Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 27-26 | FH-ingar sluppu með skrekkinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. apríl 2017 22:30 Úr leik liðanna fyrr í vetur. vísir/ernir Deildarmeistarar FH unnu nauman 27-26 sigur á Gróttu í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld eftir framlengdan leik. Seltirningar voru með frumkvæðið framan af og leiddu verðskuldað í hálfleik en í seinni hálfleik var allt í járnum. Skiptust liðin á forskotinu allan seinni hálfleikinn og þurfti framlengingu til að knýja fram sigurvegara. Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar í seinni hálfleik og hélt það áfram inn í framlenginguna en mark Einars Rafns Eiðssonar af vítalínunni á lokamínútunni reyndist sigurmarkið. Þrátt fyrir að vera að mæta sem liðið í áttunda sæti á heimavöll deildarmeistaranna sýndi Grótta andstæðingum sínum enga virðingu í byrjun og virtust Seltirningar vera tilbúnari í slaginn á upphafsmínútunum. FH var aldrei langt undan en Grótta mætti af hörku í vörninni þar sem FH-ingar voru í vandræðum en í sóknarleiknum voru Seltirningar ítrekað að finna glufur og finna góð skot. Fór munurinn mest upp í þrjú mörk í stöðunni 11-8 en FH náði að laga stöðuna fyrir lok fyrri háfleiks og skyldi aðeins eitt mark liðin að í hálfleik, 14-13, Gróttu í vil. Upphafsmínútur seinni hálfleiks voru mun betri frá FH þar sem þeir settu í lás í vörninni og fengu auðveld mörk í kjölfarið og náðu þriggja marka forskoti eftir 6-3 kafla. Á þeim tímapunkti tók Grótta leikhlé en það virtist fara eitthvað illa í FH-inga sem fóru að taka ótímabær skot og slakar ákvarðanir í sókninni. Vörnin stóð vaktina sína vel áfram en sóknarleikurinn var í engum takt og hleypti það Gróttu inn í leikinn á ný. Liðin skiptust á mörkum það sem eftir lifði leiks en bæði fengu þau færi til að komast yfir á lokamínútunni en varnirnar stóðust áhlaupin og þurfti því að framlengja í Kaplakrika. Í framlengingunni var það Grótta sem var með frumkvæðið og leiddi lengst af en munurinn fór aldrei í meira en eitt mark þar til Ágúst Elí tók vítakast þegar tvær mínútur voru eftir. FH-ingar náðu forskotinu eftir það en vítakast Einars Rafns Eiðssonar þegar tuttugu sekúndur kom FH yfir og tókst Gróttu ekki að svara fyrir það, skot Seltirninga fór yfir markið þegar fimm sekúndur voru eftir. FH er því komið í lykilstöðu í einvígi liðanna en með sigri á Seltjarnarnesi í næsta leik liðanna á þriðjudaginn kemst FH í undanúrslitin. Halldór Jóhann: Besti leikur Gróttu í langan tíma„Við unnum gott lið Gróttu í hörkuleik sem gat farið á beggja vegu eftir framlengdan leik, þeir spiluðu sinn besta leik í langan tíma og við lentum í vandræðum með þá,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, aðspurður hvort deildarmeistararnir hefðu sloppið með skrekkinn í kvöld. „Við vissum að við værum að fara út í erfiðan leik, deildin er gríðarlega sterk og það er enginn tilbúinn að fara í sumarfrí núna. Það er meiri pressa á öllum því það vilja allir framlengja tímabilinu langt fram í maí.“ Halldór var ósáttur með varnarleik FH framan af. „Við vorum í vandræðum með hreyfingarnar á línumanninum þeirra og það gerði okkur erfitt fyrir. Það skapaði smá glundroða milli manna í vörninni en við fórum yfir það og bættum það fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Halldór og hélt áfram: „Á sama tíma kom slakur kafi sóknarlega, við vorum að fara illa með dauðafæri og taka illa tímasett skot sem hleypti þeim aftur inn í leikinn. Það er margt sem má bæta fyrir næsta leik.“ Gunnar: Fannst nokkrir dómar í kvöld alveg stórfurðulegir„Ég viðurkenni það, það er hrikalega sárt að tapa þessu en svona fór þetta bara,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, svekktur að leikslokum í Kaplakrika í kvöld. „Ég verð samt að hrósa strákunum, við vorum flottir á báðum endum vallarins fyrir utan stuttan kafla í upphafi seinni hálfleiks. Strákarnir sýndu gríðarlegan karakter og vorum kannski klaufar að taka ekki stærra forskot inn í hálfleikinn.“ Grótta leiddi í hálfleik en FH svaraði með 6-3 kafla í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum áfram að skapa okkur færi áfram en hann var að loka vel á okkur í markinu, meðal annars í upphafi seinni hálfleiks þegar við missum forskotið. Svo fannst mér dómgæslan á köflum furðuleg og halla svolítið á okkur,“ sagði Gunnar svekktur og hélt áfram: „Maður þarf að horfa á þetta betur á myndbandi en mér fannst nokkrir dómar í kvöld alveg stórfurðulegir.“ Gunnar sagði sína menn mæta óhrædda inn í næsta leik gegn FH á þriðjudaginn. „Við reyndum að vinna aðeins í hugarfarinu fyrir þetta einvígi og við gerðum það vel, við mættum klárir í slaginn hér í kvöld og verðum aftur tilbúnir á þriðjudaginn.“ Einar Rafn: Maður er í íþróttum fyrir stundir eins og þessar„Þetta stóð heldur betur tæpt, þetta var hrikalega erfiður leikur en það sýndi mikinn karakter að ná að klára þennan leik,“ sagði Einar Rafn Eiðsson, hetja FH að leikslokum. Seltirningar fengu færi til að stela sigrinum á lokamínútunum gegn deildarmeisturunum. „Þetta er algjörlega nýtt mót og það eru allir á sama byrjunarpunkti. Þeir gáfu allt sem þeir áttu í þetta og við féllum svolítið niður á þeirra plan að spila hægan bolta, það vantaði svolítið upp á hraðann.“ Einar sagði að það væri margt sem mætti fara betur. „Við erum að gera allt of mikið af klaufalegum mistökum, við vorum endalaust að missa línumanninn hjá þeim þar sem við gleymum okkur. Þetta mun ekki gerast aftur og sem betur fer náðum við að landa sigrinum,“ sagði Einar sem sagði liðið einnig gera mistök í sóknarleiknum. „Við náum góðu forskoti en hættum svo að reyna að keyra hratt á þá og í bakið á þeim, við fórum að spila hægt sem hentar þeim betur. Við erum allir í frábæru formi og eigum að geta haldið hraðanum betur og klárað leikinn þar.“ Einar sagði tilfinninguna frábæra að fá að fara á vítalínuna með leikinn í höndunum þegar svona stutt var eftir. „Tilfinningin var auðvitað bara geggjuð, menn eru í íþróttum fyrir stundir eins og þessar.“ Textalýsing blaðamanns af vellinum:27-26 (Leik lokið): Ótrúlegum leik lokið og deildarmeistararnir sleppa með skrekkinn á heimavelli. Nanari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi innan skamms. 27-26 (10. mínúta framlengingar): Vítakast dæmt á Gróttu! Gísli Þorgeir keyrir á vörnina, hefði jafnvel getað fengð dæmdan ruðning en sleppur. Einar fer á línuna og kemur FH yfir. Grótta hedur í sókn og Aron Dagur fer upp í óvænt skot en setur það yfir.26-26 (9. mínúta framlengingar): Finnur Ingi jafnar metin úr horninu, Fh hedur í sókn og fær manninn inn þegar mínúta tæplega er eftir.26-25 (8. mínúta framlengingar): Boltinn hrekkur í hendur Jóhanns Karls á línunni og hann kemur FH yfir.25-25 (8. mínúta framlengingar): Vítakast dæmt á FH en Ágúst Elí kemur inn af bekknum og les Finn gjörsamlega á vítalínunni.25-25 (8. mínúta framlengingar): Ísak fær dæmdar á sig tvær mínútur í þriðja skiptið í dag og hefur hann því lokið leik. Seltirningar eru manni fleiri næstu tvær mínúturnar þegar tæplega þrjár eru eftir.25-25 (7. mínúta): Eftir langa sókn finnur Ísak liðsfélaga sinn Jóhann Karl á línunni og hann jafnar metin.24-25 (6. mínúta framlengingar): Nökkvi sér Finn einan í hinu horninu og finnur hann með flottri þversendingu.24-24 (Hálfleikur í framlengingu): FH-ingar stálheppnir að þetta sé enn jafnt. Birgir varði skot Arons Dags í stöngina en þaðan fór boltinn aftur í Birgi og rann meðfram línunni en hann var nógu snöggur til að grípa inn í og koma í veg fyrir mark. Allt jafnt fyrir seinni hlutann.23-24 (5. mínúta framlengingar): FH-ingar tapa boltanum og Júlíus kemur Gróttu yfir með marki eftir hraðaupphlaup. Seltirningar eru komir á fætur í stúkunni.23-23 (4. mínúta framlengingar): En Grótta svarar um hæl með marki frá Elvari Friðrikssyni. Brýtur sér leið í gegnum vörnina og klárar vel.23-22 (3. mínúta framlengingar): Gísli Þorgeir með heppnina með sér, skot hans fer af varnarmanni og breytir um stefnu þegar Lárus var farinn í hitt hornið.22-22 (2. mínúta framlengingar): Skot Ísaks fer framhjá en eftir langa sókn hjá Gróttu reynir Júlíus að koma inn úr horninu og skrúfa boltann framhjá Birgi en setur boltann rétt framhjá.22-22 (1. mínúta framlengingar): FH-ingar byrja leikinn í framlengingunni og halda í sókn.22-22: Jóhann Birgir og Jón Bjarni æfa skotin hérna á meðan þjálfararnir messa yfir öðrum leikmönnum í klefanum. Jóhann fær að taka skot frá miðju upp á páskaegg en skotið fer rétt yfir slánna. Hann verður því að gera sér ferð í Fjarðarkaup eins og ég og kaupa egg.22-22 (Venjulegum leiktíma lokið): Það er því framlengt í Kaplakrika og einhverjir aðdáendur FH eru á förum. Þeir virðast vera búnir að gleyma að hér er ekkert stig í boði, hér verður leikið til þrauta.22-22 (Venjulegum leiktíma lokið): Skot Ásbjörns fer af hávörninni og Lárus tekur boltann. Hann reynir að finna hornamanninn í hraðaupphlaupi en FH blakar boltanum útaf. Grótta stillir upp í lokasókn en Aron Dagur neyðist til að fara í erfitt skot þegar sekúnda er eftir sem fer yfir.22-22 (59. mínúta): Júlíus minnkar muninn þegar hann kemur inn úr horninu og við erum komin á lokamínútuna þegar FH fer í sókn.22-21 (58. mínúta): Þorgeir kemur inn úr horninu eftir frábæra sendingu frá Gísla Þorgeiri og setur boltann undir Lárus. FH kemst yfir á ný .21-21 (57. mínúta): Nökkvi fær flugbraut við punktalínuna og jafnar metin!21-20 (56. mínútur): Gunnar tekur þriðja og síðasta leikhlé sitt þegar hendur dómaranna fara upp í loft. Eins marks munur þegar rúmlega þrjár mínútur eru til leikslok. Fáum við dramatík í lokin í Kaplakrika?21-20 (55. mínútur): Aron Dagur sækir vítakast og Finnur minnkar muninn þótt að Ágúst sé í boltanum. Hinumegin losnar Ásbjörn með glæsilegri gabbhreyfingu en Lárus ver frá honum og Grótta heldur í sókn.21-19 (54. mínútur): Loksins fáum við mark og það kemur frá FH. Gísli Þorgeir sér glufu í vörn Gróttu og keyrir á hana. Munurinn aftur upp í tvö mörk.20-19 (50. mínútur): Tíu mínútur til leiksloka og munurinn aðeins eitt mark. Stefnir í æsispennandi lokamínútur.19-18 (49. mínútu): Bæjarstjórasonurinn Nökkvi minnkar muninn með góðu undirhandarskoti sem Birkir sér seint. Halldór og FH bregðast við með leikhléi eftir sex mínútur án marks.19-17 (47. mínútur): Miiikið af lélegum skotum hjá FH undanfarnar mínútur en vörnin heldur vel.19-16 (43. mínúta): Markvarslan hjá FH hrokkin í gang og Gunnar tekur leikhlé eftir þrjú mörk í röð frá FH. Hann verður að finna einhverjar lausnir á sóknarleiknum ef ekki á að fara illa, FH er búið að byrja seinni hálfleikinn á 6-2 kafla.18-16 (41. mínúta): Birkir Fannar kemst á blað! Ver boltann og sér að Grótta er enn að skipta inn markmanninum og lætur því vaða úr eigin markteig. Hann lokar svo á Finn í næstu sókn sem kemur galopinn inn úr horninu.16-16 (40. mínútur): Klaufalegt hjá Ísaki! Þráinn brýtur á honum til að stöðva hraðaupphlaup en Ísak er ekki búinn og húðskammar Þráin sem er röltandi af velli eftir að hafa fengið brottvísun. Dómaraparið fylgir því eftir og dæmir tvær á Ísak og eru liðin því áfram jöfn.16-16 (38. mínúta): Tapaður bolti hjá FH og Grótta keyrir hratt upp og Aron Dagur finnur Finn Inga í horninu sem jafnar metin.16-15 (37. mínúta): Nökkvi kemur inn úr horninu og reynir skot sem fer beint í andlitið á Birki. Hann er fljótur að biðjast afsökunar og Birkir heldur áfram leik en hann er búinn að koma vel inn af bekknum.16-15 (33. mínúta): Ásbjörn bætir við en í vörninni fær Ísak ódýrar tvær mínútur fyrir að hanga í sóknarmanninum og Grótta fær vítakast sem þeir minnka muninn úr.15-14 (31. mínúta): Einar Rafn fljótur að jafna metin og eftir varinn bolta hjá Birki Fannari sem er kominn í mark FH kemur Ásbjörn FH yfir.13-14 (Hálfleikur): Nökkvi Elliðason kemur Gróttu aftur yfir með skoti þegar lokaflautið gellur, dómararnir gefa til kynna að það telji! Heildsteypt og flott frammistaða hjá Gróttumönnum sem leiða í hálfleik en maður hefur það á tilfinningunni að FH eigi einn gír eftir inni.12-12 (29. mínúta): Ásbjörn jafnar eftir tapaðan bolta hjá Gróttu í sókninni og sækir brottvísun um leið á Árna Benedikt.10-12 (27. mínúta): Arnar Freyr stelur boltanum og stelst til að taka aukaskref í hraðaupphlaupi án þess að dómararnir taki eftir því en Aron Dagur er fljótur að svara.9-11 (26. mínúta): Gunnar, þjálfari Gróttu, tekur leikhlé til að skerpa á hlutum sem geta farið betur hjá Gróttu en Seltirningar geta lítið kvartað, þeir leiða verðskuldað og virðast ekkert vera hræddir við að mæta á heimavöll deildarmeistaranna.8-11 (24. mínúta): Og það bætist í lætin! Ísak fer upp í skot sem fer yfir en er hrint á leiðinni niður og hann fær töluvert högg þegar hann lendir. Dómararnir virðast fyrst ekki ætla að dæma en stöðva svo leikinn og dæma réttilega aukakast. Seltirningar eru ósáttir en bekkurinn hjá FH vill fá refsingu en dómararnir spjalda bekkinn.8-11 (24. mínúta): Smá hiti í mönnum. Brot dæmt á Þráinn fyrir að halda í Einar Rafn og menn eru að kítast á eftir að dómaraflautan gellur. Menn ætla ekkert að gefa eftir.8-10 (22. mínúta): Ísak minnkar muninn á ný en Gróttumenn eru fljótir að bæta við. Ágúst Elí í markinu er ósáttur með varnarvinnuna en hann fær litla hjálp.7-9 (21. mínúta): Loksins tekur Halldór leikhlé eftir fjórða mark Þráins en hann var gjörsamlega galopinn á línunni. Seltirningar hafa einfaldlega verið grimmari á upphafsmínútum og tilbúnari til að berjast.7-8 (20. mínúta): Þetta þarf ekki að vera flókið. FH-ingar stilla upp í flugbraut og Ísak kemur á ferðinni fyrir þriðja marki sínu.6-7 (18. mínúta): Áhyggjuefni fyrir FH en Ágúst Birgisson er víst á leiðinni upp á spítala vegna skurðar sem hann fékk í leiknum.5-6 (16. mínúta): Ísak kemur inn með látum! FH-ingar voru í vandræðum með að leysa varnarleik Gróttu og hann fór bara upp í skotið. Það gaf honum sjálfstraust til að reyna aftur í næstu sókn og hann er að hitna. 5-6 (13. mínúta): Í neyð þá kallaru á Þráinn! Grótta finnur hann á línunni í enn eitt s kiptið og munurinn kominn í þrjú mörk. Halldór, þjálfari FH, virðist hinn rólegasti og reynir að fara yfir málið með sínum mönnum en er ekki kominn með leikhlésspjaldið í hendurnar.3-5 (12. mínúta): Grótta með flottan varnarmúr sem FH-ingar eiga eftir að finna almennilega lausn á. Höndin kemur á loft og FH neyðist til að fara í erfitt skot sem fer í stöngina.2-4 (10. mínúta): Jæja eftir góða pásu förum við og gestirnir ekki lengi að finna Þráinn á línunni vel í góðu færi.2-3 (9. mínúta): Gaman af þessu, hér eru kallaðir út auka kústar og Jóhann Birgir tekur törn á moppunni. Það eru klísturblettir á gólfinu sem leikmenn hafa verið að kvarta undan.2-3 (9. mínúta): Arnar Freyr fær tveggja mínútna brottvísun en dómaraparið var búið að flauta áður en skotið fór af stað sem hafnaði í netinu. Seltirningar horfa vonsviknir á dómaranna en leika manni fleiri næstu mínúturnar.2-3 (6. mínúta): Grótta leysir þetta vel manni færri, eru heppnir þegar Óðinn misnotar gott færi úr horninu en leika tvær langar sóknir sem skila báðar marki.2-1 (5. mínúta): Víti dæmt á Þráinn og tvær mínútur. Hengur í Ágústi Birgis og stöðvar skotið. Júlíus fær gult spjadl fyrir mótmæli.1-1 (4. mínúta): Grótta kemst yfir eftir línusendingu inn á Þráinn en FH svarar með hraðaupphlaupsmarki frá Óðni.0-0 (2. mínúta): Bæði lið með langar sóknir, Grótta opnaði vel fyrir Þráin inn á línunni en Ágúst varði. Hinumegin stóð vörn Seltirninga vel og hávörnin gerði Lárusi auðvelt fyrir í markinu.0-0 (1. mínúta): Seltirningar hefja leik og sækja í átt að fótboltavellinum.Fyrir leik: Hér koma fjölmargir inn vopnaðir hamborgaratilboði enda var enginn annar en Heimir Guðjóns á grillinu þegar undirritaður labbaði framhjá áðan.Fyrir leik: Byrjað að hleypa inn þegar tuttugu mínútur eru til leiks og það streymir strax inn í stúku FH. Fámennt af stuðningsfólki Gróttu.Fyrir leik: Þessi lið eiga það sameiginlegt að þau féllu bæði úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninar í fyrra, FH-ingar gegn Aftureldingu en Grótta datt út gegn ÍBV.Fyrir leik: Heimamenn koma inn í úrslitakeppnina á miklu flugi en liðið hefur aðeins tapað einum leik eftir áramót gegn ÍBV úti og unnið fjóra í röð. Hér í Kaplakrika hefur liðið unnið fimm af sex eftir áramót, eina jafnteflið kom gegn Fram.Fyrir leik: FH vann báða leiki liðanna í deildinni hér í Kaplakrika nokkuð sannfærandi, nú síðast átta marka sigur fyrir tveimur vikum. Grótta vann eina leik liðanna á Seltjarnarnesi í deildarkeppninni.Fyrir leik: FH-ingar eru fyrri út á gólfið, koma fjörutíu mínútum fyrir leik og hefja upphitun. Stuttu síðar koma Seltirningar út á gólfið og um leið setur vallarþulurinn Scooter-lag á fullt gas. Strípulausir Seltirningar virðast vera einbeittir.Fyrir leik: Grótta aftur á móti féll niður í áttunda sæti deildarinnar eftir tap gegn Fram í lokaumferðinni á Seltjarnarnesi. Það eru eflaust ekki margir sem búast við því að Seltirningar ná að standa í sjóðheitum FH-ingum.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik FH og Gróttu í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta úr Kaplakrika. Hér mætast liðin sem höfnuðu í 1. og 8. sæti deildarinnar en FH-ingar urðu deildarmeistarar í fyrsta sinn í 25 ár með sigri á Selfossi á þriðjudaginn. Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Deildarmeistarar FH unnu nauman 27-26 sigur á Gróttu í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld eftir framlengdan leik. Seltirningar voru með frumkvæðið framan af og leiddu verðskuldað í hálfleik en í seinni hálfleik var allt í járnum. Skiptust liðin á forskotinu allan seinni hálfleikinn og þurfti framlengingu til að knýja fram sigurvegara. Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar í seinni hálfleik og hélt það áfram inn í framlenginguna en mark Einars Rafns Eiðssonar af vítalínunni á lokamínútunni reyndist sigurmarkið. Þrátt fyrir að vera að mæta sem liðið í áttunda sæti á heimavöll deildarmeistaranna sýndi Grótta andstæðingum sínum enga virðingu í byrjun og virtust Seltirningar vera tilbúnari í slaginn á upphafsmínútunum. FH var aldrei langt undan en Grótta mætti af hörku í vörninni þar sem FH-ingar voru í vandræðum en í sóknarleiknum voru Seltirningar ítrekað að finna glufur og finna góð skot. Fór munurinn mest upp í þrjú mörk í stöðunni 11-8 en FH náði að laga stöðuna fyrir lok fyrri háfleiks og skyldi aðeins eitt mark liðin að í hálfleik, 14-13, Gróttu í vil. Upphafsmínútur seinni hálfleiks voru mun betri frá FH þar sem þeir settu í lás í vörninni og fengu auðveld mörk í kjölfarið og náðu þriggja marka forskoti eftir 6-3 kafla. Á þeim tímapunkti tók Grótta leikhlé en það virtist fara eitthvað illa í FH-inga sem fóru að taka ótímabær skot og slakar ákvarðanir í sókninni. Vörnin stóð vaktina sína vel áfram en sóknarleikurinn var í engum takt og hleypti það Gróttu inn í leikinn á ný. Liðin skiptust á mörkum það sem eftir lifði leiks en bæði fengu þau færi til að komast yfir á lokamínútunni en varnirnar stóðust áhlaupin og þurfti því að framlengja í Kaplakrika. Í framlengingunni var það Grótta sem var með frumkvæðið og leiddi lengst af en munurinn fór aldrei í meira en eitt mark þar til Ágúst Elí tók vítakast þegar tvær mínútur voru eftir. FH-ingar náðu forskotinu eftir það en vítakast Einars Rafns Eiðssonar þegar tuttugu sekúndur kom FH yfir og tókst Gróttu ekki að svara fyrir það, skot Seltirninga fór yfir markið þegar fimm sekúndur voru eftir. FH er því komið í lykilstöðu í einvígi liðanna en með sigri á Seltjarnarnesi í næsta leik liðanna á þriðjudaginn kemst FH í undanúrslitin. Halldór Jóhann: Besti leikur Gróttu í langan tíma„Við unnum gott lið Gróttu í hörkuleik sem gat farið á beggja vegu eftir framlengdan leik, þeir spiluðu sinn besta leik í langan tíma og við lentum í vandræðum með þá,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, aðspurður hvort deildarmeistararnir hefðu sloppið með skrekkinn í kvöld. „Við vissum að við værum að fara út í erfiðan leik, deildin er gríðarlega sterk og það er enginn tilbúinn að fara í sumarfrí núna. Það er meiri pressa á öllum því það vilja allir framlengja tímabilinu langt fram í maí.“ Halldór var ósáttur með varnarleik FH framan af. „Við vorum í vandræðum með hreyfingarnar á línumanninum þeirra og það gerði okkur erfitt fyrir. Það skapaði smá glundroða milli manna í vörninni en við fórum yfir það og bættum það fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Halldór og hélt áfram: „Á sama tíma kom slakur kafi sóknarlega, við vorum að fara illa með dauðafæri og taka illa tímasett skot sem hleypti þeim aftur inn í leikinn. Það er margt sem má bæta fyrir næsta leik.“ Gunnar: Fannst nokkrir dómar í kvöld alveg stórfurðulegir„Ég viðurkenni það, það er hrikalega sárt að tapa þessu en svona fór þetta bara,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, svekktur að leikslokum í Kaplakrika í kvöld. „Ég verð samt að hrósa strákunum, við vorum flottir á báðum endum vallarins fyrir utan stuttan kafla í upphafi seinni hálfleiks. Strákarnir sýndu gríðarlegan karakter og vorum kannski klaufar að taka ekki stærra forskot inn í hálfleikinn.“ Grótta leiddi í hálfleik en FH svaraði með 6-3 kafla í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum áfram að skapa okkur færi áfram en hann var að loka vel á okkur í markinu, meðal annars í upphafi seinni hálfleiks þegar við missum forskotið. Svo fannst mér dómgæslan á köflum furðuleg og halla svolítið á okkur,“ sagði Gunnar svekktur og hélt áfram: „Maður þarf að horfa á þetta betur á myndbandi en mér fannst nokkrir dómar í kvöld alveg stórfurðulegir.“ Gunnar sagði sína menn mæta óhrædda inn í næsta leik gegn FH á þriðjudaginn. „Við reyndum að vinna aðeins í hugarfarinu fyrir þetta einvígi og við gerðum það vel, við mættum klárir í slaginn hér í kvöld og verðum aftur tilbúnir á þriðjudaginn.“ Einar Rafn: Maður er í íþróttum fyrir stundir eins og þessar„Þetta stóð heldur betur tæpt, þetta var hrikalega erfiður leikur en það sýndi mikinn karakter að ná að klára þennan leik,“ sagði Einar Rafn Eiðsson, hetja FH að leikslokum. Seltirningar fengu færi til að stela sigrinum á lokamínútunum gegn deildarmeisturunum. „Þetta er algjörlega nýtt mót og það eru allir á sama byrjunarpunkti. Þeir gáfu allt sem þeir áttu í þetta og við féllum svolítið niður á þeirra plan að spila hægan bolta, það vantaði svolítið upp á hraðann.“ Einar sagði að það væri margt sem mætti fara betur. „Við erum að gera allt of mikið af klaufalegum mistökum, við vorum endalaust að missa línumanninn hjá þeim þar sem við gleymum okkur. Þetta mun ekki gerast aftur og sem betur fer náðum við að landa sigrinum,“ sagði Einar sem sagði liðið einnig gera mistök í sóknarleiknum. „Við náum góðu forskoti en hættum svo að reyna að keyra hratt á þá og í bakið á þeim, við fórum að spila hægt sem hentar þeim betur. Við erum allir í frábæru formi og eigum að geta haldið hraðanum betur og klárað leikinn þar.“ Einar sagði tilfinninguna frábæra að fá að fara á vítalínuna með leikinn í höndunum þegar svona stutt var eftir. „Tilfinningin var auðvitað bara geggjuð, menn eru í íþróttum fyrir stundir eins og þessar.“ Textalýsing blaðamanns af vellinum:27-26 (Leik lokið): Ótrúlegum leik lokið og deildarmeistararnir sleppa með skrekkinn á heimavelli. Nanari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi innan skamms. 27-26 (10. mínúta framlengingar): Vítakast dæmt á Gróttu! Gísli Þorgeir keyrir á vörnina, hefði jafnvel getað fengð dæmdan ruðning en sleppur. Einar fer á línuna og kemur FH yfir. Grótta hedur í sókn og Aron Dagur fer upp í óvænt skot en setur það yfir.26-26 (9. mínúta framlengingar): Finnur Ingi jafnar metin úr horninu, Fh hedur í sókn og fær manninn inn þegar mínúta tæplega er eftir.26-25 (8. mínúta framlengingar): Boltinn hrekkur í hendur Jóhanns Karls á línunni og hann kemur FH yfir.25-25 (8. mínúta framlengingar): Vítakast dæmt á FH en Ágúst Elí kemur inn af bekknum og les Finn gjörsamlega á vítalínunni.25-25 (8. mínúta framlengingar): Ísak fær dæmdar á sig tvær mínútur í þriðja skiptið í dag og hefur hann því lokið leik. Seltirningar eru manni fleiri næstu tvær mínúturnar þegar tæplega þrjár eru eftir.25-25 (7. mínúta): Eftir langa sókn finnur Ísak liðsfélaga sinn Jóhann Karl á línunni og hann jafnar metin.24-25 (6. mínúta framlengingar): Nökkvi sér Finn einan í hinu horninu og finnur hann með flottri þversendingu.24-24 (Hálfleikur í framlengingu): FH-ingar stálheppnir að þetta sé enn jafnt. Birgir varði skot Arons Dags í stöngina en þaðan fór boltinn aftur í Birgi og rann meðfram línunni en hann var nógu snöggur til að grípa inn í og koma í veg fyrir mark. Allt jafnt fyrir seinni hlutann.23-24 (5. mínúta framlengingar): FH-ingar tapa boltanum og Júlíus kemur Gróttu yfir með marki eftir hraðaupphlaup. Seltirningar eru komir á fætur í stúkunni.23-23 (4. mínúta framlengingar): En Grótta svarar um hæl með marki frá Elvari Friðrikssyni. Brýtur sér leið í gegnum vörnina og klárar vel.23-22 (3. mínúta framlengingar): Gísli Þorgeir með heppnina með sér, skot hans fer af varnarmanni og breytir um stefnu þegar Lárus var farinn í hitt hornið.22-22 (2. mínúta framlengingar): Skot Ísaks fer framhjá en eftir langa sókn hjá Gróttu reynir Júlíus að koma inn úr horninu og skrúfa boltann framhjá Birgi en setur boltann rétt framhjá.22-22 (1. mínúta framlengingar): FH-ingar byrja leikinn í framlengingunni og halda í sókn.22-22: Jóhann Birgir og Jón Bjarni æfa skotin hérna á meðan þjálfararnir messa yfir öðrum leikmönnum í klefanum. Jóhann fær að taka skot frá miðju upp á páskaegg en skotið fer rétt yfir slánna. Hann verður því að gera sér ferð í Fjarðarkaup eins og ég og kaupa egg.22-22 (Venjulegum leiktíma lokið): Það er því framlengt í Kaplakrika og einhverjir aðdáendur FH eru á förum. Þeir virðast vera