Gróðursnautt land nýtt í herferð bænda Sveinn Arnarsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Sauðfé á beit á íslensku hálendi. Markaðsráð sauðfjárbænda, Icelandic Lamb, hefur sent frá sér myndband sem sýnir frjálst sauðfé á beit á íslensku hálendi. Í myndbandinu sést fé rekið yfir gróðursnautt land. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, segir tugþúsundir ferkílómetra lands ekki hæfa til beitar.Ólafur Arnalds prófessorSauðfjárbændur og Landgræðslan hafa í sameiningu sett á laggirnar faghóp um kortlagningu gróðurauðlindarinnar. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, er formaður faghópsins. Hún segir myndbandið ekki gefa rétta mynd af sauðfjárrækt á Íslandi. „Þegar ég sá myndbandið fyrst þá hugsaði ég það sama, að þarna færi sauðfé um land sem væri ekki ákjósanlegt til beitar,“ segir Oddný Steina. „Hins vegar þarf að reka fé yfir sanda og því þarf ekki að vera að féð sé á þessum stöðum á beit.“ Dregin er upp sú mynd af markaðsráðinu að lambakjötið sé framleitt með sjálfbærum og hreinum hætti þar sem sauðfé hafi frá landnámi fengið að valsa frjálst um íslensk fjöll og firnindi frá landnámi. Skógræktarmenn hafa gagnrýnt þetta sjónarmið og segja sauðfé hafa frá landnámi verið hinn versta skaðvald þar sem gróðurþekja hafi horfið og landið fokið burt. Virðist vera að þessir tveir hópar, sauðfjárbændur og landgræðslumenn, komi sér ekki saman um hvað sé rétt og hvað rangt í þeim efnum. Ólafur Arnalds hefur í langan tíma rannsakað jarðvegsrof á Íslandi. Hann segir tugþúsundir ferkílómetra ekki beitarhæfa. „Menn hafa um langan tíma haft uppi varnaðarorð gagnvart ágangi búfjár á mjög illa förnu landi og það er vitað. Einnig er jarðrof nokkuð á Íslandi og sauðfé sækir í nýgræðinginn í rofabörðum. Því getur tiltölulega fátt fé haldið niðri framþróun gróðurs. Því þarf að kortleggja hvar beit er í lagi og hvar land er ekki hæft til beitar,“ segir Ólafur. Oddný Steina segir það alveg á hreinu að rannsóknir skorti í þessum málaflokki. „Það má endurskoða þau sjálfbærniviðmið varðandi beit. Einnig hef ég óskað eftir rannsóknum á því að sauðfjárbeit haldi aftur af gróðurframvindu en landgræðslumenn hafa ekki getað bent mér á þær rannsóknir.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Markaðsráð sauðfjárbænda, Icelandic Lamb, hefur sent frá sér myndband sem sýnir frjálst sauðfé á beit á íslensku hálendi. Í myndbandinu sést fé rekið yfir gróðursnautt land. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, segir tugþúsundir ferkílómetra lands ekki hæfa til beitar.Ólafur Arnalds prófessorSauðfjárbændur og Landgræðslan hafa í sameiningu sett á laggirnar faghóp um kortlagningu gróðurauðlindarinnar. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, er formaður faghópsins. Hún segir myndbandið ekki gefa rétta mynd af sauðfjárrækt á Íslandi. „Þegar ég sá myndbandið fyrst þá hugsaði ég það sama, að þarna færi sauðfé um land sem væri ekki ákjósanlegt til beitar,“ segir Oddný Steina. „Hins vegar þarf að reka fé yfir sanda og því þarf ekki að vera að féð sé á þessum stöðum á beit.“ Dregin er upp sú mynd af markaðsráðinu að lambakjötið sé framleitt með sjálfbærum og hreinum hætti þar sem sauðfé hafi frá landnámi fengið að valsa frjálst um íslensk fjöll og firnindi frá landnámi. Skógræktarmenn hafa gagnrýnt þetta sjónarmið og segja sauðfé hafa frá landnámi verið hinn versta skaðvald þar sem gróðurþekja hafi horfið og landið fokið burt. Virðist vera að þessir tveir hópar, sauðfjárbændur og landgræðslumenn, komi sér ekki saman um hvað sé rétt og hvað rangt í þeim efnum. Ólafur Arnalds hefur í langan tíma rannsakað jarðvegsrof á Íslandi. Hann segir tugþúsundir ferkílómetra ekki beitarhæfa. „Menn hafa um langan tíma haft uppi varnaðarorð gagnvart ágangi búfjár á mjög illa förnu landi og það er vitað. Einnig er jarðrof nokkuð á Íslandi og sauðfé sækir í nýgræðinginn í rofabörðum. Því getur tiltölulega fátt fé haldið niðri framþróun gróðurs. Því þarf að kortleggja hvar beit er í lagi og hvar land er ekki hæft til beitar,“ segir Ólafur. Oddný Steina segir það alveg á hreinu að rannsóknir skorti í þessum málaflokki. „Það má endurskoða þau sjálfbærniviðmið varðandi beit. Einnig hef ég óskað eftir rannsóknum á því að sauðfjárbeit haldi aftur af gróðurframvindu en landgræðslumenn hafa ekki getað bent mér á þær rannsóknir.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira