Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Ásgeir Erlendsson skrifar 9. apríl 2017 14:32 Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að fá skýringar á athöfnum rannsóknarskipsins Seabed Constructor sem kom til hafnar í morgun. Vísir/Landhelgisgæslan/vilhelm Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að fá skýringar á athöfnum rannsóknarskipsins Seabed Constructor sem kom til hafnar í morgun. „Við urðum þess áskynja að þarna var skip búið að vera í það minnsta um nokkurra daga skeið, á sama punkti, þannig að við fórum að grennslast fyrir um athafnir þess. Við fengum óljós og misvísandi svör og sáum því ástæðu til að kanna málið frekar.“ Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni, 120 sjómílur suðaustur af landinu. Varðskipið Þór sigldi til móts við skipið og mætti því upp úr hádegi í gær en Seabed Constuctor lagðist svo að bryggju í Reykjavík í morgun. „Þetta er vel útbúið rannsóknarskip og samkvæmt íslenskum lögum þá er það algert skilyrði fyrir rannsóknum innan efnahagslögsögunnar að menn hafi fyrir því leyfi réttra stjórnvalda hér á Íslandi. Okkur þykir aldeilis ómögulegt að einhverjir útlendingar að gramsa í bakgarðinum hjá okkur án þess að við vitum nokkuð um það,“ segir Georg. Óljós svör hefðu fengist frá áhöfn skipsins þegar eftir því var leitað og Georg segir enn ekki fyllilega ljóst hver tilgangur ferðarinnar var. „Eins og málið stendur akkúrat núna þá er það frekar óljóst hvað þeir vilja meina. Það kemur vonandi í ljós þegar líður á daginn.“ Í yfirlýsingu frá lögmanni Advanced Marine Services sem fer fyrir leiðangrinum kemur fram að leiðangurinn sé gerður í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr þýska fraktskipinu Minden sem sökk innan efnahagslögsögunnar í seinna stríði. Í yfirlýsingunni segir sömuleiðis að félagið, skipstjóri skipsins og áhöfn þess hafi farið í einu og öllu að tilmælum íslenskra laga sem sem og ákvæðum þjóðarréttar vegna verkefnisins. Lögreglan annast rannsókn málsins og er gert ráð fyrir að skýrsla verði tekin af skipstjóranum seinna í dag. Tengdar fréttir Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að fá skýringar á athöfnum rannsóknarskipsins Seabed Constructor sem kom til hafnar í morgun. „Við urðum þess áskynja að þarna var skip búið að vera í það minnsta um nokkurra daga skeið, á sama punkti, þannig að við fórum að grennslast fyrir um athafnir þess. Við fengum óljós og misvísandi svör og sáum því ástæðu til að kanna málið frekar.“ Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni, 120 sjómílur suðaustur af landinu. Varðskipið Þór sigldi til móts við skipið og mætti því upp úr hádegi í gær en Seabed Constuctor lagðist svo að bryggju í Reykjavík í morgun. „Þetta er vel útbúið rannsóknarskip og samkvæmt íslenskum lögum þá er það algert skilyrði fyrir rannsóknum innan efnahagslögsögunnar að menn hafi fyrir því leyfi réttra stjórnvalda hér á Íslandi. Okkur þykir aldeilis ómögulegt að einhverjir útlendingar að gramsa í bakgarðinum hjá okkur án þess að við vitum nokkuð um það,“ segir Georg. Óljós svör hefðu fengist frá áhöfn skipsins þegar eftir því var leitað og Georg segir enn ekki fyllilega ljóst hver tilgangur ferðarinnar var. „Eins og málið stendur akkúrat núna þá er það frekar óljóst hvað þeir vilja meina. Það kemur vonandi í ljós þegar líður á daginn.“ Í yfirlýsingu frá lögmanni Advanced Marine Services sem fer fyrir leiðangrinum kemur fram að leiðangurinn sé gerður í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr þýska fraktskipinu Minden sem sökk innan efnahagslögsögunnar í seinna stríði. Í yfirlýsingunni segir sömuleiðis að félagið, skipstjóri skipsins og áhöfn þess hafi farið í einu og öllu að tilmælum íslenskra laga sem sem og ákvæðum þjóðarréttar vegna verkefnisins. Lögreglan annast rannsókn málsins og er gert ráð fyrir að skýrsla verði tekin af skipstjóranum seinna í dag.
Tengdar fréttir Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira
Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10
Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46