Segja þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá vera ógilda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2017 07:00 Recep Tayyip Erdogan heilsar fólki eftir að hafa beðið við Eyup Sultan moskuna í Istanbul í gær. Hann fær aukin völd samkvæmt niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um helgina. Vísir/EPA Brögðum var beitt í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Tyrklandi um helgina. Andstæðingum voru skorður settar og stjórnvöld misnotuðu þá aðstöðu sem þau höfðu innan stjórnsýslunnar. Þetta segja eftirlitsaðilar með kosningunum. Tillaga Erdogans forseta um aukin völd forsetans voru samþykktar með 51,4 prósent atkvæða. Breytingarnar fela í raun í sér afnám þingræðis í Tyrklandi. Fjárlög Tyrklands verða á forræði forsetans, hann mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Formaður yfirkjörstjórnar í landinu, Sadi Guven, segir aftur á móti að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt og utanríkisráðuneyti Tyrklands telur að athugasemdir eftirlitsaðila séu ekki settar fram af hlutleysi. Erdogan forseti segir að málstaður hans hafi unnið sigur þrátt fyrir árásir Krossfara úr vestri. „Við göngum sterkari til kosninganna 2019,“ segir hann. Erdogan bætti því þó við að það væri mikið verk fyrir höndum. „Við erum öll meðvituð um þetta. Af því að við vorum í baráttu gegn öllum. „Krossfararnir úr vestri og þjónar þeirra réðust á okkur. En við gáfumst ekki upp. Við stóðum í fæturna sem þjóð,“ sagði Erdogan. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Þjóðarflokkurinn (CHP), hefur krafist endurtalningar á 60 prósentum greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Varaformaður flokksins segir að hundsa eigi niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar i heild sinni. Þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir sagði Erdogan að Tyrkir gætu núna haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka ætti upp dauðarefsingu á nýjan leik. Sú ákvörðun myndi binda enda á aðildarviðræður Tyrkja við Evrópusambandið. Ljóst er að tyrkneska þjóðin er algjörlega klofin í afstöðu sinni til breytinganna. Meirihluti Tyrkja í stórborgum landsins, Istanbul, Ankara og Izmir höfnuðu tillögum Erdogans. Helstu stuðningsmenn breytinganna eru aftur á móti íbúar héraða í miðhluta Tyrklands og íbúar við Svartahafið auk Tyrkja sem búa annarsstaðar í Evrópu. Eftir að niðurstöður voru kunngjörðar flykktust stuðningsmenn breytinganna út á götur með fána og flautur og létu í sér heyra. Andstæðingar breytinganna létu líka heyra í sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikilvægt að skapa víðtæka sátt um stjórnarskrárbreytingarnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að yfirvöld í Tyrklandi þurfi að sækjast eftir víðtækri sátt um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 23:53 Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. apríl 2017 20:55 Segja kosninguna vera lögmæta Sadi Guven, yfirmaður kjörnefndar í Tyrklandi, sem hafði umsjón með þjóðaratkvæðagreiðslunni þar í landi í gær, segir að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt. 17. apríl 2017 08:44 Tæpur meirihluti Tyrkja samþykkti að auka völd forsetans Dregið verður úr völdum þingsins og völd forsetaembættisins aukin, eftir að tæpur meirihluta Tyrkja samþykkti tillögu þess efnis í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 17:04 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Brögðum var beitt í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Tyrklandi um helgina. Andstæðingum voru skorður settar og stjórnvöld misnotuðu þá aðstöðu sem þau höfðu innan stjórnsýslunnar. Þetta segja eftirlitsaðilar með kosningunum. Tillaga Erdogans forseta um aukin völd forsetans voru samþykktar með 51,4 prósent atkvæða. Breytingarnar fela í raun í sér afnám þingræðis í Tyrklandi. Fjárlög Tyrklands verða á forræði forsetans, hann mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Formaður yfirkjörstjórnar í landinu, Sadi Guven, segir aftur á móti að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt og utanríkisráðuneyti Tyrklands telur að athugasemdir eftirlitsaðila séu ekki settar fram af hlutleysi. Erdogan forseti segir að málstaður hans hafi unnið sigur þrátt fyrir árásir Krossfara úr vestri. „Við göngum sterkari til kosninganna 2019,“ segir hann. Erdogan bætti því þó við að það væri mikið verk fyrir höndum. „Við erum öll meðvituð um þetta. Af því að við vorum í baráttu gegn öllum. „Krossfararnir úr vestri og þjónar þeirra réðust á okkur. En við gáfumst ekki upp. Við stóðum í fæturna sem þjóð,“ sagði Erdogan. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Þjóðarflokkurinn (CHP), hefur krafist endurtalningar á 60 prósentum greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Varaformaður flokksins segir að hundsa eigi niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar i heild sinni. Þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir sagði Erdogan að Tyrkir gætu núna haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka ætti upp dauðarefsingu á nýjan leik. Sú ákvörðun myndi binda enda á aðildarviðræður Tyrkja við Evrópusambandið. Ljóst er að tyrkneska þjóðin er algjörlega klofin í afstöðu sinni til breytinganna. Meirihluti Tyrkja í stórborgum landsins, Istanbul, Ankara og Izmir höfnuðu tillögum Erdogans. Helstu stuðningsmenn breytinganna eru aftur á móti íbúar héraða í miðhluta Tyrklands og íbúar við Svartahafið auk Tyrkja sem búa annarsstaðar í Evrópu. Eftir að niðurstöður voru kunngjörðar flykktust stuðningsmenn breytinganna út á götur með fána og flautur og létu í sér heyra. Andstæðingar breytinganna létu líka heyra í sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikilvægt að skapa víðtæka sátt um stjórnarskrárbreytingarnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að yfirvöld í Tyrklandi þurfi að sækjast eftir víðtækri sátt um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 23:53 Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. apríl 2017 20:55 Segja kosninguna vera lögmæta Sadi Guven, yfirmaður kjörnefndar í Tyrklandi, sem hafði umsjón með þjóðaratkvæðagreiðslunni þar í landi í gær, segir að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt. 17. apríl 2017 08:44 Tæpur meirihluti Tyrkja samþykkti að auka völd forsetans Dregið verður úr völdum þingsins og völd forsetaembættisins aukin, eftir að tæpur meirihluta Tyrkja samþykkti tillögu þess efnis í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 17:04 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Mikilvægt að skapa víðtæka sátt um stjórnarskrárbreytingarnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að yfirvöld í Tyrklandi þurfi að sækjast eftir víðtækri sátt um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 23:53
Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. apríl 2017 20:55
Segja kosninguna vera lögmæta Sadi Guven, yfirmaður kjörnefndar í Tyrklandi, sem hafði umsjón með þjóðaratkvæðagreiðslunni þar í landi í gær, segir að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt. 17. apríl 2017 08:44
Tæpur meirihluti Tyrkja samþykkti að auka völd forsetans Dregið verður úr völdum þingsins og völd forsetaembættisins aukin, eftir að tæpur meirihluta Tyrkja samþykkti tillögu þess efnis í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 17:04
„Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37