Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2017 09:45 Nafn Paul Hewson, eða Bono eins og hann er betur þekktur, má finna í Paradískarskjölunum. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum sem bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung og rannsóknarblaðamenn hafa unnið úr á síðustu vikum og mánuðum.The Guardian fjallar um fjárfestingu Bono, eða Paul Hewson eins og hann heitir í raun og veru. Þar kemur fram að Bono hafi fjárfest í maltneska félaginu Nude Estates sem keypti Aušra-verslunarmiðstöðina í bænum Utena, um 90 kílómetrum frá höfuðborginni Vilnius, árið 2007. Nude Estates stofnaði nýtt félag til þess að halda utan um eignarhaldið á verslunarmiðstöðinni. Árið 2012 var eignarhald á verslunarmiðstöðinni fært til bresku eyjarinnar Guernsey, í félag sem nefnt var Nude Estates 1. Bæði Malta og Guernsey eru þekkt lágskattasvæði. Á Möltu greiða erlendir fjárfestar, líkt og Bono, aðeins fimm prósent skatt af tekjum fyrirtækja. Á Guernsey er hins vegar enginn sambærilegur skattur. Talsmaður Bono segir í samtali við The Guardian að Bono hafi ekki verið virkur fjárfestir í Nude Estates og hafi aðeins átt lítinn hlut í félaginu. Það sama gildi um félagið á Guernsey.Í gær var greint frá umfangsmiklum gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Um er að ræða 12,4 milljónir skjala sem nefnd hafa verið Paradísarskjölin, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða. Í skjölunum eru einnig upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum. Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung heldur úti sérstakri vefsíðu á ensku þar sem helstu fréttir úr lekanum munu birtast. Hér er hlekkur á þá síðu. Vefsíðu ICIJ má svo finna hér. Litháen Paradísarskjölin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum sem bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung og rannsóknarblaðamenn hafa unnið úr á síðustu vikum og mánuðum.The Guardian fjallar um fjárfestingu Bono, eða Paul Hewson eins og hann heitir í raun og veru. Þar kemur fram að Bono hafi fjárfest í maltneska félaginu Nude Estates sem keypti Aušra-verslunarmiðstöðina í bænum Utena, um 90 kílómetrum frá höfuðborginni Vilnius, árið 2007. Nude Estates stofnaði nýtt félag til þess að halda utan um eignarhaldið á verslunarmiðstöðinni. Árið 2012 var eignarhald á verslunarmiðstöðinni fært til bresku eyjarinnar Guernsey, í félag sem nefnt var Nude Estates 1. Bæði Malta og Guernsey eru þekkt lágskattasvæði. Á Möltu greiða erlendir fjárfestar, líkt og Bono, aðeins fimm prósent skatt af tekjum fyrirtækja. Á Guernsey er hins vegar enginn sambærilegur skattur. Talsmaður Bono segir í samtali við The Guardian að Bono hafi ekki verið virkur fjárfestir í Nude Estates og hafi aðeins átt lítinn hlut í félaginu. Það sama gildi um félagið á Guernsey.Í gær var greint frá umfangsmiklum gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Um er að ræða 12,4 milljónir skjala sem nefnd hafa verið Paradísarskjölin, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða. Í skjölunum eru einnig upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum. Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung heldur úti sérstakri vefsíðu á ensku þar sem helstu fréttir úr lekanum munu birtast. Hér er hlekkur á þá síðu. Vefsíðu ICIJ má svo finna hér.
Litháen Paradísarskjölin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08
Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21