Segir útspil Theresu May afar klókt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. apríl 2017 13:00 Eiríkur segir að May tryggi sér almennilegt umboð með kosningunum. Mynd/samsett „Sem taktískt herbragð er þetta mjög klókt hjá Theresu May og verður líklega til þess að tryggja henni meirihluta Íhaldslokksins næstu fimm árin,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í morgun til kosninga þann 8. júní næstkomandi. Síðustu kosningar í Bretlandi voru haldnar árið 2015 en lögum samkvæmt er breska þinginu heimilt að flýta kosningum sem eiga að jafnaði að vera á fimm ára fresti. Til þess þarf tvo þriðju greiddra atkvæða í þinginu en Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að flokkur hans muni styðja tillögu um þingkosningar. Þannig er tillaga May komin með þann meirihluta sem til þarf.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Theresa May var aldrei kosin forsætisráðherra heldur tók hún við af David Cameron þegar hann sagði af sér í fyrra eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Eiríkur segir að með því að boða til kosninga sé hún að tryggja lýðræðislegt umboð sitt og stuðning við áætlun stjórnvalda um úrgöngu úr Evrópusambandinu. „Í hönd eru að fara þessar flóknu samningaviðræður við Evrópusambandið,“ segir hann. „Theresa May þarf aukinn stuðning og aukið lögmæti á bak við sig. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir það að hafa tekið við völdum án kosninga og hefur þar af leiðandi ekki fullt umboð.“ Með því að boða til kosninga gæti hún öðlast fullt umboð við að leiða samningaviðræður um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Síðan er líka á það að líta að helsti andstæðingur Íhaldsflokksins, Verkamannaflokkurinn, er hreinlega í tætlum sem stendur undir forystu Jeremy Corbyn,“ segir Eiríkur. Íhaldsflokkurinn hefur verið að mælast með yfirburðum í skoðanakönnunum. Í nýjustu skoðanakönnun YouGov mælist flokkurinn með 42 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn með 25 prósent.Skoðanakönnun YouGovCreate column chartsHann segir að þó að Corbyn eigi inni einhvern stuðning hjá grasrót flokksins og hjá þeim sem tóku þátt í formannskosningunni eigi hann lítinn stuðning innan eigin þingflokks. „Það eru litlar sem engar líkur á því að verkamannaflokkurinn nái vopnum sínum í tæka tíð til að mæta í þessar kosningar sem raunverulegur áskorandi Íhaldsflokksins.“Sjá einnig: Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir kosningar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
„Sem taktískt herbragð er þetta mjög klókt hjá Theresu May og verður líklega til þess að tryggja henni meirihluta Íhaldslokksins næstu fimm árin,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í morgun til kosninga þann 8. júní næstkomandi. Síðustu kosningar í Bretlandi voru haldnar árið 2015 en lögum samkvæmt er breska þinginu heimilt að flýta kosningum sem eiga að jafnaði að vera á fimm ára fresti. Til þess þarf tvo þriðju greiddra atkvæða í þinginu en Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að flokkur hans muni styðja tillögu um þingkosningar. Þannig er tillaga May komin með þann meirihluta sem til þarf.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Theresa May var aldrei kosin forsætisráðherra heldur tók hún við af David Cameron þegar hann sagði af sér í fyrra eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Eiríkur segir að með því að boða til kosninga sé hún að tryggja lýðræðislegt umboð sitt og stuðning við áætlun stjórnvalda um úrgöngu úr Evrópusambandinu. „Í hönd eru að fara þessar flóknu samningaviðræður við Evrópusambandið,“ segir hann. „Theresa May þarf aukinn stuðning og aukið lögmæti á bak við sig. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir það að hafa tekið við völdum án kosninga og hefur þar af leiðandi ekki fullt umboð.“ Með því að boða til kosninga gæti hún öðlast fullt umboð við að leiða samningaviðræður um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Síðan er líka á það að líta að helsti andstæðingur Íhaldsflokksins, Verkamannaflokkurinn, er hreinlega í tætlum sem stendur undir forystu Jeremy Corbyn,“ segir Eiríkur. Íhaldsflokkurinn hefur verið að mælast með yfirburðum í skoðanakönnunum. Í nýjustu skoðanakönnun YouGov mælist flokkurinn með 42 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn með 25 prósent.Skoðanakönnun YouGovCreate column chartsHann segir að þó að Corbyn eigi inni einhvern stuðning hjá grasrót flokksins og hjá þeim sem tóku þátt í formannskosningunni eigi hann lítinn stuðning innan eigin þingflokks. „Það eru litlar sem engar líkur á því að verkamannaflokkurinn nái vopnum sínum í tæka tíð til að mæta í þessar kosningar sem raunverulegur áskorandi Íhaldsflokksins.“Sjá einnig: Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir kosningar
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira