Höfðu áhyggjur af því að tæpur meirihluti myndi ekki tryggja stöðugleika Birgir Olgeirsson skrifar 6. nóvember 2017 13:18 Sigurður Ingi ræðir við fjölmiðla. Vísir/Vilhelm „Að okkar mati er ákall í samfélaginu eftir pólitískum og efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um ástæður þess að stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna var hætt. „Eins og ég hef sagt, frá því þessar viðræður hófust, hafði ég áhyggjur af því að þetta væri tæpur meirihluti,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi um málið. Sigurður Ingi segir stór verkefni framundan á sviði uppbyggingar og á kjarasviðinu. Á sama tíma sé hagsveiflan á niðurleið og væntingar miklar. „Við höfðum áhyggjur á því að þessi meirihluti væri of tæpur til að tryggja þennan stöðugleika.“ Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar stóðu að þessum viðræðum. Fregnir bárust í síðustu viku þar sem ummæli Björns Leví Gunnarsson, þingmanns Pírata, um meirihlutastjórn sem ekki hefði meirihluta atkvæða á bak við sig vöktu athygli. Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður, rifjaði þessi ummæli Björns Leví upp þar sem Björn sagðist ekki vilja vera í meirihluta stjórn sem væri ekki með meirihluta kjósenda á bak við sig. Hefði stjórn stjórnarandstöðuflokkanna orðið að veruleika þá hefði hún ekki haft meirihluta atkvæða á bak við sig. Björn sagðist í samtali við Stundina af því tilefni að hann myndi tryggja þessari stjórn meirihluta í erfiðum málum sem auðveldum. Spurður út í þessi ummæli Björns Leví segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi að þau hefðu ekki vakið tilfinningu um traust en Björn Leví hefði útskýrt mál sitt. Sigurður segir mat þeirra hafa verið að meirihlutinn hafi verið of tæpur. „Ég vil fá að taka sérstaklega fram að þessar viðræður voru mjög góðar og ákveðin vonbrigði að þær gengu ekki eftir. Allir lögðu sig fram af einlægni að láta þetta ganga upp en það eru mjög stór verkefni sem við stöndum frammi fyrir sem að mínu mati þurfa traustari meirihluta,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort ESB-málið og stjórnarskrármálið hafi sett svip sinn á þessar viðræður segir Sigurður Ingi flokkana hafa fjallað um fjölmörg mál og fyrst og fremst á grunni þessi stjórn hefði tryggan meirihluta til að standa að nauðsynlegri uppbyggingu í samfélaginu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Þingflokkur Pírata: Telja ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar 6. nóvember 2017 12:51 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
„Að okkar mati er ákall í samfélaginu eftir pólitískum og efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um ástæður þess að stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna var hætt. „Eins og ég hef sagt, frá því þessar viðræður hófust, hafði ég áhyggjur af því að þetta væri tæpur meirihluti,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi um málið. Sigurður Ingi segir stór verkefni framundan á sviði uppbyggingar og á kjarasviðinu. Á sama tíma sé hagsveiflan á niðurleið og væntingar miklar. „Við höfðum áhyggjur á því að þessi meirihluti væri of tæpur til að tryggja þennan stöðugleika.“ Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar stóðu að þessum viðræðum. Fregnir bárust í síðustu viku þar sem ummæli Björns Leví Gunnarsson, þingmanns Pírata, um meirihlutastjórn sem ekki hefði meirihluta atkvæða á bak við sig vöktu athygli. Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður, rifjaði þessi ummæli Björns Leví upp þar sem Björn sagðist ekki vilja vera í meirihluta stjórn sem væri ekki með meirihluta kjósenda á bak við sig. Hefði stjórn stjórnarandstöðuflokkanna orðið að veruleika þá hefði hún ekki haft meirihluta atkvæða á bak við sig. Björn sagðist í samtali við Stundina af því tilefni að hann myndi tryggja þessari stjórn meirihluta í erfiðum málum sem auðveldum. Spurður út í þessi ummæli Björns Leví segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi að þau hefðu ekki vakið tilfinningu um traust en Björn Leví hefði útskýrt mál sitt. Sigurður segir mat þeirra hafa verið að meirihlutinn hafi verið of tæpur. „Ég vil fá að taka sérstaklega fram að þessar viðræður voru mjög góðar og ákveðin vonbrigði að þær gengu ekki eftir. Allir lögðu sig fram af einlægni að láta þetta ganga upp en það eru mjög stór verkefni sem við stöndum frammi fyrir sem að mínu mati þurfa traustari meirihluta,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort ESB-málið og stjórnarskrármálið hafi sett svip sinn á þessar viðræður segir Sigurður Ingi flokkana hafa fjallað um fjölmörg mál og fyrst og fremst á grunni þessi stjórn hefði tryggan meirihluta til að standa að nauðsynlegri uppbyggingu í samfélaginu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Þingflokkur Pírata: Telja ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar 6. nóvember 2017 12:51 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34
Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15
Þingflokkur Pírata: Telja ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar 6. nóvember 2017 12:51