búnir að gleyma að hér er ekkert stig í boði, hér verður leikið til þrauta.22-22 (Venjulegum leiktíma lokið): Skot Ásbjörns fer af hávörninni og Lárus tekur boltann. Hann reynir að finna hornamanninn í hraðaupphlaupi en FH blakar boltanum útaf. Grótta stillir upp í lokasókn en Aron Dagur neyðist til að fara í erfitt skot þegar sekúnda er eftir sem fer yfir.22-22 (59. mínúta): Júlíus minnkar muninn þegar hann kemur inn úr horninu og við erum komin á lokamínútuna þegar FH fer í sókn.22-21 (58. mínúta): Þorgeir kemur inn úr horninu eftir frábæra sendingu frá Gísla Þorgeiri og setur boltann undir Lárus. FH kemst yfir á ný .21-21 (57. mínúta): Nökkvi fær flugbraut við punktalínuna og jafnar metin!21-20 (56. mínútur): Gunnar tekur þriðja og síðasta leikhlé sitt þegar hendur dómaranna fara upp í loft. Eins marks munur þegar rúmlega þrjár mínútur eru til leikslok. Fáum við dramatík í lokin í Kaplakrika?21-20 (55. mínútur): Aron Dagur sækir vítakast og Finnur minnkar muninn þótt að Ágúst sé í boltanum. Hinumegin losnar Ásbjörn með glæsilegri gabbhreyfingu en Lárus ver frá honum og Grótta heldur í sókn.21-19 (54. mínútur): Loksins fáum við mark og það kemur frá FH. Gísli Þorgeir sér glufu í vörn Gróttu og keyrir á hana. Munurinn aftur upp í tvö mörk.20-19 (50. mínútur): Tíu mínútur til leiksloka og munurinn aðeins eitt mark. Stefnir í æsispennandi lokamínútur.19-18 (49. mínútu): Bæjarstjórasonurinn Nökkvi minnkar muninn með góðu undirhandarskoti sem Birkir sér seint. Halldór og FH bregðast við með leikhléi eftir sex mínútur án marks.19-17 (47. mínútur): Miiikið af lélegum skotum hjá FH undanfarnar mínútur en vörnin heldur vel.19-16 (43. mínúta): Markvarslan hjá FH hrokkin í gang og Gunnar tekur leikhlé eftir þrjú mörk í röð frá FH. Hann verður að finna einhverjar lausnir á sóknarleiknum ef ekki á að fara illa, FH er búið að byrja seinni hálfleikinn á 6-2 kafla.18-16 (41. mínúta): Birkir Fannar kemst á blað! Ver boltann og sér að Grótta er enn að skipta inn markmanninum og lætur því vaða úr eigin markteig. Hann lokar svo á Finn í næstu sókn sem kemur galopinn inn úr horninu.16-16 (40. mínútur): Klaufalegt hjá Ísaki! Þráinn brýtur á honum til að stöðva hraðaupphlaup en Ísak er ekki búinn og húðskammar Þráin sem er röltandi af velli eftir að hafa fengið brottvísun. Dómaraparið fylgir því eftir og dæmir tvær á Ísak og eru liðin því áfram jöfn.16-16 (38. mínúta): Tapaður bolti hjá FH og Grótta keyrir hratt upp og Aron Dagur finnur Finn Inga í horninu sem jafnar metin.16-15 (37. mínúta): Nökkvi kemur inn úr horninu og reynir skot sem fer beint í andlitið á Birki. Hann er fljótur að biðjast afsökunar og Birkir heldur áfram leik en hann er búinn að koma vel inn af bekknum.16-15 (33. mínúta): Ásbjörn bætir við en í vörninni fær Ísak ódýrar tvær mínútur fyrir að hanga í sóknarmanninum og Grótta fær vítakast sem þeir minnka muninn úr.15-14 (31. mínúta): Einar Rafn fljótur að jafna metin og eftir varinn bolta hjá Birki Fannari sem er kominn í mark FH kemur Ásbjörn FH yfir.13-14 (Hálfleikur): Nökkvi Elliðason kemur Gróttu aftur yfir með skoti þegar lokaflautið gellur, dómararnir gefa til kynna að það telji! Heildsteypt og flott frammistaða hjá Gróttumönnum sem leiða í hálfleik en maður hefur það á tilfinningunni að FH eigi einn gír eftir inni.12-12 (29. mínúta): Ásbjörn jafnar eftir tapaðan bolta hjá Gróttu í sókninni og sækir brottvísun um leið á Árna Benedikt.10-12 (27. mínúta): Arnar Freyr stelur boltanum og stelst til að taka aukaskref í hraðaupphlaupi án þess að dómararnir taki eftir því en Aron Dagur er fljótur að svara.9-11 (26. mínúta): Gunnar, þjálfari Gróttu, tekur leikhlé til að skerpa á hlutum sem geta farið betur hjá Gróttu en Seltirningar geta lítið kvartað, þeir leiða verðskuldað og virðast ekkert vera hræddir við að mæta á heimavöll deildarmeistaranna.8-11 (24. mínúta): Og það bætist í lætin! Ísak fer upp í skot sem fer yfir en er hrint á leiðinni niður og hann fær töluvert högg þegar hann lendir. Dómararnir virðast fyrst ekki ætla að dæma en stöðva svo leikinn og dæma réttilega aukakast. Seltirningar eru ósáttir en bekkurinn hjá FH vill fá refsingu en dómararnir spjalda bekkinn.8-11 (24. mínúta): Smá hiti í mönnum. Brot dæmt á Þráinn fyrir að halda í Einar Rafn og menn eru að kítast á eftir að dómaraflautan gellur. Menn ætla ekkert að gefa eftir.8-10 (22. mínúta): Ísak minnkar muninn á ný en Gróttumenn eru fljótir að bæta við. Ágúst Elí í markinu er ósáttur með varnarvinnuna en hann fær litla hjálp.7-9 (21. mínúta): Loksins tekur Halldór leikhlé eftir fjórða mark Þráins en hann var gjörsamlega galopinn á línunni. Seltirningar hafa einfaldlega verið grimmari á upphafsmínútum og tilbúnari til að berjast.7-8 (20. mínúta): Þetta þarf ekki að vera flókið. FH-ingar stilla upp í flugbraut og Ísak kemur á ferðinni fyrir þriðja marki sínu.6-7 (18. mínúta): Áhyggjuefni fyrir FH en Ágúst Birgisson er víst á leiðinni upp á spítala vegna skurðar sem hann fékk í leiknum.5-6 (16. mínúta): Ísak kemur inn með látum! FH-ingar voru í vandræðum með að leysa varnarleik Gróttu og hann fór bara upp í skotið. Það gaf honum sjálfstraust til að reyna aftur í næstu sókn og hann er að hitna. 5-6 (13. mínúta): Í neyð þá kallaru á Þráinn! Grótta finnur hann á línunni í enn eitt s kiptið og munurinn kominn í þrjú mörk. Halldór, þjálfari FH, virðist hinn rólegasti og reynir að fara yfir málið með sínum mönnum en er ekki kominn með leikhlésspjaldið í hendurnar.3-5 (12. mínúta): Grótta með flottan varnarmúr sem FH-ingar eiga eftir að finna almennilega lausn á. Höndin kemur á loft og FH neyðist til að fara í erfitt skot sem fer í stöngina.2-4 (10. mínúta): Jæja eftir góða pásu förum við og gestirnir ekki lengi að finna Þráinn á línunni vel í góðu færi.2-3 (9. mínúta): Gaman af þessu, hér eru kallaðir út auka kústar og Jóhann Birgir tekur törn á moppunni. Það eru klísturblettir á gólfinu sem leikmenn hafa verið að kvarta undan.2-3 (9. mínúta): Arnar Freyr fær tveggja mínútna brottvísun en dómaraparið var búið að flauta áður en skotið fór af stað sem hafnaði í netinu. Seltirningar horfa vonsviknir á dómaranna en leika manni fleiri næstu mínúturnar.2-3 (6. mínúta): Grótta leysir þetta vel manni færri, eru heppnir þegar Óðinn misnotar gott færi úr horninu en leika tvær langar sóknir sem skila báðar marki.2-1 (5. mínúta): Víti dæmt á Þráinn og tvær mínútur. Hengur í Ágústi Birgis og stöðvar skotið. Júlíus fær gult spjadl fyrir mótmæli.1-1 (4. mínúta): Grótta kemst yfir eftir línusendingu inn á Þráinn en FH svarar með hraðaupphlaupsmarki frá Óðni.0-0 (2. mínúta): Bæði lið með langar sóknir, Grótta opnaði vel fyrir Þráin inn á línunni en Ágúst varði. Hinumegin stóð vörn Seltirninga vel og hávörnin gerði Lárusi auðvelt fyrir í markinu.0-0 (1. mínúta): Seltirningar hefja leik og sækja í átt að fótboltavellinum.Fyrir leik: Hér koma fjölmargir inn vopnaðir hamborgaratilboði enda var enginn annar en Heimir Guðjóns á grillinu þegar undirritaður labbaði framhjá áðan.Fyrir leik: Byrjað að hleypa inn þegar tuttugu mínútur eru til leiks og það streymir strax inn í stúku FH. Fámennt af stuðningsfólki Gróttu.Fyrir leik: Þessi lið eiga það sameiginlegt að þau féllu bæði úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninar í fyrra, FH-ingar gegn Aftureldingu en Grótta datt út gegn ÍBV.Fyrir leik: Heimamenn koma inn í úrslitakeppnina á miklu flugi en liðið hefur aðeins tapað einum leik eftir áramót gegn ÍBV úti og unnið fjóra í röð. Hér í Kaplakrika hefur liðið unnið fimm af sex eftir áramót, eina jafnteflið kom gegn Fram.Fyrir leik: FH vann báða leiki liðanna í deildinni hér í Kaplakrika nokkuð sannfærandi, nú síðast átta marka sigur fyrir tveimur vikum. Grótta vann eina leik liðanna á Seltjarnarnesi í deildarkeppninni.Fyrir leik: FH-ingar eru fyrri út á gólfið, koma fjörutíu mínútum fyrir leik og hefja upphitun. Stuttu síðar koma Seltirningar út á gólfið og um leið setur vallarþulurinn Scooter-lag á fullt gas. Strípulausir Seltirningar virðast vera einbeittir.Fyrir leik: Grótta aftur á móti féll niður í áttunda sæti deildarinnar eftir tap gegn Fram í lokaumferðinni á Seltjarnarnesi. Það eru eflaust ekki margir sem búast við því að Seltirningar ná að standa í sjóðheitum FH-ingum.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik FH og Gróttu í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta úr Kaplakrika. Hér mætast liðin sem höfnuðu í 1. og 8. sæti deildarinnar en FH-ingar urðu deildarmeistarar í fyrsta sinn í 25 ár með sigri á Selfossi á þriðjudaginn.
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira