Lífið

Sjáðu atriðin sem komust í úrslit í Kórum Íslands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábært kvöld í gær.
Frábært kvöld í gær. vísir/daníel þór
Annar undanúrslitaþátturinn í Kórum Íslands var á dagskrá í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi og komust þá þrír kórar áfram í úrslitaþáttinn.

Fimm kórar komu fram í gærkvöldi og komust þrír af þeim í lokaþáttinn sem verður á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið.

Þjóðin valdi einn kór beint áfram eftir atkvæðagreiðsluna og dómnefndin setti síðan tvo kóra áfram. Þjóðin kaus Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps áfram en dómnefndin valdi síðan Gospelkór Jóns Vídalíns og Spectrum til að taka þátt í úrslitaþættinum. Sex kórar keppa því til úrslita í lokaþættinum en sá kór sem stendur uppi sem sigurvegari fær að launum fjórar milljónir í verðlaun.

Hér að neðan má sjá flutningana sem skiluðu þessum kórum í úrslit. Ljósmyndarinn Daníel Þór var á svæðinu í gærkvöldi og tók meðfylgjandi myndir sem sjá má neðst í fréttinni.

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flutti lagið Gæfa hestamannsins en Skarphéðinn Einarsson er kórstjóri.





Gospelkór Jóns Vídalíns flutti lagið Man in the Mirror en Davíð Sigurgeirsson er kórstjóri.





Spectrum flutti lagið The Seal Lullaby en kórstjórinn er Ingveldur Ýr Jónsdóttir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.