Fituhlunkurinn í fráveitunni Íris Þórarinsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu þrífur heimilisfaðir steikarpönnu í eldhúsvaskinum eftir kvöldmatinn. Hann lætur heitt vatn renna um stund til að vera viss um að fitan setjist ekki í lagnirnar hans, heldur renni alveg út í götu. Annars staðar í borginni fær lítil snót hreina bleyju og í kjölfarið er blautþurrku sturtað niður í klósettið. Fitan af pönnunni og blautþurrkan mætast svo í fráveitukerfinu, bindast þar tryggðaböndum og sjá, fæddur er lítill fituhlunkur. Hann kemur sér vel fyrir í lögnunum og smám saman berst til hans meiri fita, fleiri þurrkur, tannþráður, bindi og eyrnapinnar. Fituhlunkurinn stækkar og dafnar þar til hann er orðinn að stóru vandamáli sem stíflar lagnir og veldur miklum óþægindum og kostnaði. Svona fituhlunkar, eða „fatbergs“ upp á útlenskuna, eru sífellt stærra vandamál í fráveitukerfum víða um veröld. Fyrr í haust bárust fregnir af einum slíkum undir Lundúnaborg, sá var 250 metra langur og vó yfir 140 tonn. Borgaryfirvöld gera ráð fyrir að það taki yfir tvo mánuði að fjarlægja hann og að það kosti borgarbúa hátt í 300 milljónir króna. Vandamálið er því ekki aðeins ógeðfellt heldur einnig mjög kostnaðarsamt.Martröð í pípunum Á hverju ári eru hátt í 300 tonn af fitu fjarlægð úr skólpi í hreinsistöðvum Veitna við Ánanaust og Klettagarða. Þessari fitu, sem meðal annars er olía og fita úr eldhúsum, þarf að farga og er það gert með endurvinnslu eða urðun. Fita er fljótandi þegar henni er hellt í vaskinn eftir að eldamennsku lýkur en þegar hún kemur í lagnirnar þykknar hún og stífnar og verður martröð í pípunum. Mun æskilegra er að setja fituna beint í sorp eða endurvinnslu frekar en að fara með hana í gegnum fráveitukerfið með tilheyrandi kostnaði. Þrátt fyrir að fita hafi alltaf fundið sér leið í fráveitukerfið hefur fituhlunkavandinn aukist á undanförnum árum, ekki síst vegna mikillar aukningar í notkun á blautklútum af ýmsu tagi. Margir framleiðendur merkja þessa vöru sína „flushable?, það er, að óhætt sé að sturta henni niður í klósett. Sú er þó ekki raunin. Flestar þurrkur eru hannaðar til að þola mun meira en venjulegur klósettpappír og leysast því ekki upp á ferð sinni um kerfið. Munum að ekkert af því sem skolað er niður um vaska eða sturtað niður í klósett hverfur. Allt endar þetta einhvers staðar. Það er okkar að velja bestu mögulegu leiðina. Hún liggur ekki í gegnum fráveituna nema um sé að ræða líkamlegan úrgang og klósettpappír. Höfundur er tæknistjóri fráveitu Veitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu þrífur heimilisfaðir steikarpönnu í eldhúsvaskinum eftir kvöldmatinn. Hann lætur heitt vatn renna um stund til að vera viss um að fitan setjist ekki í lagnirnar hans, heldur renni alveg út í götu. Annars staðar í borginni fær lítil snót hreina bleyju og í kjölfarið er blautþurrku sturtað niður í klósettið. Fitan af pönnunni og blautþurrkan mætast svo í fráveitukerfinu, bindast þar tryggðaböndum og sjá, fæddur er lítill fituhlunkur. Hann kemur sér vel fyrir í lögnunum og smám saman berst til hans meiri fita, fleiri þurrkur, tannþráður, bindi og eyrnapinnar. Fituhlunkurinn stækkar og dafnar þar til hann er orðinn að stóru vandamáli sem stíflar lagnir og veldur miklum óþægindum og kostnaði. Svona fituhlunkar, eða „fatbergs“ upp á útlenskuna, eru sífellt stærra vandamál í fráveitukerfum víða um veröld. Fyrr í haust bárust fregnir af einum slíkum undir Lundúnaborg, sá var 250 metra langur og vó yfir 140 tonn. Borgaryfirvöld gera ráð fyrir að það taki yfir tvo mánuði að fjarlægja hann og að það kosti borgarbúa hátt í 300 milljónir króna. Vandamálið er því ekki aðeins ógeðfellt heldur einnig mjög kostnaðarsamt.Martröð í pípunum Á hverju ári eru hátt í 300 tonn af fitu fjarlægð úr skólpi í hreinsistöðvum Veitna við Ánanaust og Klettagarða. Þessari fitu, sem meðal annars er olía og fita úr eldhúsum, þarf að farga og er það gert með endurvinnslu eða urðun. Fita er fljótandi þegar henni er hellt í vaskinn eftir að eldamennsku lýkur en þegar hún kemur í lagnirnar þykknar hún og stífnar og verður martröð í pípunum. Mun æskilegra er að setja fituna beint í sorp eða endurvinnslu frekar en að fara með hana í gegnum fráveitukerfið með tilheyrandi kostnaði. Þrátt fyrir að fita hafi alltaf fundið sér leið í fráveitukerfið hefur fituhlunkavandinn aukist á undanförnum árum, ekki síst vegna mikillar aukningar í notkun á blautklútum af ýmsu tagi. Margir framleiðendur merkja þessa vöru sína „flushable?, það er, að óhætt sé að sturta henni niður í klósett. Sú er þó ekki raunin. Flestar þurrkur eru hannaðar til að þola mun meira en venjulegur klósettpappír og leysast því ekki upp á ferð sinni um kerfið. Munum að ekkert af því sem skolað er niður um vaska eða sturtað niður í klósett hverfur. Allt endar þetta einhvers staðar. Það er okkar að velja bestu mögulegu leiðina. Hún liggur ekki í gegnum fráveituna nema um sé að ræða líkamlegan úrgang og klósettpappír. Höfundur er tæknistjóri fráveitu Veitna.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun