Salvador Sobral: Hjartasjúklingurinn sem vann hug og hjörtu Evrópubúa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. maí 2017 10:12 Salvador Sobral. Vísir/EPA Portúgalsi hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. Salvador var auk þess auðmjúkur eftir sigurinn. „Hetja landsmanna? Ég held að alvöru hetjan sé Christiano Ronaldo.“Sobral er eins og flestum er kunnugt hjartasjúklingur og bíður raunar hjartaígræðslu. Hann mátti einungis vera í burtu frá heimalandi sínu í tvær vikur þar sem hann þarf að fara til baka í lyfjameðferð. Sobral gerir þó lítið úr veikindum sínum, þar sem „vandamál annarra eru mun stærri en hans.“ Þannig vakti Sobral til að mynda athygli á flóttamannastrauminum í Evrópu á blaðamannafundum fyrir keppnina.Ef ég er hér og hef athygli Evrópu á mér, er það minnsta sem ég get gert að vekja athygli á mannúðarmálum. Fólk sem kemur til Evrópu á bátum er ekki innflytjendur heldur flóttamenn sem flýja dauðann. Salvador Sobral er 27 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Lissabon þar sem hann hefur búið mest allt sitt líf en auk þess bjó hann um skamma stund í Bandaríkjunum í æsku. Salvador hefur frá upphafi haft gríðarlega mikinn áhuga á tónlist og var hann strax farinn að syngja í sjónvarpsþáttum þegar hann var 10 ára gamall. Þegar hann var tvítugur tók hann þátt í raunveruleikaþættinum Ídolos árið 2009 sem er portúgalska útgáfan af Idol. Þar lenti hann í sjöunda sæti. Sjá má prufu hans í keppninni hér að neðan. Athyglin sem hann hlaut í kjölfarið átti eftir að verða Salvador erfið. Salvador ákvað í kjölfarið að segja skilið við tónlistina og nema sálfræði í Lissabon árið 2011 en námið hentaði honum ekki og tókst Salvador í skamma stund á við eiturlyfjafíkn. Hann sigraðist þó á henni og flutti hann til Mallorca þar sem hann vann fyrir sér með því að syngja á börum. Hann hélt svo áfram að einbeita sér að tónlist og fór hann tónlistarnám í Barcelona og kláraði nám sitt þar árið 2014. Salvador er mikill aðdáandi jazz tónlistar og má heyra áhrif hennar í tónlist hans en hann er sérlega mikill aðdáandi jazz tónlistarmannsins Chet Baker. Salvador hefur gefið út tvö önnur lög auk lagsins sem hann flutti í Eurovision keppninni í gær en það eru lögin „Excuse me“ og „Nem Eu“ þar sem hann syngur annars vegar á ensku og portúgölsku. Þau má heyra hér að neðan. . . Eurovision Tengdar fréttir Þýddi portúgalska lagið yfir á íslensku Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er einn þeirra sem hefur heillast af einlægni Salvador og hefur hann þýtt texta lagsins yfir á íslensku. 13. maí 2017 21:05 Íslendingar misstu sig yfir sigurflutningi Sobral systkinanna Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum. 13. maí 2017 22:55 Svona kusu Íslendingar Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni. 13. maí 2017 23:24 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Portúgalsi hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. Salvador var auk þess auðmjúkur eftir sigurinn. „Hetja landsmanna? Ég held að alvöru hetjan sé Christiano Ronaldo.“Sobral er eins og flestum er kunnugt hjartasjúklingur og bíður raunar hjartaígræðslu. Hann mátti einungis vera í burtu frá heimalandi sínu í tvær vikur þar sem hann þarf að fara til baka í lyfjameðferð. Sobral gerir þó lítið úr veikindum sínum, þar sem „vandamál annarra eru mun stærri en hans.“ Þannig vakti Sobral til að mynda athygli á flóttamannastrauminum í Evrópu á blaðamannafundum fyrir keppnina.Ef ég er hér og hef athygli Evrópu á mér, er það minnsta sem ég get gert að vekja athygli á mannúðarmálum. Fólk sem kemur til Evrópu á bátum er ekki innflytjendur heldur flóttamenn sem flýja dauðann. Salvador Sobral er 27 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Lissabon þar sem hann hefur búið mest allt sitt líf en auk þess bjó hann um skamma stund í Bandaríkjunum í æsku. Salvador hefur frá upphafi haft gríðarlega mikinn áhuga á tónlist og var hann strax farinn að syngja í sjónvarpsþáttum þegar hann var 10 ára gamall. Þegar hann var tvítugur tók hann þátt í raunveruleikaþættinum Ídolos árið 2009 sem er portúgalska útgáfan af Idol. Þar lenti hann í sjöunda sæti. Sjá má prufu hans í keppninni hér að neðan. Athyglin sem hann hlaut í kjölfarið átti eftir að verða Salvador erfið. Salvador ákvað í kjölfarið að segja skilið við tónlistina og nema sálfræði í Lissabon árið 2011 en námið hentaði honum ekki og tókst Salvador í skamma stund á við eiturlyfjafíkn. Hann sigraðist þó á henni og flutti hann til Mallorca þar sem hann vann fyrir sér með því að syngja á börum. Hann hélt svo áfram að einbeita sér að tónlist og fór hann tónlistarnám í Barcelona og kláraði nám sitt þar árið 2014. Salvador er mikill aðdáandi jazz tónlistar og má heyra áhrif hennar í tónlist hans en hann er sérlega mikill aðdáandi jazz tónlistarmannsins Chet Baker. Salvador hefur gefið út tvö önnur lög auk lagsins sem hann flutti í Eurovision keppninni í gær en það eru lögin „Excuse me“ og „Nem Eu“ þar sem hann syngur annars vegar á ensku og portúgölsku. Þau má heyra hér að neðan. . .
Eurovision Tengdar fréttir Þýddi portúgalska lagið yfir á íslensku Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er einn þeirra sem hefur heillast af einlægni Salvador og hefur hann þýtt texta lagsins yfir á íslensku. 13. maí 2017 21:05 Íslendingar misstu sig yfir sigurflutningi Sobral systkinanna Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum. 13. maí 2017 22:55 Svona kusu Íslendingar Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni. 13. maí 2017 23:24 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Þýddi portúgalska lagið yfir á íslensku Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er einn þeirra sem hefur heillast af einlægni Salvador og hefur hann þýtt texta lagsins yfir á íslensku. 13. maí 2017 21:05
Íslendingar misstu sig yfir sigurflutningi Sobral systkinanna Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum. 13. maí 2017 22:55
Svona kusu Íslendingar Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni. 13. maí 2017 23:24