Lífið

Salvador Sobral fagnað sem þjóðhetju við heimkomuna

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Salvador Sobral var hógværðin uppmáluð.
Salvador Sobral var hógværðin uppmáluð. Vísir/EPA
Rúmlega 2.000 manns komu saman á Portela flugvellinum í Lissabon til að taka á móti Salvador Sobral, sigurvegara Eurovision þegar hann kom heim til Portúgal í dag.

Þetta er í fyrsta sinn sem Portúgal vinnur Eurovision þrátt fyrir að hafa tekið þátt alls 49 sinnum frá árinu 1964.

Það er því ekki að furða að Sobral hafi verið hampað sem þjóðhetju við komuna til Portúgal.

Sobral var þó hógværðin uppmáluð eins og venjulega og sagði „ég er ekki hetja, Ronaldo er hetja.“

Á blaðamannafundi á flugvellinum sagði Sobral að hann teldi að sigrar í slíkum keppnum væru hverfulir.

„Það sem ég þarf að gera er að halda áfram að búa til tónlist sem hefur einhvern boðskap og miðla honum til áhorfenda,“ sagði hann.

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá sigurflutning Sobral systkinanna frá því í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Portúgal vann Eurovision

Það var hinn portúgalski Salvador Sobral með lagið Amar Pelos Dois sem stóð uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.