Jóhannes Stefánsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Lindarvatns. Hann tekur við starfinu af Davíð Þorlákssyni sem sagði starfinu lausu þegar hann réði sig til Samtaka atvinnulífsins í október síðastliðnum.
Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að Lindarvatn eigi Landssímareitinn við Austurvöll þar sem til stendur að reisa íbúðir, veitingastaði, verslanir og hótel. Jafnframt verður NASA endurbyggt í upprunalegri mynd.
„Jóhannes starfaði áður á lögfræðisviði Icelandair Group, en hann er héraðsdómslögmaður. Hann var aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi mennta- og menningarmála og áður blaðamaður á Viðskiptablaðinu og fréttamaður á fréttastofu 365,“ segir í tilkynningunni.
Áætlað sé að framkvæmdir hefjist snemma árs 2018 og að verklok verði um mitt ár 2019. Hönnun á reitnum hafi staðið yfir lengi undir stjórn THG Arkitekta.
Lindarvatn ehf. var stofnað 1993 og er eigandi fasteigna á Landssímareitnum (Aðalstræti 7 og 11, Thorvaldsensstræti 2, 4 og 6 og Vallarstræti 2 og 4).
Jóhannes ráðinn framkvæmdastjóri Lindarvatns
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“
Viðskipti innlent

Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent


Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent


Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent