Bournemouth átti engin svör við sóknarleik Liverpool 17. desember 2017 18:15 Liverpool skellti sér upp í 4. sæti deildarinnar með 4-0 sigri á Bournemouth á útivelli í lokaleik dagsins í enska boltanum en þeir skutust upp fyrir Arsenal og Burnley með sigrinum. Philippe Coutinho átti skot í stöngina á upphafsmínútum leiksins en hann kom Liverpool yfir á 20. mínútu þegar hann lagði boltann snyrtilega í netið eftir góðan einleik. Dejan Lovren bætti við marki af stuttu færi sex mínútum síðar og setti Mohamed Salah þriðja mark Liverpool undir lok fyrri hálfleiks. Roberto Firminho innsiglaði endanlega sigur Liverpool með snyrtilegum skalla á 66. mínútu en það reyndist vera síðasta mark leiksins. Enski boltinn
Liverpool skellti sér upp í 4. sæti deildarinnar með 4-0 sigri á Bournemouth á útivelli í lokaleik dagsins í enska boltanum en þeir skutust upp fyrir Arsenal og Burnley með sigrinum. Philippe Coutinho átti skot í stöngina á upphafsmínútum leiksins en hann kom Liverpool yfir á 20. mínútu þegar hann lagði boltann snyrtilega í netið eftir góðan einleik. Dejan Lovren bætti við marki af stuttu færi sex mínútum síðar og setti Mohamed Salah þriðja mark Liverpool undir lok fyrri hálfleiks. Roberto Firminho innsiglaði endanlega sigur Liverpool með snyrtilegum skalla á 66. mínútu en það reyndist vera síðasta mark leiksins.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti