmar, sem sjálfur hlaut verðlaunin árið 2012 fyrir viðtal ársins, furðar sig einkum á því að samstarfsmaður hans Aðalsteinn Kjartansson hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir sinn þátt í fréttum af Wintrismálinu, segir það „hneyksli“ og reyndar má nefna fleiri sem komu að málum svo sem Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kastljóssins og Helga Seljan. Sigmar metur það svo að þau sem skipa dómnefndina; Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, Arndís Þorgeirsdóttir, Svanborg Sigmarsdóttir, Kári Jónasson og Björn Vignir Sigurpálsson, skilji ekki hvað felst í teymisvinnu. Einn er þó sá maður sem gefur lítið fyrir þessar bollaleggingar og sá er umræddur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú alþingismaður. Hann sér þetta öðrum augum eins og fram kemur á Facebook-síðu hans: „Í Efstaleiti virðast sumir uppteknari af því að skammast yfir að kollegar þeirra veiti þeim ekki nógu mikla viðurkenningu fyrir að taka þátt í tilræði Sorosar og Co. við íslensk stjórnvöld,“ segir Sigmundur Davíð og helst á honum að skilja að blaðamenn skilji ekki um hvað málið snýst. Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins 2016 Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og loks eru veitt blaðamannaverðlaun ársins. 25. febrúar 2017 00:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Nýverið var tilkynnt um tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands. Ýmsir, ekki síst þeir sem starfa hjá Ríkisútvarpinu, furða sig á því að þeir sem komu að fyrstu fréttum um Panamaskjölin, hafi ekki komist á blað ef frá er talinn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Þannig hefur til dæmis Sigmar Guðmundsson sjónvarps- og útvarpsmaður haft uppi um það hörð orð á Facebook-síðu sinni. „Væntanlega man fólk að forsætisráðherra þurfti að víkja eftir Kastljósþáttinn í fyrra, stokka þurfti upp ríkisstjórnina og samfélagið logaði og titraði allt árið sem óvænt varð kosningaár vegna þáttarins. Af hverju í ósköpunum er þá þessi örlagaríki þáttur ekki á blaði þegar verðlauna á blaðamennsku fyrir árið? Sem umfjöllun ársins eða rannsóknarblaðamennska ársins? Hvaða rugl er þetta? Er eitthvað viðtal stærra, merkilegra og örlagaríkara en viðtal Jóa og Sven við Sigmund Davíð? Af hverju kemst það ekki á blað sem viðtal ársins?“ spyr Sigmar og eru margir í stétt blaðamanna til að taka í sama streng. Sigmar, sem sjálfur hlaut verðlaunin árið 2012 fyrir viðtal ársins, furðar sig einkum á því að samstarfsmaður hans Aðalsteinn Kjartansson hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir sinn þátt í fréttum af Wintrismálinu, segir það „hneyksli“ og reyndar má nefna fleiri sem komu að málum svo sem Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kastljóssins og Helga Seljan. Sigmar metur það svo að þau sem skipa dómnefndina; Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, Arndís Þorgeirsdóttir, Svanborg Sigmarsdóttir, Kári Jónasson og Björn Vignir Sigurpálsson, skilji ekki hvað felst í teymisvinnu. Einn er þó sá maður sem gefur lítið fyrir þessar bollaleggingar og sá er umræddur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú alþingismaður. Hann sér þetta öðrum augum eins og fram kemur á Facebook-síðu hans: „Í Efstaleiti virðast sumir uppteknari af því að skammast yfir að kollegar þeirra veiti þeim ekki nógu mikla viðurkenningu fyrir að taka þátt í tilræði Sorosar og Co. við íslensk stjórnvöld,“ segir Sigmundur Davíð og helst á honum að skilja að blaðamenn skilji ekki um hvað málið snýst.
Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins 2016 Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og loks eru veitt blaðamannaverðlaun ársins. 25. febrúar 2017 00:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Þau eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins 2016 Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og loks eru veitt blaðamannaverðlaun ársins. 25. febrúar 2017 00:01