Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2017 09:10 Mynd af Seabed Constructor sem tekin var um borð í varðskipinu Þór. Mynd/Landhelgisgæslan Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor er komið til hafnar í Reykjavík. RÚV greinir frá. Skipið lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun en í gær stefndi Landhelgisgæslan skipinu til lands vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. Skipið hafði lagt úr höfn í Reykjavík 22. mars og hafði það haldið sig á afmörkuðu svæði um 120 sjómílur suðaustur af landinu. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar óskaði skýringa á athöfnum skipsins en fengust óljós svör og því var ákveðið að skipinu yrði stefnt til hafnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun nú taka við rannsókn málsins og verður tekin skýrsla af skipstjóranum og dagbækur og búnaður skipsins rannsakaður.Frétt uppfærð kl. 10:07: Í tilkynningu frá lögmanni félagsins Advanced Marine Services, Braga Dór Hafþórssyni, kemur fram að skipið Seabed Constructor sé í leiðangri á vegum félagsins, í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr tuttugustu aldar fraktskipi sem sökk innan efnahagslögsögu Íslands. Félagið Advanced Marine Services sé félag sem sé skráð á Cayman eyjum en hafi starfsemi í Bretlandi. Tekið er fram að félagið, skipstjóri skipsins og áhöfn þess hafi farið í einu og öllu að tilmælum íslenskra laga sem og ákvæðum þjóðarréttar vegna verkefnisins og eru í fullu samstarfi við íslensk yfirvöld vegna málsins. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor er komið til hafnar í Reykjavík. RÚV greinir frá. Skipið lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun en í gær stefndi Landhelgisgæslan skipinu til lands vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. Skipið hafði lagt úr höfn í Reykjavík 22. mars og hafði það haldið sig á afmörkuðu svæði um 120 sjómílur suðaustur af landinu. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar óskaði skýringa á athöfnum skipsins en fengust óljós svör og því var ákveðið að skipinu yrði stefnt til hafnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun nú taka við rannsókn málsins og verður tekin skýrsla af skipstjóranum og dagbækur og búnaður skipsins rannsakaður.Frétt uppfærð kl. 10:07: Í tilkynningu frá lögmanni félagsins Advanced Marine Services, Braga Dór Hafþórssyni, kemur fram að skipið Seabed Constructor sé í leiðangri á vegum félagsins, í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr tuttugustu aldar fraktskipi sem sökk innan efnahagslögsögu Íslands. Félagið Advanced Marine Services sé félag sem sé skráð á Cayman eyjum en hafi starfsemi í Bretlandi. Tekið er fram að félagið, skipstjóri skipsins og áhöfn þess hafi farið í einu og öllu að tilmælum íslenskra laga sem og ákvæðum þjóðarréttar vegna verkefnisins og eru í fullu samstarfi við íslensk yfirvöld vegna málsins.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira