Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. Ný könnun YouGov sýnir að 44 prósent Breta hyggist kjósa Íhaldsflokkinn í næstu kosningum, en einungis 23 prósent Verkamannaflokkinn.
Um er að ræða lægsta fylgi Verkamannaflokksins í könnun síðan árið 2009. Íhaldsflokkurinn bætir við sig 2 prósent fylgi frá síðustu könnun. Frjálslyndir demókratar mælast með 12 prósent fylgi og breski sjálfstæðisflokkurinn UKIP með 10 prósent fylgi.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
