Innlent

Vélsleðamaður slasaðist í Þjófadölum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Um 80 sjálfboðaliðar úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar tóku þátt í aðgerðinni.
Um 80 sjálfboðaliðar úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar tóku þátt í aðgerðinni. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norður- og Suðurlandi voru kallaðar út um klukkan 17.30 í dag vegna vélsleðamanns sem slasaðist í Þjófadölum austan Langjökuls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til aðstoðar og flutti hún manninn á sjúkrahús. Ekki er vitað um meiðsli hans að svo stöddu.

Um 80 sjálfboðaliðar úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar tóku þátt í aðgerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×