Vilja draga verulega úr persónuvernd Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2017 11:31 Leiðtogi minnihlutans, Nancy Pelosi, segir repúblikana setja hagnað fyrirtækja ofar hagi og áhyggjum Bandaríkjamanna. Vísir/Getty Bandarískir þingmenn hafa samþykkt að binda enda á tiltölulega nýja reglugerð um meðferð persónugagna viðskiptavina internetveita. Ef Donald Trump, skrifar undir frumvarpið, eins og búist er við, geta internetveitur eins og AT&T og Comcast safnað upplýsingum um hvað notendur þeirra gera á netinu án leyfis. Þá geta fyrirtækin notað þær upplýsingar til að selja hnitmiðaðar auglýsingar, eða selt upplýsingarnar beint til auglýsingafyrirtækja og annarra. Þá fella niður skilyrði sem sett voru á fyrirtækin til að verja gögn viðskiptavina sinna gegn þjófnaði. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna samdi þessar reglur upprunalega og voru þær staðfestar í fyrra. Samkvæmt nýja frumvarpinu má eftirlitið ekki semja sambærilegar reglur á nýjan leik. Gagnrýnendur gömlu reglugerðarinnar segja hana hafa dregið úr nýsköpun og samkeppni.Samkvæmt AP fréttaveitunni er þetta liður repúblikana í að fella niður fjölda reglna og laga sem tóku gildi á síðustu mánuðum ríkisstjórnar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Leiðtogi minnihlutans, Nancy Pelosi, segir repúblikana setja hagnað fyrirtækja ofar hagi og áhyggjum Bandaríkjamanna. „Mikill meirihluti Bandaríkjamanna er ekki sammála repúblikönum um að þessar upplýsingar eigi að ganga kaupum og sölum, og þá sérstaklega án leyfis. Internetveitur okkar vita mjög svo persónulegar upplýsingar um okkur og fjölskyldur okkar.“ Fyrirtæki eins og Google og Facebook safna upplýsingum um notendur sína, en þær upplýsingar sem internetveitur hafa aðgang að eru mun umfangsmeiri. Internetveitur geta séð hvaða vefsvæði notendur sínir skoða, hvenær, hvert þeir senda tölvupósta og margt fleira. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa samþykkt að binda enda á tiltölulega nýja reglugerð um meðferð persónugagna viðskiptavina internetveita. Ef Donald Trump, skrifar undir frumvarpið, eins og búist er við, geta internetveitur eins og AT&T og Comcast safnað upplýsingum um hvað notendur þeirra gera á netinu án leyfis. Þá geta fyrirtækin notað þær upplýsingar til að selja hnitmiðaðar auglýsingar, eða selt upplýsingarnar beint til auglýsingafyrirtækja og annarra. Þá fella niður skilyrði sem sett voru á fyrirtækin til að verja gögn viðskiptavina sinna gegn þjófnaði. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna samdi þessar reglur upprunalega og voru þær staðfestar í fyrra. Samkvæmt nýja frumvarpinu má eftirlitið ekki semja sambærilegar reglur á nýjan leik. Gagnrýnendur gömlu reglugerðarinnar segja hana hafa dregið úr nýsköpun og samkeppni.Samkvæmt AP fréttaveitunni er þetta liður repúblikana í að fella niður fjölda reglna og laga sem tóku gildi á síðustu mánuðum ríkisstjórnar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Leiðtogi minnihlutans, Nancy Pelosi, segir repúblikana setja hagnað fyrirtækja ofar hagi og áhyggjum Bandaríkjamanna. „Mikill meirihluti Bandaríkjamanna er ekki sammála repúblikönum um að þessar upplýsingar eigi að ganga kaupum og sölum, og þá sérstaklega án leyfis. Internetveitur okkar vita mjög svo persónulegar upplýsingar um okkur og fjölskyldur okkar.“ Fyrirtæki eins og Google og Facebook safna upplýsingum um notendur sína, en þær upplýsingar sem internetveitur hafa aðgang að eru mun umfangsmeiri. Internetveitur geta séð hvaða vefsvæði notendur sínir skoða, hvenær, hvert þeir senda tölvupósta og margt fleira.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira