Jólafrómas að færeyskum hætti 15. desember 2017 12:00 Hjördísi finnst skemmtilegast að fara í innkaupaleiðangur þegar búið er að skreyta búðirnar og upplifa jólastemminguna. MYND/STEFÁN Söngkonan Hjördís Ásta Þórisdóttir heldur jólin í foreldrahúsum og hennar hlutverk er að útbúa jólafrómasinn eftir uppskrift frá Færeyjum. Þessi jól eru sérstök því Hjördís var að gefa út jólalagið Vetur sem var í nær áratug í undirbúningi. „Ég er mjög mikið jólabarn og finnst gaman að halda í gamlar hefðir. Ég ver jólunum heima hjá mömmu og pabba sem búa í Vík í Mýrdal. Þangað fer ég oftast á Þorláksmessu og ég sé oftast um að búa til jólafrómasinn. Við förum ekki í mörg jólaboð heldur höfum það kósí og jólin hjá okkur eru róleg og góð,“ segir Hjördís Ásta brosandi. Jólaljós og aðventukrans Jólatréð er skreytt á Þorláksmessukvöld og yngstu börnin á heimilinu fá að setja toppinn á tréð. „Ég skreyti líka alltaf heima hjá mér þótt ég sé þar ekki yfir jólin, set jólaljós í gluggana og set upp aðventukrans og geri huggulegt í kringum mig,“ segir Hjördís, sem hefur mest gaman af því að kaupa jólagjafirnar í desember. „Mér finnst skemmtilegast að fara í innkaupaleiðangur þegar búið er að skreyta búðirnar og upplifa jólastemninguna.“ Óvenjulegur aðfangadagsmatur „Á aðfangadagskvöld er lambalæri í matinn, sem er dálítið óvenjulegt. Sú hefð kemur frá föðurömmu minni sem gat ekki hugsað sér að hafa neitt annað en lambalæri í matinn á jólinum. Eftir að hún féll frá héldum við þessum sið áfram. Í eftirmat er sítrónu- og appelsínufrómas, en sá siður kemur frá móðurömmu minni. Amma lærði að gera hann hjá tannlæknisfrú í Færeyjum. Hún kenndi mömmu minni að búa til sítrónufrómas og seinna var appelsínum bætt í hann. Fyrir nokkrum árum bað ég mömmu um að kenna mér að búa hann til en það var ekki aðeins vegna áhuga á þessum góða eftirrétti heldur var ég búin að fá leyfi til að eiga skálarnar sem hann er alltaf borinn fram í. Skálarnar hafa tilheyrt fjölskyldunni frá því um 1900 og koma upphaflega frá Hjörleifshöfða,“ segir Hjördís. Hún býr frómasinn til á Þorláksmessu og skreytir hann á aðfangadag. Hjördís segir litla fyrirhöfn að útbúa eftirréttinn. „Galdurinn er að flýta sér hægt. Það getur vafist fyrir sumum að bæta matarlíminu saman við eggjablönduna en þá er ráð að hella því rólega saman við hana.“ Syngur nýtt jólalag Þessi jól eru sérstök í huga Hjördísar því hún gaf nýverið út jólalagið Vetur sem hefur verið tæp tíu ár í undirbúningi. „Upphaflega er þetta sænskt jólalag en í íslensku útgáfunni kemur orðið jól þó ekki fyrir heldur er áhersla á veturinn. Harpa Jónsdóttir samdi íslenska textann og sendi mér hann fyrir um áratug og sagðist telja að þetta lag hentaði mér vel. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári að ég lét verða af því að taka lagið upp og fékk frábært tónlistarfólk í lið með mér,“ segir Hjördís sem er afar ánægð með útkomuna. Hún lærði söng og leiklist í New York en vinnur dagsdaglega hjá Valitor. „Mér finnst alltaf jafngaman að syngja og mun koma fram á kórtónleikum á næstunni og svo eru einhverjir tónleikar fram undan,“ segir Hjördís, sem annars ætlar að njóta jólanna í faðmi fjölskyldunnar. Jólafrómas með sítrónum og appelsínum. MYND/STEFÁN Sítrónu- og appelsínufrómas 4 egg 120 g sykur (1½ dl) 4 blöð matarlím Safi úr einni sítrónu Safi úr tveimur appelsínum Rifinn sítrónubörkur eftir smekk ¼ l rjómi Aðferð: Setjið matarlímið í kalt vatn og látið bíða um stund. Kreistið safa úr sítrónu og appelsínum og setjið til hliðar. Setjið sítrónubörk út í safann. Þeytið rjómann, en stífþeytið hann ekki. Látið rjómann bíða við stofuhita á meðan annað er klárað. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan er orðin ljós og létt. Bræðið matarlímið yfir sjóðandi vatni, eða eftir leiðbeiningum á umbúðum, og hellið rólega út í ávaxtasafann með sítrónuberkinum. Bætið matarlímsblöndunni rólega út í þeytt eggin og sykurinn og hrærið varlega í á meðan. Bætið þeytta rjómanum loks varlega út í. Hellið frómasnum í stóra skál, eða litlar skálar, og setjið í kæli í a.m.k. 12 klukkustundir. Skreytið frómasinn með þeyttum rjóma, súkkulaði eða ávöxtum. Berið fram með þeyttum rjóma. Eftirréttir Jólamatur Uppskriftir Færeyjar Mest lesið Heims um ból Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Tilhlökkun á hverjum degi Jólin Jólaleikur Bloggsins Jól Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Eggaldin í staðinn fyrir síld Jól
