Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum Smári Jökull Jónsson skrifar 9. apríl 2017 19:45 Theodór Sigurbjörnsson, leikmaður ÍBV. vísir/eyþór ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. Það var mikil eftirvænting fyrir leikinn í Eyjum í dag. Liðin mættust í síðustu umferð deildarkeppninnar og þar voru mikil læti á milli leikmanna sem og þjálfara liðsins. Eyjamenn höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik. Valsmenn skoruðu reyndar fyrsta markið en eftir það voru það heimamenn sem leiddu, mest með fjórum mörkum. Eyjamenn misstu reyndar tvo leikmenn útaf meidda í upphafi, þá Sigurberg Sveinsson og Magnús Stefánsson en sá síðarnefndi var borinn útgaf á börum. Sigurberug kom fljótlega inn aftur. Vörn ÍBV var afar sterk og Stephen Nielsen ágætur þar fyrir aftan. Valsmenn héldu þó muninum yfirleitt í einu til tveimur mörkum. Þeir fóru afar illa með yfirtöluna og voru í tvígang einum fleiri án þess að skora. Undir lok hálfleiksins komst ÍBV síðan í 14-10 og Stephen Nielsen varði víti Josep Juric eftir að tíminn rann út og munurinn fjögur mörk í hálfleik og það þrátt fyrir að ÍBV hefði misnotað tvö vítaskot. Svipað var uppi á teningunum framan af seinni hálfleik. ÍBV hélt forystunni í 2-4 mörkum en voru vandræðum með hrista gestina af sér sem að sama skapi náðu ekki að minnka muninn í meira en tvö mörk. Stephen Nielsen var góður í marki ÍBV á meðan markmenn Vals voru ekki að verja nógu vel. Síðustu 15 mínútur leiksins voru svo algerlega eign Eyjamanna. Þeir lokuðu vörninni og Valsmenn skoruðu ekki í 8 mínútur. Eyjamenn fengu hraðaupphlaup og komust í 8 marka forystu 26-18 þegar um sex mínútur voru eftir. Þann mun náðu Valsmenn aldrei að brúa og ÍBV vann frekar þægilegan sigur, lokatölur 29-21 og ÍBV því komið með yfirhöndina í einvíginu og geta tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á Hlíðarenda á miðvikudag. Theodór Sigurbjörnsson skoraði 6 mörk fyrir ÍBV og Róbert Aron Hostert 4 og Stephen Nielsen varði 17 skot í markinu. Hjá Val var Josep Juric markhæstur með 5 mörk og markmennirnir vörðu samtals 10 skot. Óskar Bjarni: Ég hef húmor fyrir þessuÓskar Bjarni Óskarsson hafði húmor fyrir söng sem stuðningsmenn ÍBV sungu í leiknum í dag.vísir/antonÓskar Bjarni Óskarsson annar af þjálfurum Vals sagði sitt lið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag en ÍBV vann átta marka sigur 29-21 og er komið með yfirhöndina í einvíginu. „Við vorum alltaf að elta, mér fannst við ekki ná takti hvorki varnarlega né sóknarlega. Við vorum ekki að ná hraðaupphlaupum og ekki að ná að brjóta mikið á þeim og stjórna leiknum. Þeir stjórnuðu leiknum og voru bara betri og áttu skilið að vinna þennan leik. Það skemmtilega við úrslitakeppnina er að það er bara 1-0,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi eftir leik. „Við þurfum bara að gera miklu betur á öllum vígstöðum. Vörn, hraðaupphlaup, sókn og hlaupa aftur. Til að vinna Eyjamenn þarftu að eiga toppleik. Það vantaði áræðni í þessu og ef við náum því ekki erum við í vandræðum. Við eigum þar inni og við náum því fram.“ Valsmenn voru alltaf að elta í leiknum í dag og það var eins og það hefði vantað meiri ákefð í þeirra lið í dag. Stemningin á pöllunum var frábær og stuðningsmenn Vals mættu til Eyja með Herjólfi. „Alveg frábært að spila hérna, mikil stemmning og alltaf gaman að koma til Eyja. Ég hef oft sagt að þetta sé skemmtilegasti útivöllurinn að koma á. Þó ákveðnir hlutir hafi ekki verið að ganga upp þá vorum við fínir að halda niðri muninum. Svo hentum við þessu frá okkur í lokin og þá var þetta erfitt.“ Það voru töluverð læti eftir leik liðanna í deildarkeppninni í síðustu viku og meðal annars tókust þeir á þjálfararnir, Óskar Bjarni og Arnar Pétursson. Stuðningsmannasveit ÍBV lét Óskar stundum heyra það í dag og söng orðin sem Arnar notaði um kollega sinn eftir síðasta leik. „Það er allt komið í gott mál. Hann var að verja sinn leikmann og við aðeins að takast á sem við höfum gert síðan við vorum 13-14 ára og orðið rólegir strax á eftir. Helst viljum við ekkert vera að ræða þetta heldur leyfa leikmönnum að eiga sviðið. Strax eftir leikinn um daginn var þetta ekkert vandamál.“ „Eyjamenn voru eitthvað að kalla í dag og blessaður vertu, ég hef húmor fyrir þessu. Þetta er skemmtilegur þjóðflokkur hérna og yndislegt fólk. Við þurfum bara að koma hérna aftur því það er svo hrikalega gaman að vera hérna.“ Valsmenn fara ekki í sumarfrí þó þeir detti úr leik á miðvikudaginn því þeir eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppninni. Er sú keppni eitthvað að trufla leikmenn Vals í úrslitakeppninni? „Hún truflar ekkert hér, hún á ekki að gera það. Við höfum spilað mikið af leikjum sem við höfum grætt á og þetta á ekkert að hafa áhrif. Nú byrjar ný keppni, síðasta umferðin í deildinni var erfið og nú er bara nýtt líf og við þurfum að nýta það,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Arnar: Þurfum að eiga toppleik á miðvikudagArnar Pétursson, þjálfari ÍBV.vísir/ernirArnar Pétursson þjálfari ÍBV var ánægður með leik sinna manna gegn Val í dag og hrósaði stuðningsmannasveit ÍBV, Hvítu riddurunum, fyrir sína frammistöðu á pöllunum. „Þetta er það sem við bíðum eftir í 10-11 mánuði, tíminn þar sem allt fer á fullt og allir vel einbeittir og flottir. Lífið kviknar í þessu núna, það er engin spurning,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik en stemningin á pöllunum í Eyjum í dag var frábær. ÍBV náði forystunni í upphafi leiks og leiddu með 2-4 mörkum nær allan leikinn. Þeir voru lengi í vandræðum með að hrista Valsmenn af sér en stungu af á lokamínútum leiksins. „Við vorum alltaf skrefinu á undan þeim. Valsmenn eru samt það góðir og með flotta leikmenn að þeir eru alltaf líklegir. Þó við vinnum með 8 mörkum þá segir það ekkert allt. Þetta var hörkuleikur í 55 mínútur,“ bætti Arnar við. Eyjamenn misstu einn sinn besta varnarmann, Magnús Stefánsson, af velli í fyrri hálfleik eftir að hann fékk höfuðhögg. Vörnin stóð sig hins vegar með prýði allan leikinn enda skoruðu Valsmenn ekki nema 21 mark í dag. „Við missum Magga sem er vissulega hjartað í vörninni með Sindra en Brynjar Karl er ógeðslega flottur og Elliði er ungur og flottur líka og þeir leystu hlutverk Magga með sóma í dag,“ sagði Arnar og bætti við að hann byggist við að Magnús yrði með í leiknum á miðvikudag. „Já, ég á von á því. Hann vildi fara inn í seinni hálfleik en við vildum ekki taka neina áhættu enda höfuðmeiðsli og við verðum að fara varlega með það.“ Arnar var ekkert að fara fram úr sér þrátt fyrir öruggan sigur í dag og sagði að ÍBV þyrfti toppleik til að vinna í Valsheimilinu á miðvikudag. „Við hefðum getað nýtt dauðafærin betur en heilt yfir er ég nokkuð sáttur. Við spiluðum við virkilega gott Valslið og leiddum allan tímann. Við vitum vel að það er nóg eftir af þessu. Þeir eru frábærir, eru bikarmeistarar og eins og ég hef stundum sagt verðandi Evrópumeistarar. Við þurfum að eiga toppleik á miðvikudaginn ef við ætlum að komast áfram.“ Hvítu riddararnir létu vel í sér heyra á pöllunum í dag og Arnar sagðist eiga von á að þeir myndu mæta í Valshöllina á miðvikudaginn þegar annar leikurinn í einvíginu fer fram. „Þeir koma eflaust til með að mæta einhverjir. Það fer svolítið eftir hvort Landeyjahöfn er fær eða ekki en við munum gera okkar besta til að koma þeim sem flestum yfir.“ „Þetta eru ungir strákar sem ganga stundum of langt. En á meðan þeir eru að styðja okkur þá get ég ekki verið annað en gríðarlega stoltur af þeim. Þeir eru krydd í handboltann sem hefur vantað og þeir eru að lyfta þessu upp. Heilt yfir eru þetta frábærir og skemmtilegir strákar sem dansa á línunni en þetta var í lagi í dag,“ sagði Arnar Pétursson að lokum. Theodór: Stýrðum leiknum frá A til ÖTheodór var markahæstur hjá ÍBV í dag.vísir/stefánTheodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV gegn Val í dag eins og svo oft áður. Hann var virkilega ánægður með leik Eyjaliðsins í dag. „Ég er mjög sáttur. Við stýrum leiknum frá A til Ö og vorum virkilega góðir í vörn og sókn og Stephen flottur á bakvið vörnina.“ ÍBV leiddi allan leikinn og fór illa með nokkur færi til að auka muninn enn frekar. Hefðu þeir átt að vera búnir að klára leikinn fyrr? „Ekkert frekar. Við vorum með 3-4 mörk í forystu og svo klárum við þetta þegar það var korter eftir. Þetta var gríðarlega flottur leikur.“ „Þegar við náum upp góðri vörn þá er markmaðurinn flottur fyrir aftan okkur. Við fengum líka nokkur hraðaupphlaup og það skilar góðum árangri,“ bætti Theodór við. Theodór misnotaði sjálfur tvö vítaköst í dag en auk þeirra misnotuðu Eyjamenn í þrígang tækifæri til að skora í tómt mark Vals. „Maður kíkir á þetta og kemur sterkari til leiks á miðvikudag. Þeir hljóta að ætla að svara fyrir tapið í dag og við þurfum að vera undir það búnir,“ sagði Theodór að lokum. 29-21 (Leik lokið) Eyjamenn vinna öruggan sigur eftir að hafa stungið af á síðustu 15 mínútunum. 29-20 (59.mín) Elliði skorar sitt annað mark eftir frábæra sendingu frá Degi. Eyjamenn að leika sér að Valsmönnum og Hvítu Riddararnir fara hamförum á hliðarlínunni, syngja Valslagið til að strá salti í sárið. 28-20 (57.mín) Dagur Arnarsson skorar og tryggir þetta endanlega. Kolbenn kominn í markið og Elliði skorar í tómt markið eftir góða sendingu Kolbeins fram völlinn. 26-19 (55.mín) Alexander Örn skorar eftir 8 langar markalausar mínútur hjá Val. 26-18 (54.mín) Munurinn 8 mörk og ég sé Valsmenn ekki koma til baka úr þessu. Sigurður átti að verja þetta skot frá Agnari Smára sem lak inn. 25-18 (53.mín) Eru Eyjamenn að klára þetta? Vinna boltann og Theodór skorar úr hraðaupphlaupi. Munurinn 7 mörk og rúmar sjö mínútur eftir. 24-18 (52.min) Loksins ná Eyjamenn muninum í meira en fjögur mörk. Theodór skorar úr víti. Vörn Eyjamanna hrikalega öflug, vinna boltann í enn eitt skipti og Grétar skorar úr hraðaupphlaupi. 22-18 (50.mín) Enn eru Eyjamenn að fara illa með dauðafærin. Í þetta sinn var það Sigurbergur sem var kominn einn í hraðaupphlaup og skaut í stöng. Þrjú víti, hraðaupphlaup og tvö skot sem ekki hafa hitt tómt mark. Það gæti verið dýrt og Valsmenn klaufar að hafa ekki nýtt sér þetta betur. 22-18 (48.mín) Juric kastar á drauginn Kasper í horninu. Eyjamenn fara í sókn og Sigurbergur kemur muninum á ný í fjögur mörk. 21-18 (47.mín) Þriðja vítið forgörðum hjá ÍBV, í þetta sinn ver Hlynur frá Kára. Valsmenn minnka muninn enn og aftur í tvö mörk. Óskar Bjarni tekur leikhlé þegar um 13 mínútur eru eftir. 21-18 (46.mín) Theódór skorar glæsilegt sirkusmark eftir sendingu frá Agnari. Ýmir minnkar muninn strax í kjölfarið og Sindri er rekinn af velli með tvær mínútur. 19-17 (44.mín) Valsmenn einum fleiri eftir að Brynjar Karl fær tvær mínútur. Atli Karl Bachman skorar úr horninu og nú ná Valsmenn að nýta yfirtöluna. 19-16 (43.mín) Anton skorar eftir gott gegnumbrot. Róbert Aron fær meðhöndlun utan vallar en virðist vera í lagi, smá nudd fyrir lokaátökin. 19-15 (40.mín) Brynjar Karl skorar úr hraðaupphlaupi eftir að Kári hafði skorað úr víti rétt áður. Munurinn fjögur mörk á ný. Valsmönnum gengur illa að ná honum niður fyrir tvö mörkin. 17-15 (37.mín) Anton skorar eftir að hafa hirt frákast eftir skot Juric. Munurinn tvö mörk og Eyjamenn í smá vandræðum. 17-14 (36.mín) Sindri fær 2 mínútur fyrir að öskra að Juric sem hann vildi meina að hefði verið með leikaraskap. Orri Freyr skorar svo af línunni og munurinn 3 mörk. 17-13 (35.mín) Sigurður Ingiberg ver frábærlega frá Kára á línunni. Valsmenn geta minnkað muninn í 3 mörk. 16-11 (32.mín) Juric með ótímabært skot sem Nielsen ver. Grétar Þór skorar svo í tómt markið með skoti frá eigin endalínu. Orri er fljótur að minnka muninn en Sindri eykur hann á ný í fimm mörk. 14-10 (31.mín) Leikurinn kominn af stað og Valsmenn byrja seinni hálfleikinn í sókn. Þeir eru einum færri í 47 sekúndur til viðbótar og vilja eflaust reyna að spila í sókn eins lengi og þeir geta af þeim tíma. 14-10 (Hálfleikur) Róbert Aron er markahæstur Eyjamanna með 4 mörk og Theodór hefur skorað 3 en hann hefur misnotað tvö víti. Hjá Val er Juric markahæstur með 4 mörk og Vignir, Alexander og Ólafur Ægir hafa skorað 2 hver. Stephen Nielsen er með 9 skot varin hjá ÍBV og Hlynur Morthens 5 fyrir Val. 14-10 (Fyrri hálfleik lokið) Stephen ver víti frá Juric eftir að tíminn er liðinn og munurinn því fjögur mörk í hálfleik. Theodór gat komið ÍBV í 15-10 rétt áður en hitti ekki tómt markið þegar hann skaut frá vítateig. 14-10 (29.mín) Aftur ver Stephen, nú frá Sveini Aroni úr góðu færi í horninu. Enn eru Valsmenn ekki að nýta yfirtöluna. Alexander Örn fær tveggja mínútna brottvísun hinu megin og Kári skorar úr vítinu. 2-0 fyrir ÍBV einum færri og fjögurra marka munur. 13-10 (28.mín) Stephen ver slakt skot Antons og Eyjamenn halda í sókn. Stephen fer út og Eyjamenn því sex í sókninni. Sigurbergur skorar gott mark. 12-10 (27.mín) Löng sókn Vals endar með skoti Alexanders en Elliði snær ýtir á hann í loftinu og fær tveggja mínútna brottvísun. 12-10 (26.mín) Hlynur ver og Valsmenn fá annað tækifæri til að minnka muninn í eitt mark. 12-10 (25.mín) Theodór skýtur aftur í tréverkið úr víti, í þetta sinn í slána. Valsmenn geta minnkað muninn í eitt mark en fá dæmdan á sig ruðning. Klaufalegt. 12-9 (23.mín) Róbert skorar og Eyjamenn vinna boltann aftur og fá víti. Theodór skýtur hins vegar í stöng. Svo bregðast krosstré sem önnur. 11-9 (20.mín) Alexander Örn missir boltann klaufalega og Brynjar Karl Óskarsson, af öllum, er fyrstur fram og skorar og kemur Eyjamönnum fjórum mörkum yfir. Alexander skorar svo í næstu sókn, klobbar Stephen. Vill sjálfsagt skjóta sem lengst frá hausnum á Stephen núna. Valsmenn vinna svo boltann á ný og Ólafur Ægir skorar. 10-7 (19.mín) Róbert Aron kemur ÍBV þremur mörkum yfir með góðu skoti fyrir utan og Valsmenn taka leikhlé. ÍBV vörnin hefur verið sterk hingað til og Stephen er farinn að verja, kominn með 5 skot en Hlynur 4 fyrir Val. 9-7 (18.mín) Magnús Stefánsson gengur hér aftur inn í sal, spurning hvort hann komi meira við sögu. Valsmenn skoruðu ekki á meðan þeir voru einum fleiri eftir að Róbert var rekinn út. Enn tveggja marka munur. 8-6 (15.mín) Liðin halda áfram að skora á víxl. Theodór með frábært mark úr þröngu færi, sneri boltann framhjá Hlyn. Það er púað á Juric eftir leikaraskapinn áðan, mikil stemmning hér í Eyjum. 7-5 (13.mín) Vignir skorar sitt annað mark en Agnar Smári brýst í gegn hinu megin og skorar. Sigurbergur kominn aftur inn hjá ÍBV. 6-4 (11.mín) Theodór skorar úr hraðaupphlaupi eftir magnaða sendingu frá Stephen. Sýndist að bekkurinn hjá ÍBV hefði verið að fá þau skilaboð að Magnús kæmi ekki aftur inn. Það er slæmt fyrir heimamenn. 5-4 (10.mín) Juric skorar sitt þriðja mark og Hlynur ver síðan frá Róberti hinu megin. 5-3 (8.mín) Þá liggur Magnús Stefánsson skyndilega á miðjum vellinum og þeir eru mættir með börur. Ég sá ekkert hvað gerðist, hann allt í einu lá þegar ÍBV var í miðri sókn upp völlinn. Einhverjir tala um árekstur og högg á höfuðið. Magnús er allavega borinn útaf. Tveir farnir út meiddir hjá ÍBV. 5-3 (8.mín) Theódór skorar úr víti og kemur ÍBV tveimur mörkum yfir. Sigurbergur er enn utan vallar og spurning hvort hann sé eitthvað að koma aftur inn. Það væri áfall fyrir Eyjamenn að missa hann. 4-3 (7.mín) Róbert skorar yfir allan völlinn og kemur ÍBV yfir eftir að Grétar hafði jafnað. Juric fer svo niður í næstu sókn er augljóslega með leikaraskap og fær tiltal frá dómurunum. 2-3 (4.mín) Það tók ekki langan tíma að fá fyrstu tvær mínúturnar. Þær fékk Orri Freyr fyrir að fara í andlitið á Agnari Smára. Eyjamenn fljotir að nýta sér það og Róbert skorar. Sigurbergur meiðist eitthvað í kjölfarið, vonandi að það sé ekki alvarlegt. Juric skorar svo strax í kjölfarið og kemur Val yfir á ný. 1-1 (2.mín) Vignir skoraði fyrir Val úr horninu en Kári var fljótur að jafna. Hlynur Morthens byrjar í marki Vals og í sókn ÍBV eru það Sigurbergur, Kári, Theodór, Agnar Smári, Róbert Aron og Grétar Þór sem byrja.0-0 (1.mín) Agnar Smári með fyrsta skotið sem fer vel yfir. Vignir, Juric, Anton, Ólafur Ægir, Sveinn og Orri Freyr byrja í sókninni hjá Val. Stephen í marki ÍBV.16:58: Þvílikt show!! Ljósashow, eldvél og ég veit ekki hvað. Geggjað! Þetta er að hefjast.16:50: Fagurblái dúkurinn er kominn á gólfið hér í Eyjum en hann er settur sérstaklega á fyrir leiki þar sem dúkurinn sem er undir er kominn til ára sinna og orðinn lélegur. Þeir eru ekkert að grínast með þetta hér í Eyjum, smella bara gólfi á fyrir hvern leik.16:47: Rúmar 10 mínútur í leik og það er er orðið þéttsetið á pöllunum. Þeir Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson sjá um að dæma leikinn hér á eftir og þeir eru að sjálfsögðu mættir á svæðið í upphitun.16:43: Valur vann tvo af leikjum liðanna í vetur en ÍBV einn. Valur vann 30-27 í Eyjum í október og svo á ný, 28-24, að Hlíðarenda í desember. ÍBV vann svo eins marks sigur í Valshöllinni í vikunni, 30-29.16:40: Valsmenn féllu alla leið niður í 7.sæti við tapið gegn ÍBV um daginn sem er töluvert neðar en búist var við fyrir tímabilið. Þeir eru ríkjandi bikarmeistarar og sjálfsagt engir óskamótherjar fyrir ÍBV.16:35: Liðin mættust í síðustu umferð deildarkeppninnar og þar voru heldur betur læti. Stephen Nielsen lenti þá í útistöðum við Alexander Örn Júlíusson eftir að sá síðarnefndi hafði skotið tvisvar sinnum í andlit markvarðarins knáa. Nielsen fékk rautt spjald og svo blátt sem samkvæmt mínum heimildum var svo síðar dregið til baka. Það er því ólíklegt að hann fari í bann. Arnar Pétursson og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfarar liðanna lentu í orðaskaki eins og frægt er orðið þar sem Arnar skellti í eitt "fokkaðu þér" við kollega sinn. Það myndi því ekkert koma neitt rosalegt á óvart ef það verður hiti í mönnum hér á eftir.16:30: Stuðningsmenn Vals er að mæta í hús hér í þessum skrifuðu orðum. Þeir skelltu sér í Herjólf með bongótrommuna sem mun eflaust verða mikið notuð á eftir. Hvítu Riddararnir eru byrjaðir að koma sér fyrir og þeir munu vafalaust láta vel í sér heyra sömuleiðis.16:30: Því miður er Boltavaktin ekki enn tilbúin eftir breytingarnar sem voru gerðar á Vísi fyrir skömmu og því verður textalýsing héðan úr Eyjum í dag.16:25: Góðan daginn og verið velkomin með Vísi til Vestmannaeyja þar sem ÍBV tekur á móti Val í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar. Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Ég hef húmor fyrir þessu Óskar Bjarni Óskarsson annar af þjálfurum Vals sagði sitt lið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag en ÍBV vann átta marka sigur og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í leik liðanna á miðvikudag. 9. apríl 2017 19:33 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. Það var mikil eftirvænting fyrir leikinn í Eyjum í dag. Liðin mættust í síðustu umferð deildarkeppninnar og þar voru mikil læti á milli leikmanna sem og þjálfara liðsins. Eyjamenn höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik. Valsmenn skoruðu reyndar fyrsta markið en eftir það voru það heimamenn sem leiddu, mest með fjórum mörkum. Eyjamenn misstu reyndar tvo leikmenn útaf meidda í upphafi, þá Sigurberg Sveinsson og Magnús Stefánsson en sá síðarnefndi var borinn útgaf á börum. Sigurberug kom fljótlega inn aftur. Vörn ÍBV var afar sterk og Stephen Nielsen ágætur þar fyrir aftan. Valsmenn héldu þó muninum yfirleitt í einu til tveimur mörkum. Þeir fóru afar illa með yfirtöluna og voru í tvígang einum fleiri án þess að skora. Undir lok hálfleiksins komst ÍBV síðan í 14-10 og Stephen Nielsen varði víti Josep Juric eftir að tíminn rann út og munurinn fjögur mörk í hálfleik og það þrátt fyrir að ÍBV hefði misnotað tvö vítaskot. Svipað var uppi á teningunum framan af seinni hálfleik. ÍBV hélt forystunni í 2-4 mörkum en voru vandræðum með hrista gestina af sér sem að sama skapi náðu ekki að minnka muninn í meira en tvö mörk. Stephen Nielsen var góður í marki ÍBV á meðan markmenn Vals voru ekki að verja nógu vel. Síðustu 15 mínútur leiksins voru svo algerlega eign Eyjamanna. Þeir lokuðu vörninni og Valsmenn skoruðu ekki í 8 mínútur. Eyjamenn fengu hraðaupphlaup og komust í 8 marka forystu 26-18 þegar um sex mínútur voru eftir. Þann mun náðu Valsmenn aldrei að brúa og ÍBV vann frekar þægilegan sigur, lokatölur 29-21 og ÍBV því komið með yfirhöndina í einvíginu og geta tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á Hlíðarenda á miðvikudag. Theodór Sigurbjörnsson skoraði 6 mörk fyrir ÍBV og Róbert Aron Hostert 4 og Stephen Nielsen varði 17 skot í markinu. Hjá Val var Josep Juric markhæstur með 5 mörk og markmennirnir vörðu samtals 10 skot. Óskar Bjarni: Ég hef húmor fyrir þessuÓskar Bjarni Óskarsson hafði húmor fyrir söng sem stuðningsmenn ÍBV sungu í leiknum í dag.vísir/antonÓskar Bjarni Óskarsson annar af þjálfurum Vals sagði sitt lið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag en ÍBV vann átta marka sigur 29-21 og er komið með yfirhöndina í einvíginu. „Við vorum alltaf að elta, mér fannst við ekki ná takti hvorki varnarlega né sóknarlega. Við vorum ekki að ná hraðaupphlaupum og ekki að ná að brjóta mikið á þeim og stjórna leiknum. Þeir stjórnuðu leiknum og voru bara betri og áttu skilið að vinna þennan leik. Það skemmtilega við úrslitakeppnina er að það er bara 1-0,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi eftir leik. „Við þurfum bara að gera miklu betur á öllum vígstöðum. Vörn, hraðaupphlaup, sókn og hlaupa aftur. Til að vinna Eyjamenn þarftu að eiga toppleik. Það vantaði áræðni í þessu og ef við náum því ekki erum við í vandræðum. Við eigum þar inni og við náum því fram.“ Valsmenn voru alltaf að elta í leiknum í dag og það var eins og það hefði vantað meiri ákefð í þeirra lið í dag. Stemningin á pöllunum var frábær og stuðningsmenn Vals mættu til Eyja með Herjólfi. „Alveg frábært að spila hérna, mikil stemmning og alltaf gaman að koma til Eyja. Ég hef oft sagt að þetta sé skemmtilegasti útivöllurinn að koma á. Þó ákveðnir hlutir hafi ekki verið að ganga upp þá vorum við fínir að halda niðri muninum. Svo hentum við þessu frá okkur í lokin og þá var þetta erfitt.“ Það voru töluverð læti eftir leik liðanna í deildarkeppninni í síðustu viku og meðal annars tókust þeir á þjálfararnir, Óskar Bjarni og Arnar Pétursson. Stuðningsmannasveit ÍBV lét Óskar stundum heyra það í dag og söng orðin sem Arnar notaði um kollega sinn eftir síðasta leik. „Það er allt komið í gott mál. Hann var að verja sinn leikmann og við aðeins að takast á sem við höfum gert síðan við vorum 13-14 ára og orðið rólegir strax á eftir. Helst viljum við ekkert vera að ræða þetta heldur leyfa leikmönnum að eiga sviðið. Strax eftir leikinn um daginn var þetta ekkert vandamál.“ „Eyjamenn voru eitthvað að kalla í dag og blessaður vertu, ég hef húmor fyrir þessu. Þetta er skemmtilegur þjóðflokkur hérna og yndislegt fólk. Við þurfum bara að koma hérna aftur því það er svo hrikalega gaman að vera hérna.