Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Þórdís Valsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 23:34 Devin Patrick Kelley skaut 26 manns til bana í kirkju í smábænum Sutherland Springs í Texas á sunnudag. vísir/afp Devin Patrick Kelley sem myrti 26 kirkjugesti í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær var leiddur fyrir herdómstól árið 2012 fyrir að ráðast á eiginkonu sína og höfuðkúpubrjóta kornungan son hennar. Kelley var 26 ára fyrrverandi hermaður sem var í herþjónustu í Nýju-Mexíkó. Kelley viðurkenndi brotið og var dæmdur í tólf mánaða einangrunarvist og var lækkaður í lægstu tign hersins. Eftir að einangrunarvistinni lauk var hann rekinn með vansæmd úr hernum. Kelley skildi við þáverandi eiginkonu sína eftir árásina en hann gifti sig aftur árið 2014.Neikvæður trúleysingi Gamlir skólafélagar Kelley segja að hann hafi verið mjög neikvæður á Facebook síðu sinni, og skrifað mikið þar um trúleysi og byssur. Eftir að hann var rekinn úr hernum starfaði hann sem aðstoðarmaður í kristilegum skóla en á síðustu árum virðist sem svo að hann hafi snúið baki við trúnni. Kelley var klæddur svörtum fötum og með grímu með hvítri hauskúpu á þegar hann réðst inn í kirkjuna á sunnudaginn, vopnaður þremur byssum. Hann myrti 26 kirkjugesti. Nágranni kirkjunnar greip byssuna sína þegar hann sá Kelley fara að bílnum sínum eftir árásina, Kelley kastaði þá rifflinum sínum á jörðina fyrir utan kirkjuna og flúði af vettvangi. Nágranninn og annar maður sem var viðstaddur veittu honum eftirför og skutu að honum. Kelley fannst svo látinn í bílnum sínum um tólf kílómetra frá kirkjunni. Yfirvöld telja að hann hafi svipt sig lífi.Óvíst hver ásetningur Kelley var Ekki er vitað hvað vakti fyrir Kelley en ríkisstjóri Texasríkis, Greg Abbott, sagði að hann telji að árásin á kirkjuna hafi ekki verið af handahófi. „Ég held að það sé ástæða fyrir því að tilræðismaðurinn hafi valið þessa kirkju,“ segir Abbott. Yfirmaður Almannavarna Texas sagði á blaðamannafundi í dag að deilur hefðu staðið innan fjölskyldu Kelley. Vitað er að tengdamóðir hans hafi sótt kirkjuna reglulega. Mest lesið „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Sjá meira
Devin Patrick Kelley sem myrti 26 kirkjugesti í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær var leiddur fyrir herdómstól árið 2012 fyrir að ráðast á eiginkonu sína og höfuðkúpubrjóta kornungan son hennar. Kelley var 26 ára fyrrverandi hermaður sem var í herþjónustu í Nýju-Mexíkó. Kelley viðurkenndi brotið og var dæmdur í tólf mánaða einangrunarvist og var lækkaður í lægstu tign hersins. Eftir að einangrunarvistinni lauk var hann rekinn með vansæmd úr hernum. Kelley skildi við þáverandi eiginkonu sína eftir árásina en hann gifti sig aftur árið 2014.Neikvæður trúleysingi Gamlir skólafélagar Kelley segja að hann hafi verið mjög neikvæður á Facebook síðu sinni, og skrifað mikið þar um trúleysi og byssur. Eftir að hann var rekinn úr hernum starfaði hann sem aðstoðarmaður í kristilegum skóla en á síðustu árum virðist sem svo að hann hafi snúið baki við trúnni. Kelley var klæddur svörtum fötum og með grímu með hvítri hauskúpu á þegar hann réðst inn í kirkjuna á sunnudaginn, vopnaður þremur byssum. Hann myrti 26 kirkjugesti. Nágranni kirkjunnar greip byssuna sína þegar hann sá Kelley fara að bílnum sínum eftir árásina, Kelley kastaði þá rifflinum sínum á jörðina fyrir utan kirkjuna og flúði af vettvangi. Nágranninn og annar maður sem var viðstaddur veittu honum eftirför og skutu að honum. Kelley fannst svo látinn í bílnum sínum um tólf kílómetra frá kirkjunni. Yfirvöld telja að hann hafi svipt sig lífi.Óvíst hver ásetningur Kelley var Ekki er vitað hvað vakti fyrir Kelley en ríkisstjóri Texasríkis, Greg Abbott, sagði að hann telji að árásin á kirkjuna hafi ekki verið af handahófi. „Ég held að það sé ástæða fyrir því að tilræðismaðurinn hafi valið þessa kirkju,“ segir Abbott. Yfirmaður Almannavarna Texas sagði á blaðamannafundi í dag að deilur hefðu staðið innan fjölskyldu Kelley. Vitað er að tengdamóðir hans hafi sótt kirkjuna reglulega.
Mest lesið „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Sjá meira