Söngkonan Hjördís Ásta Þórisdóttir heldur jólin í foreldrahúsum og hennar hlutverk er að útbúa jólafrómasinn eftir uppskrift frá Færeyjum. Þessi jól eru sérstök því Hjördís var að gefa út jólalagið Vetur sem var í nær áratug í undirbúningi. „Ég er mjög mikið jólabarn og finnst gaman að halda í gamlar hefðir. Ég ver jólunum heima hjá mömmu og pabba sem búa í Vík í Mýrdal. Þangað fer ég oftast á Þorláksmessu og ég sé oftast um að búa til jólafrómasinn. Við förum ekki í mörg jólaboð heldur höfum það kósí og jólin hjá okkur eru róleg og góð,“ segir Hjördís Ásta brosandi. Jólaljós og aðventukrans Jólatréð er skreytt á Þorláksmessukvöld og yngstu börnin á heimilinu fá að setja toppinn á tréð. „Ég skreyti líka alltaf heima hjá mér þótt ég sé þar ekki yfir jólin, set jólaljós í gluggana og set upp aðventukrans og geri huggulegt í kringum mig,“ segir Hjördís, sem hefur mest gaman af því að kaupa jólagjafirnar í desember. „Mér finnst skemmtilegast að fara í innkaupaleiðangur þegar búið er að skreyta búðirnar og upplifa jólastemninguna.“ Óvenjulegur aðfangadagsmatur „Á aðfangadagskvöld er lambalæri í matinn, sem er dálítið óvenjulegt. Sú hefð kemur frá föðurömmu minni sem gat ekki hugsað sér að hafa neitt annað en lambalæri í matinn á jólinum. Eftir að hún féll frá héldum við þessum sið áfram. Í eftirmat er sítrónu- og appelsínufrómas, en sá siður kemur frá móðurömmu minni. Amma lærði að gera hann hjá tannlæknisfrú í Færeyjum. Hún kenndi mömmu minni að búa til sítrónufrómas og seinna var appelsínum bætt í hann. Fyrir nokkrum árum bað ég mömmu um að kenna mér að búa hann til en það var ekki aðeins vegna áhuga á þessum góða eftirrétti heldur var ég búin að fá leyfi til að eiga skálarnar sem hann er alltaf borinn fram í. Skálarnar hafa tilheyrt fjölskyldunni frá því um 1900 og koma upphaflega frá Hjörleifshöfða,“ segir Hjördís. Hún býr frómasinn til á Þorláksmessu og skreytir hann á aðfangadag. Hjördís segir litla fyrirhöfn að útbúa eftirréttinn. „Galdurinn er að flýta sér hægt. Það getur vafist fyrir sumum að bæta matarlíminu saman við eggjablönduna en þá er ráð að hella því rólega saman við hana.“ Syngur nýtt jólalag Þessi jól eru sérstök í huga Hjördísar því hún gaf nýverið út jólalagið Vetur sem hefur verið tæp tíu ár í undirbúningi. „Upphaflega er þetta sænskt jólalag en í íslensku útgáfunni kemur orðið jól þó ekki fyrir heldur er áhersla á veturinn. Harpa Jónsdóttir samdi íslenska textann og sendi mér hann fyrir um áratug og sagðist telja að þetta lag hentaði mér vel. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári að ég lét verða af því að taka lagið upp og fékk frábært tónlistarfólk í lið með mér,“ segir Hjördís sem er afar ánægð með útkomuna. Hún lærði söng og leiklist í New York en vinnur dagsdaglega hjá Valitor. „Mér finnst alltaf jafngaman að syngja og mun koma fram á kórtónleikum á næstunni og svo eru einhverjir tónleikar fram undan,“ segir Hjördís, sem annars ætlar að njóta jólanna í faðmi fjölskyldunnar. Jólafrómas með sítrónum og appelsínum. MYND/STEFÁN Sítrónu- og appelsínufrómas 4 egg 120 g sykur (1½ dl) 4 blöð matarlím Safi úr einni sítrónu Safi úr tveimur appelsínum Rifinn sítrónubörkur eftir smekk ¼ l rjómi Aðferð: Setjið matarlímið í kalt vatn og látið bíða um stund. Kreistið safa úr sítrónu og appelsínum og setjið til hliðar. Setjið sítrónubörk út í safann. Þeytið rjómann, en stífþeytið hann ekki. Látið rjómann bíða við stofuhita á meðan annað er klárað. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan er orðin ljós og létt. Bræðið matarlímið yfir sjóðandi vatni, eða eftir leiðbeiningum á umbúðum, og hellið rólega út í ávaxtasafann með sítrónuberkinum. Bætið matarlímsblöndunni rólega út í þeytt eggin og sykurinn og hrærið varlega í á meðan. Bætið þeytta rjómanum loks varlega út í. Hellið frómasnum í stóra skál, eða litlar skálar, og setjið í kæli í a.m.k. 12 klukkustundir. Skreytið frómasinn með þeyttum rjóma, súkkulaði eða ávöxtum. Berið fram með þeyttum rjóma.
Eftirréttir Jólamatur Uppskriftir Færeyjar Mest lesið Heims um ból Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Tilhlökkun á hverjum degi Jólin Jólaleikur Bloggsins Jól Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Eggaldin í staðinn fyrir síld Jól