Lið í efri hlutanum haft samband við Atla Ævar Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2017 06:00 Handboltamaðurinn Atli Ævar Ingólfsson er nánast örugglega á heimleið eftir fimm ára dvöl í atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð en samningur hans hjá sænska liðinu Sävehof er útrunninn. „Það er ekki 100 prósent búið að negla það að ég komi heim en það er ansi líklegt. Það lítur út fyrir að við séum á heimleið og því er ég að skoða hvað er í boði,“ segir Atli Ævar sem vildi ekki halda áfram hjá Sävehof en möguleikar voru þó á borðinu í atvinnumennskunni. „Ég átti fund með íþróttastjóranum í byrjun janúar og þar kom í ljós strax að við værum ekki að fara að ná samningum. Við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu með samningsatriði þannig að það gekk ekki upp og þá fór ég að leita annað. Það var áhugi bæði í Skandinavíu og utan hennar en að öllum líkindum er ég að koma heim,“ segir Atli.Málið flæktist Atli er ekki nema 29 ára og hefur verið úti síðan hann hjálpaði HK að vinna sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 2012. Eins og hann segir voru möguleikar í stöðunni að halda áfram atvinnumennskunni erlendis en það er annað sem er að kalla hann heim. „Það komu upp ákveðnar fjölskylduaðstæður sem eru að ýta mér heim. Það flæktist bara allt saman þegar þetta kom upp. Núna er ég bara að ganga frá ýmsum lausum endum hérna úti eftir smá flakk með landsliðinu áður en ég kem heim í frí,“ segir Atli Ævar sem hefur nú þegar rætt við sum af betri liðunum í Olís-deildinni. „Það eru tvö til þrjú lið sem eru búin að hafa meira samband en önnur lið. Það eru þau sem ég er að skoða núna. Þetta eru lið í efri hlutanum sem við erum að tala um.“Akureyri væri spennandi Atli Ævar er Akureyringur og höfðu borist fréttir þess efnis að Akureyri Handboltafélag sem er Þór í dag væri búið að hafa samband við Atla. „Það hefði verið rosalega gaman að fara til Akureyrar ef þeir væru í efstu deild. Það hefði klárlega verið kostur en það er erfitt að fara niður í 1. deildina núna. Ég er ekkert að gera lítið úr 1. deildinni en maður þarf aðeins að hugsa um sjálfan sig og halda sér í bestu deildinni. Ég er samt búinn að tala við Sverre og hann veit stöðuna á mér,“ segir Atli Ævar sem kveðst spenntur fyrir Olís-deildinni sem verður gríðarlega sterk á næsta ári. „Þetta verður alveg geggjuð deild. Það er fullt af flottum leikmönnum að hrúgast heim. Þetta lítur alveg rosalega vel út. Deildin fær bara spark í rassgatið með svona meðbyr. Ég vona að þetta verði bara gaman. Fyrst það eru allar líkur á að ég sé að koma heim er bara gaman að umhverfið sem maður kemur heim í sé svona flott,“ segir Atli Ævar.Geir veit hvað ég get Þrátt fyrir að hafa verið að spila með góðum liðum í Svíþjóð undanfarin ár hafa landsleikir Atla Ævars verið af skornum skammti. Hann var kallaður inn á æfingamótið í Noregi fyrr í þessum mánuði og aftur á æfingar eftir tapið á móti Tékklandi en fékk svo ekki tækifæri í leiknum á móti Úkraínu. Atli Ævar hefur þurft að horfa á til dæmis Eyjamanninn Kára Kristján Kristjánsson halda sér fyrir utan hópinn en hann hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu. Geir Sveinsson viðurkenndi svo í viðtali við Fréttablaðið að Kári hefði verið í landsliðinu í síðustu leikjum vegna þess að hann er svo sterkur utan vallar. Var þetta ekkert högg fyrir Atla Ævar? „Það auðvitað hægt að fara í fýlu yfir hinu og þessu en ég er ekkert að pæla of mikið í þessu þó að ýmislegt fljúgi nú í gegnum hausinn á manni,“ segir Atli Ævar pollrólegur. „Ég fékk boð til Noregs þar sem mér gekk mjög vel og svo fékk ég tvær æfingar fyrir Úkraínuleikinn til að sýna hvað ég hef upp á að bjóða. Ég er bara ánægður með að Geir veit núna nákvæmlega hvað hann hefur í höndunum með mig. Það er gott fyrir hann að vita ef hann vill velja mig aftur,“ segir Atli Ævar Ingólfsson. Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Handboltamaðurinn Atli Ævar Ingólfsson er nánast örugglega á heimleið eftir fimm ára dvöl í atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð en samningur hans hjá sænska liðinu Sävehof er útrunninn. „Það er ekki 100 prósent búið að negla það að ég komi heim en það er ansi líklegt. Það lítur út fyrir að við séum á heimleið og því er ég að skoða hvað er í boði,“ segir Atli Ævar sem vildi ekki halda áfram hjá Sävehof en möguleikar voru þó á borðinu í atvinnumennskunni. „Ég átti fund með íþróttastjóranum í byrjun janúar og þar kom í ljós strax að við værum ekki að fara að ná samningum. Við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu með samningsatriði þannig að það gekk ekki upp og þá fór ég að leita annað. Það var áhugi bæði í Skandinavíu og utan hennar en að öllum líkindum er ég að koma heim,“ segir Atli.Málið flæktist Atli er ekki nema 29 ára og hefur verið úti síðan hann hjálpaði HK að vinna sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 2012. Eins og hann segir voru möguleikar í stöðunni að halda áfram atvinnumennskunni erlendis en það er annað sem er að kalla hann heim. „Það komu upp ákveðnar fjölskylduaðstæður sem eru að ýta mér heim. Það flæktist bara allt saman þegar þetta kom upp. Núna er ég bara að ganga frá ýmsum lausum endum hérna úti eftir smá flakk með landsliðinu áður en ég kem heim í frí,“ segir Atli Ævar sem hefur nú þegar rætt við sum af betri liðunum í Olís-deildinni. „Það eru tvö til þrjú lið sem eru búin að hafa meira samband en önnur lið. Það eru þau sem ég er að skoða núna. Þetta eru lið í efri hlutanum sem við erum að tala um.“Akureyri væri spennandi Atli Ævar er Akureyringur og höfðu borist fréttir þess efnis að Akureyri Handboltafélag sem er Þór í dag væri búið að hafa samband við Atla. „Það hefði verið rosalega gaman að fara til Akureyrar ef þeir væru í efstu deild. Það hefði klárlega verið kostur en það er erfitt að fara niður í 1. deildina núna. Ég er ekkert að gera lítið úr 1. deildinni en maður þarf aðeins að hugsa um sjálfan sig og halda sér í bestu deildinni. Ég er samt búinn að tala við Sverre og hann veit stöðuna á mér,“ segir Atli Ævar sem kveðst spenntur fyrir Olís-deildinni sem verður gríðarlega sterk á næsta ári. „Þetta verður alveg geggjuð deild. Það er fullt af flottum leikmönnum að hrúgast heim. Þetta lítur alveg rosalega vel út. Deildin fær bara spark í rassgatið með svona meðbyr. Ég vona að þetta verði bara gaman. Fyrst það eru allar líkur á að ég sé að koma heim er bara gaman að umhverfið sem maður kemur heim í sé svona flott,“ segir Atli Ævar.Geir veit hvað ég get Þrátt fyrir að hafa verið að spila með góðum liðum í Svíþjóð undanfarin ár hafa landsleikir Atla Ævars verið af skornum skammti. Hann var kallaður inn á æfingamótið í Noregi fyrr í þessum mánuði og aftur á æfingar eftir tapið á móti Tékklandi en fékk svo ekki tækifæri í leiknum á móti Úkraínu. Atli Ævar hefur þurft að horfa á til dæmis Eyjamanninn Kára Kristján Kristjánsson halda sér fyrir utan hópinn en hann hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu. Geir Sveinsson viðurkenndi svo í viðtali við Fréttablaðið að Kári hefði verið í landsliðinu í síðustu leikjum vegna þess að hann er svo sterkur utan vallar. Var þetta ekkert högg fyrir Atla Ævar? „Það auðvitað hægt að fara í fýlu yfir hinu og þessu en ég er ekkert að pæla of mikið í þessu þó að ýmislegt fljúgi nú í gegnum hausinn á manni,“ segir Atli Ævar pollrólegur. „Ég fékk boð til Noregs þar sem mér gekk mjög vel og svo fékk ég tvær æfingar fyrir Úkraínuleikinn til að sýna hvað ég hef upp á að bjóða. Ég er bara ánægður með að Geir veit núna nákvæmlega hvað hann hefur í höndunum með mig. Það er gott fyrir hann að vita ef hann vill velja mig aftur,“ segir Atli Ævar Ingólfsson.
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira