Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Ásgeir Erlendsson skrifar 9. apríl 2017 14:32 Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að fá skýringar á athöfnum rannsóknarskipsins Seabed Constructor sem kom til hafnar í morgun. Vísir/Landhelgisgæslan/vilhelm Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að fá skýringar á athöfnum rannsóknarskipsins Seabed Constructor sem kom til hafnar í morgun. „Við urðum þess áskynja að þarna var skip búið að vera í það minnsta um nokkurra daga skeið, á sama punkti, þannig að við fórum að grennslast fyrir um athafnir þess. Við fengum óljós og misvísandi svör og sáum því ástæðu til að kanna málið frekar.“ Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni, 120 sjómílur suðaustur af landinu. Varðskipið Þór sigldi til móts við skipið og mætti því upp úr hádegi í gær en Seabed Constuctor lagðist svo að bryggju í Reykjavík í morgun. „Þetta er vel útbúið rannsóknarskip og samkvæmt íslenskum lögum þá er það algert skilyrði fyrir rannsóknum innan efnahagslögsögunnar að menn hafi fyrir því leyfi réttra stjórnvalda hér á Íslandi. Okkur þykir aldeilis ómögulegt að einhverjir útlendingar að gramsa í bakgarðinum hjá okkur án þess að við vitum nokkuð um það,“ segir Georg. Óljós svör hefðu fengist frá áhöfn skipsins þegar eftir því var leitað og Georg segir enn ekki fyllilega ljóst hver tilgangur ferðarinnar var. „Eins og málið stendur akkúrat núna þá er það frekar óljóst hvað þeir vilja meina. Það kemur vonandi í ljós þegar líður á daginn.“ Í yfirlýsingu frá lögmanni Advanced Marine Services sem fer fyrir leiðangrinum kemur fram að leiðangurinn sé gerður í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr þýska fraktskipinu Minden sem sökk innan efnahagslögsögunnar í seinna stríði. Í yfirlýsingunni segir sömuleiðis að félagið, skipstjóri skipsins og áhöfn þess hafi farið í einu og öllu að tilmælum íslenskra laga sem sem og ákvæðum þjóðarréttar vegna verkefnisins. Lögreglan annast rannsókn málsins og er gert ráð fyrir að skýrsla verði tekin af skipstjóranum seinna í dag. Tengdar fréttir Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að fá skýringar á athöfnum rannsóknarskipsins Seabed Constructor sem kom til hafnar í morgun. „Við urðum þess áskynja að þarna var skip búið að vera í það minnsta um nokkurra daga skeið, á sama punkti, þannig að við fórum að grennslast fyrir um athafnir þess. Við fengum óljós og misvísandi svör og sáum því ástæðu til að kanna málið frekar.“ Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni, 120 sjómílur suðaustur af landinu. Varðskipið Þór sigldi til móts við skipið og mætti því upp úr hádegi í gær en Seabed Constuctor lagðist svo að bryggju í Reykjavík í morgun. „Þetta er vel útbúið rannsóknarskip og samkvæmt íslenskum lögum þá er það algert skilyrði fyrir rannsóknum innan efnahagslögsögunnar að menn hafi fyrir því leyfi réttra stjórnvalda hér á Íslandi. Okkur þykir aldeilis ómögulegt að einhverjir útlendingar að gramsa í bakgarðinum hjá okkur án þess að við vitum nokkuð um það,“ segir Georg. Óljós svör hefðu fengist frá áhöfn skipsins þegar eftir því var leitað og Georg segir enn ekki fyllilega ljóst hver tilgangur ferðarinnar var. „Eins og málið stendur akkúrat núna þá er það frekar óljóst hvað þeir vilja meina. Það kemur vonandi í ljós þegar líður á daginn.“ Í yfirlýsingu frá lögmanni Advanced Marine Services sem fer fyrir leiðangrinum kemur fram að leiðangurinn sé gerður í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr þýska fraktskipinu Minden sem sökk innan efnahagslögsögunnar í seinna stríði. Í yfirlýsingunni segir sömuleiðis að félagið, skipstjóri skipsins og áhöfn þess hafi farið í einu og öllu að tilmælum íslenskra laga sem sem og ákvæðum þjóðarréttar vegna verkefnisins. Lögreglan annast rannsókn málsins og er gert ráð fyrir að skýrsla verði tekin af skipstjóranum seinna í dag.
Tengdar fréttir Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10
Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46