Segir útspil Theresu May afar klókt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. apríl 2017 13:00 Eiríkur segir að May tryggi sér almennilegt umboð með kosningunum. Mynd/samsett „Sem taktískt herbragð er þetta mjög klókt hjá Theresu May og verður líklega til þess að tryggja henni meirihluta Íhaldslokksins næstu fimm árin,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í morgun til kosninga þann 8. júní næstkomandi. Síðustu kosningar í Bretlandi voru haldnar árið 2015 en lögum samkvæmt er breska þinginu heimilt að flýta kosningum sem eiga að jafnaði að vera á fimm ára fresti. Til þess þarf tvo þriðju greiddra atkvæða í þinginu en Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að flokkur hans muni styðja tillögu um þingkosningar. Þannig er tillaga May komin með þann meirihluta sem til þarf.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Theresa May var aldrei kosin forsætisráðherra heldur tók hún við af David Cameron þegar hann sagði af sér í fyrra eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Eiríkur segir að með því að boða til kosninga sé hún að tryggja lýðræðislegt umboð sitt og stuðning við áætlun stjórnvalda um úrgöngu úr Evrópusambandinu. „Í hönd eru að fara þessar flóknu samningaviðræður við Evrópusambandið,“ segir hann. „Theresa May þarf aukinn stuðning og aukið lögmæti á bak við sig. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir það að hafa tekið við völdum án kosninga og hefur þar af leiðandi ekki fullt umboð.“ Með því að boða til kosninga gæti hún öðlast fullt umboð við að leiða samningaviðræður um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Síðan er líka á það að líta að helsti andstæðingur Íhaldsflokksins, Verkamannaflokkurinn, er hreinlega í tætlum sem stendur undir forystu Jeremy Corbyn,“ segir Eiríkur. Íhaldsflokkurinn hefur verið að mælast með yfirburðum í skoðanakönnunum. Í nýjustu skoðanakönnun YouGov mælist flokkurinn með 42 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn með 25 prósent.Skoðanakönnun YouGovCreate column chartsHann segir að þó að Corbyn eigi inni einhvern stuðning hjá grasrót flokksins og hjá þeim sem tóku þátt í formannskosningunni eigi hann lítinn stuðning innan eigin þingflokks. „Það eru litlar sem engar líkur á því að verkamannaflokkurinn nái vopnum sínum í tæka tíð til að mæta í þessar kosningar sem raunverulegur áskorandi Íhaldsflokksins.“Sjá einnig: Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir kosningar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Sem taktískt herbragð er þetta mjög klókt hjá Theresu May og verður líklega til þess að tryggja henni meirihluta Íhaldslokksins næstu fimm árin,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í morgun til kosninga þann 8. júní næstkomandi. Síðustu kosningar í Bretlandi voru haldnar árið 2015 en lögum samkvæmt er breska þinginu heimilt að flýta kosningum sem eiga að jafnaði að vera á fimm ára fresti. Til þess þarf tvo þriðju greiddra atkvæða í þinginu en Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að flokkur hans muni styðja tillögu um þingkosningar. Þannig er tillaga May komin með þann meirihluta sem til þarf.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Theresa May var aldrei kosin forsætisráðherra heldur tók hún við af David Cameron þegar hann sagði af sér í fyrra eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Eiríkur segir að með því að boða til kosninga sé hún að tryggja lýðræðislegt umboð sitt og stuðning við áætlun stjórnvalda um úrgöngu úr Evrópusambandinu. „Í hönd eru að fara þessar flóknu samningaviðræður við Evrópusambandið,“ segir hann. „Theresa May þarf aukinn stuðning og aukið lögmæti á bak við sig. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir það að hafa tekið við völdum án kosninga og hefur þar af leiðandi ekki fullt umboð.“ Með því að boða til kosninga gæti hún öðlast fullt umboð við að leiða samningaviðræður um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Síðan er líka á það að líta að helsti andstæðingur Íhaldsflokksins, Verkamannaflokkurinn, er hreinlega í tætlum sem stendur undir forystu Jeremy Corbyn,“ segir Eiríkur. Íhaldsflokkurinn hefur verið að mælast með yfirburðum í skoðanakönnunum. Í nýjustu skoðanakönnun YouGov mælist flokkurinn með 42 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn með 25 prósent.Skoðanakönnun YouGovCreate column chartsHann segir að þó að Corbyn eigi inni einhvern stuðning hjá grasrót flokksins og hjá þeim sem tóku þátt í formannskosningunni eigi hann lítinn stuðning innan eigin þingflokks. „Það eru litlar sem engar líkur á því að verkamannaflokkurinn nái vopnum sínum í tæka tíð til að mæta í þessar kosningar sem raunverulegur áskorandi Íhaldsflokksins.“Sjá einnig: Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir kosningar
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira