Lukaku skoraði í sigri á WBA Dagur Lárusson skrifar 17. desember 2017 16:00 WBA og Manchester United mættust í fyrri leik dagsins í enska boltanum í dag þar sem United fór með sigur af hólmi. Fyrir leik var United í 2. sæti deildarinnar með 38 stig á meðan WBA var í næstneðsta sæti með 14 stig. Það voru lærisveinar Mourinho sem voru sterkari aðilinn í þessum leik en hvorugu liðinu tókst þó að skora fyrstu 25 mínúturnar. Á 27. mínútu fékk Marcus Rashford boltann á hægri kantinum og gaf frábæra fyrirgjöf inn á teig, beint á kollinn á Romelu Lukaku sem stangaði boltann í netið. Á 35. mínútu dró aftur til tíðinda en þá skoraði Jesse Lingard annað mark United. Skot hans fór í Hegazi, varnarmann WBA, og í netið. Staðan var 2-0, United í vil, í hálfleik. WBA tókst lítið að ógna marki United í seinni hálfleiknum fyrr en á lokakaflanum en þá skoraði Gareth Barry af stuttu færi eftir darraðadans í teignum og eftir það sótti WBA stíft að marki United. United náði þó að halda út og hirti því stigin þrjú. Liðið er því komið með 41 stig í 2. sæti deildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Matic: Við eigum ennþá möguleika Nemanja Matic, leikmaður Manchester United, segir að titilbaráttan sé hvergi nærri búin og United munu berjast allt til loka. 16. desember 2017 12:30 Mourinho: Allir leikmenn hafa sitt verð José Mourinho, stjóri Manchester United, hefur gefið sterklega í skyn að Henrikh Mkhitaryan verði seldur frá félaginu í janúarglugganum en hann var spurður út í leikmanninn á fréttamannafundi í gær. 16. desember 2017 09:45
WBA og Manchester United mættust í fyrri leik dagsins í enska boltanum í dag þar sem United fór með sigur af hólmi. Fyrir leik var United í 2. sæti deildarinnar með 38 stig á meðan WBA var í næstneðsta sæti með 14 stig. Það voru lærisveinar Mourinho sem voru sterkari aðilinn í þessum leik en hvorugu liðinu tókst þó að skora fyrstu 25 mínúturnar. Á 27. mínútu fékk Marcus Rashford boltann á hægri kantinum og gaf frábæra fyrirgjöf inn á teig, beint á kollinn á Romelu Lukaku sem stangaði boltann í netið. Á 35. mínútu dró aftur til tíðinda en þá skoraði Jesse Lingard annað mark United. Skot hans fór í Hegazi, varnarmann WBA, og í netið. Staðan var 2-0, United í vil, í hálfleik. WBA tókst lítið að ógna marki United í seinni hálfleiknum fyrr en á lokakaflanum en þá skoraði Gareth Barry af stuttu færi eftir darraðadans í teignum og eftir það sótti WBA stíft að marki United. United náði þó að halda út og hirti því stigin þrjú. Liðið er því komið með 41 stig í 2. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Matic: Við eigum ennþá möguleika Nemanja Matic, leikmaður Manchester United, segir að titilbaráttan sé hvergi nærri búin og United munu berjast allt til loka. 16. desember 2017 12:30 Mourinho: Allir leikmenn hafa sitt verð José Mourinho, stjóri Manchester United, hefur gefið sterklega í skyn að Henrikh Mkhitaryan verði seldur frá félaginu í janúarglugganum en hann var spurður út í leikmanninn á fréttamannafundi í gær. 16. desember 2017 09:45
Matic: Við eigum ennþá möguleika Nemanja Matic, leikmaður Manchester United, segir að titilbaráttan sé hvergi nærri búin og United munu berjast allt til loka. 16. desember 2017 12:30
Mourinho: Allir leikmenn hafa sitt verð José Mourinho, stjóri Manchester United, hefur gefið sterklega í skyn að Henrikh Mkhitaryan verði seldur frá félaginu í janúarglugganum en hann var spurður út í leikmanninn á fréttamannafundi í gær. 16. desember 2017 09:45
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti