Milos: Erum að fá kantmann/framherja Gabríel Sighvatsson skrifar 14. maí 2017 21:03 Milos og lærisveinar hans hafa tapað tveimur leikjum í röð. vísir/andri marinó Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svekktur með tapið fyrir ÍBV en sáttur með frammistöðuna. „Við gerðum ein varnarmistök og þeir skora úr sínu fyrsta, og ef ég man rétt eina færinu sínu, en það er nóg til að vinna leik. Þú þarft ekki að skora 10 mörk, það er nóg að skora eitt og verjast síðan,“ sagði Milos eftir leik. Víkingar voru á móti vindi í seinni hálfleik og það er klárt mál að veðrið setti smá svip á leikinn. „Það er staðreynd að við náðum miklu betra spili í seinni hálfleik en við vorum eiginlega ekki að skapa neitt. Það var erfitt að finna lokasendinguna þar sem þeir voru þéttir til baka og sniðugir að nota líkamann. Þetta var 0-0 veður en við náðum ekki að opna þá þrátt fyrir að fá 2-3 dauðafæri,“ sagði Milos. „Þetta er búið að vera saga þessa tímabils, við spilum mjög vel en uppskerum ekki neitt og það er mjög svekkjandi.“ Milos sá sig tilneyddan til að gera breytingu á liði sínu og gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik. „Geoffrey meiddist og fór út af í hálfleik. Hin skiptingin var vegna þess að þeir voru að skapa smá usla vinstra megin og Ívar var smá sjóveikur á leiðinni en ég tek það ekki sem afsökun. Mér fannst þessar skiptingar koma vel út en við gerðum ekki nóg í seinni hálfleik til að jafna eða vinna þennan leik,“ sagði Milos. Síðustu tvö töp Víkinga koma gegn liðum sem er spáð neðar en þeim, Grindavík og ÍBV í dag. „Já, þetta eru mikil vonbrigði og svona þróun segir ekkert annað en að við verðum í sama pakka og þessi tvö lið og við þurfum að hreinsa upp þennan skít í næstu viku, þar er erfiður leikur á móti Breiðablik,“ sagði Milos. Hann býst við einum leikmanni til vibótar áður en félagsskiptaglugginn lokar á morgun. „Við erum búnir að fá leikmann inn en ég veit ekki hvort félagsskiptin eru búin að ganga í gegn þau ættu að gera það á morgun í síðasta lagi. Það er kantmaður/framherji. Eins gott fyrir okkur að næla í hann sérstaklega þar sem Geoffrey [Castillion] meiðist í dag og þau meiðsli líta ekki vel út,“ sagði Milos að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Alvaro Montejo skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í rokleik í Vestmannaeyjum. 14. maí 2017 20:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svekktur með tapið fyrir ÍBV en sáttur með frammistöðuna. „Við gerðum ein varnarmistök og þeir skora úr sínu fyrsta, og ef ég man rétt eina færinu sínu, en það er nóg til að vinna leik. Þú þarft ekki að skora 10 mörk, það er nóg að skora eitt og verjast síðan,“ sagði Milos eftir leik. Víkingar voru á móti vindi í seinni hálfleik og það er klárt mál að veðrið setti smá svip á leikinn. „Það er staðreynd að við náðum miklu betra spili í seinni hálfleik en við vorum eiginlega ekki að skapa neitt. Það var erfitt að finna lokasendinguna þar sem þeir voru þéttir til baka og sniðugir að nota líkamann. Þetta var 0-0 veður en við náðum ekki að opna þá þrátt fyrir að fá 2-3 dauðafæri,“ sagði Milos. „Þetta er búið að vera saga þessa tímabils, við spilum mjög vel en uppskerum ekki neitt og það er mjög svekkjandi.“ Milos sá sig tilneyddan til að gera breytingu á liði sínu og gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik. „Geoffrey meiddist og fór út af í hálfleik. Hin skiptingin var vegna þess að þeir voru að skapa smá usla vinstra megin og Ívar var smá sjóveikur á leiðinni en ég tek það ekki sem afsökun. Mér fannst þessar skiptingar koma vel út en við gerðum ekki nóg í seinni hálfleik til að jafna eða vinna þennan leik,“ sagði Milos. Síðustu tvö töp Víkinga koma gegn liðum sem er spáð neðar en þeim, Grindavík og ÍBV í dag. „Já, þetta eru mikil vonbrigði og svona þróun segir ekkert annað en að við verðum í sama pakka og þessi tvö lið og við þurfum að hreinsa upp þennan skít í næstu viku, þar er erfiður leikur á móti Breiðablik,“ sagði Milos. Hann býst við einum leikmanni til vibótar áður en félagsskiptaglugginn lokar á morgun. „Við erum búnir að fá leikmann inn en ég veit ekki hvort félagsskiptin eru búin að ganga í gegn þau ættu að gera það á morgun í síðasta lagi. Það er kantmaður/framherji. Eins gott fyrir okkur að næla í hann sérstaklega þar sem Geoffrey [Castillion] meiðist í dag og þau meiðsli líta ekki vel út,“ sagði Milos að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Alvaro Montejo skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í rokleik í Vestmannaeyjum. 14. maí 2017 20:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Alvaro Montejo skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í rokleik í Vestmannaeyjum. 14. maí 2017 20:15