Segja röskun verða á flugi 10 þúsund farþega komi til verkfalls flugvirkja Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2017 15:58 Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýna félag flugvirkja harðlega. Deilan varðar kjör flugvirkja hjá Icelandair. Vísir/Vilhelm Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætla að röskun verði á flugi hjá 10 þúsund farþegum dag hvern sem aðgerðir flugvirkja standa yfir. Þetta segja samtökin í tilefni af boðaðs ótímabundins verkfalls sem Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað frá og með næstkomandi sunnudegi 17. desember næstkomandi náist ekki samningar við Icelandair. Samtök ferðaþjónustunnar segja Flugvirkjafélag Íslands hafa boðað til verkfalls á um það bil eins og hálfs árs fresti frá árinu 2009 með tilheyrandi óvissu og höggi fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. „Það segir sig sjálft að slíkt vinnumarkaðslíkan gengur ekki upp og er fullreynt. Tryggja verður stöðugt rekstrarumhverfi greinarinnar til framtíðar. Það er umhugsunarefni hvernig fámennir hópar í kjarabaráttu geta ítrekað komið ferðaþjónustunni í uppnám. Jól og áramót eru handan við hornið, en Ísland sem áfangastaður fyrir ferðamenn yfir hátíðirnar hefur verið að styrkjast á undanförnum árum. Ferðaþjónustan er afar viðkvæm atvinnugrein, sérstaklega á landsbyggðinni, og má við litlum áföllum ásamt því að afleiddar atvinnugreinar eiga mikið undir að flugsamgöngur til og frá landinu séu greiðar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni. Hún segir verkfallshótun flugvirkja hafa þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist ásamt því að ferðaheildsalar séu uggandi. „Umræðan ein og sér hefur þannig þegar haft áhrif. Tryggar samgöngur til og frá landinu er eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á. Ferðaþjónustan er stærsta útflutningsatvinnugrein landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu um 39% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar, eða 463 milljörðum króna,“ segir í tilkynningu frá Stjórn samtakanna. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætlar á sama tíma að beinar, nettó, tekjur ríkis og sveitarfélaga af greininni hafi numið um 54 milljörðum króna. „Þá eru óbein áhrif greinarinnar mikil og því mun stöðvun flugs þess félags sem flýgur með 10 þúsund ferðamenn á dag, og hefur mesta markaðshlutdeild, hafa mikil neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni. Á hverjum degi sem verkfall stendur yfir er fjárhagslegt tjón fyrir þjóðarbúið því gífurlegt,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Eru samningsaðilar hvattir til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar treysta því að samningar náist sem allra fyrst þannig að ekki komi til aðgerða af hálfu flugvirkja næstkomandi sunnudag. Fréttir af flugi Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gangurinn sé að troða sér í norðaustur „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Sjá meira
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætla að röskun verði á flugi hjá 10 þúsund farþegum dag hvern sem aðgerðir flugvirkja standa yfir. Þetta segja samtökin í tilefni af boðaðs ótímabundins verkfalls sem Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað frá og með næstkomandi sunnudegi 17. desember næstkomandi náist ekki samningar við Icelandair. Samtök ferðaþjónustunnar segja Flugvirkjafélag Íslands hafa boðað til verkfalls á um það bil eins og hálfs árs fresti frá árinu 2009 með tilheyrandi óvissu og höggi fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. „Það segir sig sjálft að slíkt vinnumarkaðslíkan gengur ekki upp og er fullreynt. Tryggja verður stöðugt rekstrarumhverfi greinarinnar til framtíðar. Það er umhugsunarefni hvernig fámennir hópar í kjarabaráttu geta ítrekað komið ferðaþjónustunni í uppnám. Jól og áramót eru handan við hornið, en Ísland sem áfangastaður fyrir ferðamenn yfir hátíðirnar hefur verið að styrkjast á undanförnum árum. Ferðaþjónustan er afar viðkvæm atvinnugrein, sérstaklega á landsbyggðinni, og má við litlum áföllum ásamt því að afleiddar atvinnugreinar eiga mikið undir að flugsamgöngur til og frá landinu séu greiðar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni. Hún segir verkfallshótun flugvirkja hafa þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist ásamt því að ferðaheildsalar séu uggandi. „Umræðan ein og sér hefur þannig þegar haft áhrif. Tryggar samgöngur til og frá landinu er eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á. Ferðaþjónustan er stærsta útflutningsatvinnugrein landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu um 39% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar, eða 463 milljörðum króna,“ segir í tilkynningu frá Stjórn samtakanna. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætlar á sama tíma að beinar, nettó, tekjur ríkis og sveitarfélaga af greininni hafi numið um 54 milljörðum króna. „Þá eru óbein áhrif greinarinnar mikil og því mun stöðvun flugs þess félags sem flýgur með 10 þúsund ferðamenn á dag, og hefur mesta markaðshlutdeild, hafa mikil neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni. Á hverjum degi sem verkfall stendur yfir er fjárhagslegt tjón fyrir þjóðarbúið því gífurlegt,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Eru samningsaðilar hvattir til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar treysta því að samningar náist sem allra fyrst þannig að ekki komi til aðgerða af hálfu flugvirkja næstkomandi sunnudag.
Fréttir af flugi Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gangurinn sé að troða sér í norðaustur „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Sjá meira