Búast við fleiri tölvuárásum á morgun Hulda Hólmkelsdóttir og Höskuldur Kári Schram skrifa 14. maí 2017 20:43 Sérfræðingar víða um heim búast fastlega við því að fleiri tölvuárásir verði gerðar á morgun þegar fólk mætir til vinnu. Árásin sem hófst á föstudag hefur þegar náð til 200þúsund tölva í rúmlega 150 löndum og er ein sú viðamesta í sögunni. Vírusinn sem notaður er í árásinni læsir tölvum notenda og getur fólk einungis opnað þær á ný með því að greiða tölvuþrjótunum lausnargjald. Vírusinn nýtir sér veikleika í Windows stýrikerfum, en sérfræðingar hafa sagt að tölvur sem eru uppfærðar reglulega og með nýjustu vírusvarnir eigi ekki að vera í hættu. Tölvukerfi í Bretlandi og Rússlandi urðu verst úti í árásinni á föstudag og sums staðar hafði þetta áhrif á starfsemi spítala. Europol og bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú málið en margt bendir til þess að árásin hafi verið skipulögð af mörgum tölvuþrjótum. Margir óttast frekari árásir á morgun þegar fólk mætir til vinnu eftir helgarfrí. Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. „Við höfum fengið eina tilkynningu sem gæti verið svona árás. Hún kom núna seinni partinn. Við eigum eftir að staðfesta hvers lags er og það verður gert í framhaldinu,“ segir Hrafnkell. „Ég mæli nú ekki með því að við sleppum því alfarið að kveikja á tölvunum en það eru ákveðnar aðgerðir sem ég myndi mæla með að væru gerðar. Þessi vírus dreifir sér með tvennum hætti. Annars vegar á klassískan hátt, með tölvupósti og linkum sem fólk smellir á. Þannig að fólk þarf að vera sérstaklega varkárt á morgun að smella ekki á neitt slíkt sem kemur inn til stofnunarinnar þeirra eða heim til þeirra nema það hreinlega búist við því að fá slíka linka eða viðhengi. Það er þannig að maður getur ekki endilega treyst því, þótt maður þekki sendandann, að það sé frá viðkomandi því það er mjög auðvelt að falsa tölvupóst,“ segir hann og bætir við að allar viðvaranir eigi við um almenning jafnt sem stofnanir og fyrirtæki. „Nú við mælum með því að uppfæra og setja öryggisuppfærslur á tölvur. Við teljum að það sé gríðarlega mikilvægt að það sé gert og við mælum með því að það sé gert áður en menn opna vafra eða tölvupóst hjá fyrirtækjum eða stofnunum. Að sjálfsögðu á það við allan almenning líka. Ég geri ráð fyrir því að fyrirtæki og stofnanir almennt taki öryggisafrit og brýni menn enn frekar til dáða hvað það varðar. Ég segi bara við alla einstaklinga: takið afrit, núna strax og geymið það ótengt tölvunni þannig ef að eitthvað áfall verður hjá ykkur þá eigið þið allavega gögnin ykkar.“ Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Sérfræðingar víða um heim búast fastlega við því að fleiri tölvuárásir verði gerðar á morgun þegar fólk mætir til vinnu. Árásin sem hófst á föstudag hefur þegar náð til 200þúsund tölva í rúmlega 150 löndum og er ein sú viðamesta í sögunni. Vírusinn sem notaður er í árásinni læsir tölvum notenda og getur fólk einungis opnað þær á ný með því að greiða tölvuþrjótunum lausnargjald. Vírusinn nýtir sér veikleika í Windows stýrikerfum, en sérfræðingar hafa sagt að tölvur sem eru uppfærðar reglulega og með nýjustu vírusvarnir eigi ekki að vera í hættu. Tölvukerfi í Bretlandi og Rússlandi urðu verst úti í árásinni á föstudag og sums staðar hafði þetta áhrif á starfsemi spítala. Europol og bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú málið en margt bendir til þess að árásin hafi verið skipulögð af mörgum tölvuþrjótum. Margir óttast frekari árásir á morgun þegar fólk mætir til vinnu eftir helgarfrí. Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. „Við höfum fengið eina tilkynningu sem gæti verið svona árás. Hún kom núna seinni partinn. Við eigum eftir að staðfesta hvers lags er og það verður gert í framhaldinu,“ segir Hrafnkell. „Ég mæli nú ekki með því að við sleppum því alfarið að kveikja á tölvunum en það eru ákveðnar aðgerðir sem ég myndi mæla með að væru gerðar. Þessi vírus dreifir sér með tvennum hætti. Annars vegar á klassískan hátt, með tölvupósti og linkum sem fólk smellir á. Þannig að fólk þarf að vera sérstaklega varkárt á morgun að smella ekki á neitt slíkt sem kemur inn til stofnunarinnar þeirra eða heim til þeirra nema það hreinlega búist við því að fá slíka linka eða viðhengi. Það er þannig að maður getur ekki endilega treyst því, þótt maður þekki sendandann, að það sé frá viðkomandi því það er mjög auðvelt að falsa tölvupóst,“ segir hann og bætir við að allar viðvaranir eigi við um almenning jafnt sem stofnanir og fyrirtæki. „Nú við mælum með því að uppfæra og setja öryggisuppfærslur á tölvur. Við teljum að það sé gríðarlega mikilvægt að það sé gert og við mælum með því að það sé gert áður en menn opna vafra eða tölvupóst hjá fyrirtækjum eða stofnunum. Að sjálfsögðu á það við allan almenning líka. Ég geri ráð fyrir því að fyrirtæki og stofnanir almennt taki öryggisafrit og brýni menn enn frekar til dáða hvað það varðar. Ég segi bara við alla einstaklinga: takið afrit, núna strax og geymið það ótengt tölvunni þannig ef að eitthvað áfall verður hjá ykkur þá eigið þið allavega gögnin ykkar.“
Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30
Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00