Sport

Ernirnir niðurlægðu vörn Denver

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ajayi hleypur hér með boltann 46 jarda og skorar sitt fyrsta snertimark fyrir Eagles.
Ajayi hleypur hér með boltann 46 jarda og skorar sitt fyrsta snertimark fyrir Eagles. vísir/getty
Vörn Denver Broncos hefur verið stolt liðsins síðustu ár en í gær var hún niðurlægð gegn heitasta liðið NFL-deildarinnar, Philadelphia Eagles.

Eagles er 8-1 eftir þennan risasigur á Denver í gær. Leikstjórnandi liðsins, Carson Wentz, átti enn stórleikinn fyrir liðið en hann kastaði fyrir fjórum snertimörkum í gær.

Hlauparinn Jay Ajayi spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ernina en hann kom til liðsins fyrir nokkrum dögum frá Miami. Ajayi byrjaði vel því hann hljóp 77 jarda og skoraði eitt snertimark.

New Orleans Saints er á mikilli siglingu og vann sinn sjötta leik í röð. Öskubuskuævintýri LA Rams, sem enginn skilur, hélt áfram er liðið skoraði yfir 50 stig gegn Giants. Magnað.

Úrslit:

Carolina-Atlanta  20-17

Houston-Indianapolis  14-20

Jacksonville-Cincinnati  23-7

New Orleans-Tampa Bay  30-10

NY Giants-LA Rams  17-51

Philadelphia-Denver  51-23

Tennessee-Baltimore  23-20

San Francisco-Arizona  10-20

Seattle-Washington  14-17

Dallas-Kansas City  28-17

Miami-Oakland  24-27

NY Jets-Buffalo  34-21

Í nótt:

Green Bay - Detroit

Staðan í NFL-deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×