Næringarfræðingur um Nocco-æði Íslendinga: "Koffín er slæm redding“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 17. desember 2017 21:00 Elísabet fær margar fyrirspurnir um börn og orkudrykkjanotkun þeirra Vísir/skjáskot Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. NOCCO eru sykur- og kolvetnislausir drykkir sem innihalda BCAA amínósýrur. Á Nútímanum kemur fram að yfir þrjár milljónir dósa hafi verið fluttar inn á þessu ári - en það eru um níu dósir á hvern Íslending. Heildsalinn sem flytur drykkinn inn segir Íslendinga klárlega eiga heimsmet í drykkju á Nocco ef miðað er við höfðatölu. Hægt er að fá drykkinn með mismunandi koffínmagni víða í heiminum. Koffínlausan, með 105 mg af koffíni og allt upp í 180 mg í hverri dós. Til samanburðar er 165 milligrömm af koffíni í sama magni af kaffi og 23 milligrömm í sama magni af kóladrykk. Ársæll Þór Bjarnason, eigandi heildverslunarinnar Core sem flytur inn drykkinn, bendir þó á í samtali við fréttastofu að Nocco með mesta koffínmagninu, 180 mg, fáist ekki á Íslandi. „Við seljum ekki 180 mg koffín Nocco hér,“ segir Ársæll í samtali við fréttastofu. „Það er ekki leyfilegt að selja nema 105.“ Hann segir að þetta hafi verið selt hér um tíma en það hafi verið fyrir mistök og hafi verið tekið úr sölu. Ekki sé hægt að kaupa 180 mg koffín Nocco á Íslandi eins og er. „Það er komin undanþága fyrir því en hún er ekki komin í sölu.“ Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, hefur áhyggjur af því að ávanabindandi orkudrykkir séu í tísku hjá börnum og unglingum. „Ég hef haldið fyrirliestra fyrir íþróttafélög og þetta er alltaf áhyggjuefnið, og er ég beðin um að leiðbeina krökkunum. Málið er að fólk heldur að það verði betra í íþróttum með því að drekka orkudrykki," segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun ætti sjö ára barn sem er 24 kíló ekki að neyta meira en 60 milligramma af koffíni. Einn Nocco með 180 milligrömmum af koffíni er því þrefaldur dagskammtur. Elísabet segir að hlúa þurfi að grunnþörfunum enda sé ekki eðlilegt að fólk þurfi stöðugt að ná sér í aukaorku yfir daginn. „Það er eitthvað annað sem við þurfum að grípa inn í. Næra okkur rétt, sofa og sinna okkur andlega. Koffínið er slæm redding. Enda getur það haft slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og stresshormón. Þannig að þetta er ekki góð redding til lengdar og ekki í miklu magni. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. NOCCO eru sykur- og kolvetnislausir drykkir sem innihalda BCAA amínósýrur. Á Nútímanum kemur fram að yfir þrjár milljónir dósa hafi verið fluttar inn á þessu ári - en það eru um níu dósir á hvern Íslending. Heildsalinn sem flytur drykkinn inn segir Íslendinga klárlega eiga heimsmet í drykkju á Nocco ef miðað er við höfðatölu. Hægt er að fá drykkinn með mismunandi koffínmagni víða í heiminum. Koffínlausan, með 105 mg af koffíni og allt upp í 180 mg í hverri dós. Til samanburðar er 165 milligrömm af koffíni í sama magni af kaffi og 23 milligrömm í sama magni af kóladrykk. Ársæll Þór Bjarnason, eigandi heildverslunarinnar Core sem flytur inn drykkinn, bendir þó á í samtali við fréttastofu að Nocco með mesta koffínmagninu, 180 mg, fáist ekki á Íslandi. „Við seljum ekki 180 mg koffín Nocco hér,“ segir Ársæll í samtali við fréttastofu. „Það er ekki leyfilegt að selja nema 105.“ Hann segir að þetta hafi verið selt hér um tíma en það hafi verið fyrir mistök og hafi verið tekið úr sölu. Ekki sé hægt að kaupa 180 mg koffín Nocco á Íslandi eins og er. „Það er komin undanþága fyrir því en hún er ekki komin í sölu.“ Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, hefur áhyggjur af því að ávanabindandi orkudrykkir séu í tísku hjá börnum og unglingum. „Ég hef haldið fyrirliestra fyrir íþróttafélög og þetta er alltaf áhyggjuefnið, og er ég beðin um að leiðbeina krökkunum. Málið er að fólk heldur að það verði betra í íþróttum með því að drekka orkudrykki," segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun ætti sjö ára barn sem er 24 kíló ekki að neyta meira en 60 milligramma af koffíni. Einn Nocco með 180 milligrömmum af koffíni er því þrefaldur dagskammtur. Elísabet segir að hlúa þurfi að grunnþörfunum enda sé ekki eðlilegt að fólk þurfi stöðugt að ná sér í aukaorku yfir daginn. „Það er eitthvað annað sem við þurfum að grípa inn í. Næra okkur rétt, sofa og sinna okkur andlega. Koffínið er slæm redding. Enda getur það haft slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og stresshormón. Þannig að þetta er ekki góð redding til lengdar og ekki í miklu magni.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira