Sannleiksnefnd skoði lögreglurannsóknina Sveinn Arnarsson skrifar 27. febrúar 2017 07:00 Börn Sævars Ciesielski, Sigurður Sævarsson, Lilja Rún Jensen, Victor Blær Jensen og Hafþór Sævarsson. vísir/hanna Setja þarf upp sannleiksnefnd líkt og í Suður Afríku til að sannleikurinn um rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum komi fram. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þar gæfist rannsakendum sem enn eru á lífi tækifæri til að deila sannleikanum um rannsókn málsins. „Það sjá það allir að pottur hafi verið brotinn í rannsókn málsins og miklar líkur á að hinir dómfelldu verði hreinsaðir af ákærum sínum um mannshvörfin,“ segir Helgi. „Hins vegar verðum við sem samfélag að fá allt upp á borðið og setja upp sannleiksnefnd líkt og í Suður-Afríku. Það þarf að gerast sem fyrst. Til að geta lokið málinu sómasamlega ætti það að vera næsta skref, að rannsaka rannsókn málsins ofan í kjölinn.“ Endurupptökunefnd ákvað á föstudaginn að taka upp hæstaréttardóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sem snýr að mannshvörfunum. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, er bæði ánægður og svekktur yfir þeirri niðurstöðu. „Það er auðvitað stórsigur að málin séu tekin upp aftur eftir öll þessi ár. Vonandi mun Hæstiréttur síðan endanlega hreinsa mannorð þessa fólks fyrir fullt og allt,“ segir Hafþór. „Það er hins vegar leiðinlegt að endurupptökunefndin hafi ekki tekið Erlu með og mér þykir það fráleitt,“ heldur Hafþór áfram. „Vonandi fellur það af sjálfu sér á endanum. Það sem skiptir mestu er að brotaviljinn var kerfisins allan tímann. Kerfið ákvað síðan að verja sig með öllum ráðum fyrir því að málin yrðu tekin upp að nýju.“ Settur var á laggirnar starfshópur í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar um málið. Starfshópnum var falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Ögmundur telur niðurstöður þess hóps, sem skilaði niðurstöðum í mars árið 2013, hafa valdið straumhvörfum í málinu. „Í niðurstöðum starfshópsins, sem voru afgerandi, segir það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður dómfelldu hafi verið óáreiðanlegur,“ segir Ögmundur. Ráðherrann fyrrverandi bendir á að í niðurstöðum starfshópsins hafi allir sem voru dómfelldir verið nefndir á nafn og framburður þeirra. „Þess vegna olli það mér vonbrigðum að mál Erlu Bolladóttur hafi verið tekið út. Ég hafði trú a því að mál þeirra allra hefðu öll hangið saman.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Setja þarf upp sannleiksnefnd líkt og í Suður Afríku til að sannleikurinn um rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum komi fram. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þar gæfist rannsakendum sem enn eru á lífi tækifæri til að deila sannleikanum um rannsókn málsins. „Það sjá það allir að pottur hafi verið brotinn í rannsókn málsins og miklar líkur á að hinir dómfelldu verði hreinsaðir af ákærum sínum um mannshvörfin,“ segir Helgi. „Hins vegar verðum við sem samfélag að fá allt upp á borðið og setja upp sannleiksnefnd líkt og í Suður-Afríku. Það þarf að gerast sem fyrst. Til að geta lokið málinu sómasamlega ætti það að vera næsta skref, að rannsaka rannsókn málsins ofan í kjölinn.“ Endurupptökunefnd ákvað á föstudaginn að taka upp hæstaréttardóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sem snýr að mannshvörfunum. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, er bæði ánægður og svekktur yfir þeirri niðurstöðu. „Það er auðvitað stórsigur að málin séu tekin upp aftur eftir öll þessi ár. Vonandi mun Hæstiréttur síðan endanlega hreinsa mannorð þessa fólks fyrir fullt og allt,“ segir Hafþór. „Það er hins vegar leiðinlegt að endurupptökunefndin hafi ekki tekið Erlu með og mér þykir það fráleitt,“ heldur Hafþór áfram. „Vonandi fellur það af sjálfu sér á endanum. Það sem skiptir mestu er að brotaviljinn var kerfisins allan tímann. Kerfið ákvað síðan að verja sig með öllum ráðum fyrir því að málin yrðu tekin upp að nýju.“ Settur var á laggirnar starfshópur í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar um málið. Starfshópnum var falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Ögmundur telur niðurstöður þess hóps, sem skilaði niðurstöðum í mars árið 2013, hafa valdið straumhvörfum í málinu. „Í niðurstöðum starfshópsins, sem voru afgerandi, segir það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður dómfelldu hafi verið óáreiðanlegur,“ segir Ögmundur. Ráðherrann fyrrverandi bendir á að í niðurstöðum starfshópsins hafi allir sem voru dómfelldir verið nefndir á nafn og framburður þeirra. „Þess vegna olli það mér vonbrigðum að mál Erlu Bolladóttur hafi verið tekið út. Ég hafði trú a því að mál þeirra allra hefðu öll hangið saman.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48
Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25