Erlent

Fjöldaaftökur framundan í Arkansas

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jason McGehee, sem hér er neðstur til vinstri á mynd, verður mögulega þyrmt.
Jason McGehee, sem hér er neðstur til vinstri á mynd, verður mögulega þyrmt. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Arkansas í Bandaríkjunum hafa í hyggju að aflífa átta menn á tíu daga tímabili síðar í mánuðinum. Aftökurnar munu fara fram á tímabilinu 17. til 27. apríl næstkomandi. Fréttastofa NBC greindi frá þessu á dögunum.

Þetta er gert vegna þess að eitt lyfjanna sem notað er við aftökur, rennur út í lok mánaðarins. Ákvörðun yfirvalda hefur sætt mikilli gagnrýni en hún er talin einkar ómannúðleg.

Fáheyrt er að svo mörgum dauðarefsingum sé framfylgt á svo stuttum tíma en enginn hefur verið tekinn af lífi í Arkansas síðan árið 2005.

Þó gæti svo farið að einum fanganna, Jason McGehee, verði þyrmt en beiðni hans um frestun aftöku hefur verið samþykkt af skilorðsnefnd.

Fjórir úr hópnum höfðu einnig lagt inn sambærilegar beiðnir en þeim var öllum hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×