“ Valsmenn fara ekki í sumarfrí þó þeir detti úr leik á miðvikudaginn því þeir eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppninni. Er sú keppni eitthvað að trufla leikmenn Vals í úrslitakeppninni? „Hún truflar ekkert hér, hún á ekki að gera það. Við höfum spilað mikið af leikjum sem við höfum grætt á og þetta á ekkert að hafa áhrif. Nú byrjar ný keppni, síðasta umferðin í deildinni var erfið og nú er bara nýtt líf og við þurfum að nýta það,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Arnar: Þurfum að eiga toppleik á miðvikudagArnar Pétursson, þjálfari ÍBV.vísir/ernirArnar Pétursson þjálfari ÍBV var ánægður með leik sinna manna gegn Val í dag og hrósaði stuðningsmannasveit ÍBV, Hvítu riddurunum, fyrir sína frammistöðu á pöllunum. „Þetta er það sem við bíðum eftir í 10-11 mánuði, tíminn þar sem allt fer á fullt og allir vel einbeittir og flottir. Lífið kviknar í þessu núna, það er engin spurning,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik en stemningin á pöllunum í Eyjum í dag var frábær. ÍBV náði forystunni í upphafi leiks og leiddu með 2-4 mörkum nær allan leikinn. Þeir voru lengi í vandræðum með að hrista Valsmenn af sér en stungu af á lokamínútum leiksins. „Við vorum alltaf skrefinu á undan þeim. Valsmenn eru samt það góðir og með flotta leikmenn að þeir eru alltaf líklegir. Þó við vinnum með 8 mörkum þá segir það ekkert allt. Þetta var hörkuleikur í 55 mínútur,“ bætti Arnar við. Eyjamenn misstu einn sinn besta varnarmann, Magnús Stefánsson, af velli í fyrri hálfleik eftir að hann fékk höfuðhögg. Vörnin stóð sig hins vegar með prýði allan leikinn enda skoruðu Valsmenn ekki nema 21 mark í dag. „Við missum Magga sem er vissulega hjartað í vörninni með Sindra en Brynjar Karl er ógeðslega flottur og Elliði er ungur og flottur líka og þeir leystu hlutverk Magga með sóma í dag,“ sagði Arnar og bætti við að hann byggist við að Magnús yrði með í leiknum á miðvikudag. „Já, ég á von á því. Hann vildi fara inn í seinni hálfleik en við vildum ekki taka neina áhættu enda höfuðmeiðsli og við verðum að fara varlega með það.“ Arnar var ekkert að fara fram úr sér þrátt fyrir öruggan sigur í dag og sagði að ÍBV þyrfti toppleik til að vinna í Valsheimilinu á miðvikudag. „Við hefðum getað nýtt dauðafærin betur en heilt yfir er ég nokkuð sáttur. Við spiluðum við virkilega gott Valslið og leiddum allan tímann. Við vitum vel að það er nóg eftir af þessu. Þeir eru frábærir, eru bikarmeistarar og eins og ég hef stundum sagt verðandi Evrópumeistarar. Við þurfum að eiga toppleik á miðvikudaginn ef við ætlum að komast áfram.“ Hvítu riddararnir létu vel í sér heyra á pöllunum í dag og Arnar sagðist eiga von á að þeir myndu mæta í Valshöllina á miðvikudaginn þegar annar leikurinn í einvíginu fer fram. „Þeir koma eflaust til með að mæta einhverjir. Það fer svolítið eftir hvort Landeyjahöfn er fær eða ekki en við munum gera okkar besta til að koma þeim sem flestum yfir.“ „Þetta eru ungir strákar sem ganga stundum of langt. En á meðan þeir eru að styðja okkur þá get ég ekki verið annað en gríðarlega stoltur af þeim. Þeir eru krydd í handboltann sem hefur vantað og þeir eru að lyfta þessu upp. Heilt yfir eru þetta frábærir og skemmtilegir strákar sem dansa á línunni en þetta var í lagi í dag,“ sagði Arnar Pétursson að lokum. Theodór: Stýrðum leiknum frá A til ÖTheodór var markahæstur hjá ÍBV í dag.vísir/stefánTheodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV gegn Val í dag eins og svo oft áður. Hann var virkilega ánægður með leik Eyjaliðsins í dag. „Ég er mjög sáttur. Við stýrum leiknum frá A til Ö og vorum virkilega góðir í vörn og sókn og Stephen flottur á bakvið vörnina.“ ÍBV leiddi allan leikinn og fór illa með nokkur færi til að auka muninn enn frekar. Hefðu þeir átt að vera búnir að klára leikinn fyrr? „Ekkert frekar. Við vorum með 3-4 mörk í forystu og svo klárum við þetta þegar það var korter eftir. Þetta var gríðarlega flottur leikur.“ „Þegar við náum upp góðri vörn þá er markmaðurinn flottur fyrir aftan okkur. Við fengum líka nokkur hraðaupphlaup og það skilar góðum árangri,“ bætti Theodór við. Theodór misnotaði sjálfur tvö vítaköst í dag en auk þeirra misnotuðu Eyjamenn í þrígang tækifæri til að skora í tómt mark Vals. „Maður kíkir á þetta og kemur sterkari til leiks á miðvikudag. Þeir hljóta að ætla að svara fyrir tapið í dag og við þurfum að vera undir það búnir,“ sagði Theodór að lokum. 29-21 (Leik lokið) Eyjamenn vinna öruggan sigur eftir að hafa stungið af á síðustu 15 mínútunum. 29-20 (59.mín) Elliði skorar sitt annað mark eftir frábæra sendingu frá Degi. Eyjamenn að leika sér að Valsmönnum og Hvítu Riddararnir fara hamförum á hliðarlínunni, syngja Valslagið til að strá salti í sárið. 28-20 (57.mín) Dagur Arnarsson skorar og tryggir þetta endanlega. Kolbenn kominn í markið og Elliði skorar í tómt markið eftir góða sendingu Kolbeins fram völlinn. 26-19 (55.mín) Alexander Örn skorar eftir 8 langar markalausar mínútur hjá Val. 26-18 (54.mín) Munurinn 8 mörk og ég sé Valsmenn ekki koma til baka úr þessu. Sigurður átti að verja þetta skot frá Agnari Smára sem lak inn. 25-18 (53.mín) Eru Eyjamenn að klára þetta? Vinna boltann og Theodór skorar úr hraðaupphlaupi. Munurinn 7 mörk og rúmar sjö mínútur eftir. 24-18 (52.min) Loksins ná Eyjamenn muninum í meira en fjögur mörk. Theodór skorar úr víti. Vörn Eyjamanna hrikalega öflug, vinna boltann í enn eitt skipti og Grétar skorar úr hraðaupphlaupi. 22-18 (50.mín) Enn eru Eyjamenn að fara illa með dauðafærin. Í þetta sinn var það Sigurbergur sem var kominn einn í hraðaupphlaup og skaut í stöng. Þrjú víti, hraðaupphlaup og tvö skot sem ekki hafa hitt tómt mark. Það gæti verið dýrt og Valsmenn klaufar að hafa ekki nýtt sér þetta betur. 22-18 (48.mín) Juric kastar á drauginn Kasper í horninu. Eyjamenn fara í sókn og Sigurbergur kemur muninum á ný í fjögur mörk. 21-18 (47.mín) Þriðja vítið forgörðum hjá ÍBV, í þetta sinn ver Hlynur frá Kára. Valsmenn minnka muninn enn og aftur í tvö mörk. Óskar Bjarni tekur leikhlé þegar um 13 mínútur eru eftir. 21-18 (46.mín) Theódór skorar glæsilegt sirkusmark eftir sendingu frá Agnari. Ýmir minnkar muninn strax í kjölfarið og Sindri er rekinn af velli með tvær mínútur. 19-17 (44.mín) Valsmenn einum fleiri eftir að Brynjar Karl fær tvær mínútur. Atli Karl Bachman skorar úr horninu og nú ná Valsmenn að nýta yfirtöluna. 19-16 (43.mín) Anton skorar eftir gott gegnumbrot. Róbert Aron fær meðhöndlun utan vallar en virðist vera í lagi, smá nudd fyrir lokaátökin. 19-15 (40.mín) Brynjar Karl skorar úr hraðaupphlaupi eftir að Kári hafði skorað úr víti rétt áður. Munurinn fjögur mörk á ný. Valsmönnum gengur illa að ná honum niður fyrir tvö mörkin. 17-15 (37.mín) Anton skorar eftir að hafa hirt frákast eftir skot Juric. Munurinn tvö mörk og Eyjamenn í smá vandræðum. 17-14 (36.mín) Sindri fær 2 mínútur fyrir að öskra að Juric sem hann vildi meina að hefði verið með leikaraskap. Orri Freyr skorar svo af línunni og munurinn 3 mörk. 17-13 (35.mín) Sigurður Ingiberg ver frábærlega frá Kára á línunni. Valsmenn geta minnkað muninn í 3 mörk. 16-11 (32.mín) Juric með ótímabært skot sem Nielsen ver. Grétar Þór skorar svo í tómt markið með skoti frá eigin endalínu. Orri er fljótur að minnka muninn en Sindri eykur hann á ný í fimm mörk. 14-10 (31.mín) Leikurinn kominn af stað og Valsmenn byrja seinni hálfleikinn í sókn. Þeir eru einum færri í 47 sekúndur til viðbótar og vilja eflaust reyna að spila í sókn eins lengi og þeir geta af þeim tíma. 14-10 (Hálfleikur) Róbert Aron er markahæstur Eyjamanna með 4 mörk og Theodór hefur skorað 3 en hann hefur misnotað tvö víti. Hjá Val er Juric markahæstur með 4 mörk og Vignir, Alexander og Ólafur Ægir hafa skorað 2 hver. Stephen Nielsen er með 9 skot varin hjá ÍBV og Hlynur Morthens 5 fyrir Val. 14-10 (Fyrri hálfleik lokið) Stephen ver víti frá Juric eftir að tíminn er liðinn og munurinn því fjögur mörk í hálfleik. Theodór gat komið ÍBV í 15-10 rétt áður en hitti ekki tómt markið þegar hann skaut frá vítateig. 14-10 (29.mín) Aftur ver Stephen, nú frá Sveini Aroni úr góðu færi í horninu. Enn eru Valsmenn ekki að nýta yfirtöluna. Alexander Örn fær tveggja mínútna brottvísun hinu megin og Kári skorar úr vítinu. 2-0 fyrir ÍBV einum færri og fjögurra marka munur. 13-10 (28.mín) Stephen ver slakt skot Antons og Eyjamenn halda í sókn. Stephen fer út og Eyjamenn því sex í sókninni. Sigurbergur skorar gott mark. 12-10 (27.mín) Löng sókn Vals endar með skoti Alexanders en Elliði snær ýtir á hann í loftinu og fær tveggja mínútna brottvísun. 12-10 (26.mín) Hlynur ver og Valsmenn fá annað tækifæri til að minnka muninn í eitt mark. 12-10 (25.mín) Theodór skýtur aftur í tréverkið úr víti, í þetta sinn í slána. Valsmenn geta minnkað muninn í eitt mark en fá dæmdan á sig ruðning. Klaufalegt. 12-9 (23.mín) Róbert skorar og Eyjamenn vinna boltann aftur og fá víti. Theodór skýtur hins vegar í stöng. Svo bregðast krosstré sem önnur. 11-9 (20.mín) Alexander Örn missir boltann klaufalega og Brynjar Karl Óskarsson, af öllum, er fyrstur fram og skorar og kemur Eyjamönnum fjórum mörkum yfir. Alexander skorar svo í næstu sókn, klobbar Stephen. Vill sjálfsagt skjóta sem lengst frá hausnum á Stephen núna. Valsmenn vinna svo boltann á ný og Ólafur Ægir skorar. 10-7 (19.mín) Róbert Aron kemur ÍBV þremur mörkum yfir með góðu skoti fyrir utan og Valsmenn taka leikhlé. ÍBV vörnin hefur verið sterk hingað til og Stephen er farinn að verja, kominn með 5 skot en Hlynur 4 fyrir Val. 9-7 (18.mín) Magnús Stefánsson gengur hér aftur inn í sal, spurning hvort hann komi meira við sögu. Valsmenn skoruðu ekki á meðan þeir voru einum fleiri eftir að Róbert var rekinn út. Enn tveggja marka munur. 8-6 (15.mín) Liðin halda áfram að skora á víxl. Theodór með frábært mark úr þröngu færi, sneri boltann framhjá Hlyn. Það er púað á Juric eftir leikaraskapinn áðan, mikil stemmning hér í Eyjum. 7-5 (13.mín) Vignir skorar sitt annað mark en Agnar Smári brýst í gegn hinu megin og skorar. Sigurbergur kominn aftur inn hjá ÍBV. 6-4 (11.mín) Theodór skorar úr hraðaupphlaupi eftir magnaða sendingu frá Stephen. Sýndist að bekkurinn hjá ÍBV hefði verið að fá þau skilaboð að Magnús kæmi ekki aftur inn. Það er slæmt fyrir heimamenn. 5-4 (10.mín) Juric skorar sitt þriðja mark og Hlynur ver síðan frá Róberti hinu megin. 5-3 (8.mín) Þá liggur Magnús Stefánsson skyndilega á miðjum vellinum og þeir eru mættir með börur. Ég sá ekkert hvað gerðist, hann allt í einu lá þegar ÍBV var í miðri sókn upp völlinn. Einhverjir tala um árekstur og högg á höfuðið. Magnús er allavega borinn útaf. Tveir farnir út meiddir hjá ÍBV. 5-3 (8.mín) Theódór skorar úr víti og kemur ÍBV tveimur mörkum yfir. Sigurbergur er enn utan vallar og spurning hvort hann sé eitthvað að koma aftur inn. Það væri áfall fyrir Eyjamenn að missa hann. 4-3 (7.mín) Róbert skorar yfir allan völlinn og kemur ÍBV yfir eftir að Grétar hafði jafnað. Juric fer svo niður í næstu sókn er augljóslega með leikaraskap og fær tiltal frá dómurunum. 2-3 (4.mín) Það tók ekki langan tíma að fá fyrstu tvær mínúturnar. Þær fékk Orri Freyr fyrir að fara í andlitið á Agnari Smára. Eyjamenn fljotir að nýta sér það og Róbert skorar. Sigurbergur meiðist eitthvað í kjölfarið, vonandi að það sé ekki alvarlegt. Juric skorar svo strax í kjölfarið og kemur Val yfir á ný. 1-1 (2.mín) Vignir skoraði fyrir Val úr horninu en Kári var fljótur að jafna. Hlynur Morthens byrjar í marki Vals og í sókn ÍBV eru það Sigurbergur, Kári, Theodór, Agnar Smári, Róbert Aron og Grétar Þór sem byrja.0-0 (1.mín) Agnar Smári með fyrsta skotið sem fer vel yfir. Vignir, Juric, Anton, Ólafur Ægir, Sveinn og Orri Freyr byrja í sókninni hjá Val. Stephen í marki ÍBV.16:58: Þvílikt show!! Ljósashow, eldvél og ég veit ekki hvað. Geggjað! Þetta er að hefjast.16:50: Fagurblái dúkurinn er kominn á gólfið hér í Eyjum en hann er settur sérstaklega á fyrir leiki þar sem dúkurinn sem er undir er kominn til ára sinna og orðinn lélegur. Þeir eru ekkert að grínast með þetta hér í Eyjum, smella bara gólfi á fyrir hvern leik.16:47: Rúmar 10 mínútur í leik og það er er orðið þéttsetið á pöllunum. Þeir Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson sjá um að dæma leikinn hér á eftir og þeir eru að sjálfsögðu mættir á svæðið í upphitun.16:43: Valur vann tvo af leikjum liðanna í vetur en ÍBV einn. Valur vann 30-27 í Eyjum í október og svo á ný, 28-24, að Hlíðarenda í desember. ÍBV vann svo eins marks sigur í Valshöllinni í vikunni, 30-29.16:40: Valsmenn féllu alla leið niður í 7.sæti við tapið gegn ÍBV um daginn sem er töluvert neðar en búist var við fyrir tímabilið. Þeir eru ríkjandi bikarmeistarar og sjálfsagt engir óskamótherjar fyrir ÍBV.16:35: Liðin mættust í síðustu umferð deildarkeppninnar og þar voru heldur betur læti. Stephen Nielsen lenti þá í útistöðum við Alexander Örn Júlíusson eftir að sá síðarnefndi hafði skotið tvisvar sinnum í andlit markvarðarins knáa. Nielsen fékk rautt spjald og svo blátt sem samkvæmt mínum heimildum var svo síðar dregið til baka. Það er því ólíklegt að hann fari í bann. Arnar Pétursson og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfarar liðanna lentu í orðaskaki eins og frægt er orðið þar sem Arnar skellti í eitt "fokkaðu þér" við kollega sinn. Það myndi því ekkert koma neitt rosalegt á óvart ef það verður hiti í mönnum hér á eftir.16:30: Stuðningsmenn Vals er að mæta í hús hér í þessum skrifuðu orðum. Þeir skelltu sér í Herjólf með bongótrommuna sem mun eflaust verða mikið notuð á eftir. Hvítu Riddararnir eru byrjaðir að koma sér fyrir og þeir munu vafalaust láta vel í sér heyra sömuleiðis.16:30: Því miður er Boltavaktin ekki enn tilbúin eftir breytingarnar sem voru gerðar á Vísi fyrir skömmu og því verður textalýsing héðan úr Eyjum í dag.16:25: Góðan daginn og verið velkomin með Vísi til Vestmannaeyja þar sem ÍBV tekur á móti Val í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Ég hef húmor fyrir þessu Óskar Bjarni Óskarsson annar af þjálfurum Vals sagði sitt lið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag en ÍBV vann átta marka sigur og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í leik liðanna á miðvikudag. 9. apríl 2017 19:33 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Óskar Bjarni: Ég hef húmor fyrir þessu Óskar Bjarni Óskarsson annar af þjálfurum Vals sagði sitt lið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag en ÍBV vann átta marka sigur og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í leik liðanna á miðvikudag. 9. apríl 2017 19:33
Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30