Að fá ekki tækifæri til að krefjast jafnréttis Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 10. mars 2017 15:17 Við getum öll verið sammála um að jafnrétti kynjanna er mjög mikilvægt mannréttindamál. Við getum líka verið stolt af því að miðað við viðurkennda alþjóðlega mælikvarða stendur Ísland í fremstu röð varðandi kynjajafnrétti. Íslenskum ráðherrum finnst eðlilega mjög gaman að tala um það við kollega sína og blaðamenn í útlöndum. Umræðan um jafnrétti kynjanna hvað varðar laun og aðgang að stjórnunarstörfum hefur verið mjög áberandi í samfélaginu að undanförnu, enda hefur félags- og jafnréttismálaráðherra lagt áherslu á þau mál og ríkisstjórnin öll. Það er að sjálfsögðu lofsvert og mjög mikilvægt. En við viljum þó minna stjórnvöld á að til að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að fá sömu laun og aðrir fyrir sömu störf og fá tækifæri til að gegna stjórnunarstörfum og komast í stjórnir fyrirtækja verður fólk að fá tækifæri til að komast út á vinnumarkaðinn. Sá sem ekki fær tækifæri til að afla sér launa getur ekki krafist jafnra launa sér til handa eða átt von um að fá stjórnunarstarf hjá ríki, sveitarfélögum eða einkafyrirtækjum. Og við verðum líka að minna sjórnvöld á að margt fatlað fólk með skerta starfsgetu fær alls ekki þau tækifæri á íslenskum vinnumarkaði eins og hann er. Það fólk fær því ekki einu sinni tækifæri til að krefjast jafnra launa eða jafnra tækifæra til starfsþróunar á vinnumarkaði hvað þá að njóta þeirra mannréttinda. Og það er annar hópur fólks og langoftast kvenna sem við viljum minna á og skorum á ráðherra að gleyma alls ekki þegar þeir leggja til lög og reglur og aðgerðir til að útrýma kynbundnum launamun og til að jafna tækifæri kynjanna til þátttöku í stjórnunarstörfum á vinnumarkaði. Allar rannsóknir sýna að konur gegna lykilhlutverki við að veita fötluðum börnum og fötluðu fullorðnu fólki nauðsynlega aðstoð. Og það eru mæður fatlaðra barna sem frekar minnka við sig í námi eða vinnu en feðurnir. Mjög margar þeirra þurfa að hverfa frá námi eða hætta að vinna launavinnu til lengri eða skemmri tíma til að tryggja lífsgæði barna sinna. Mjög oft er það svo að þessar konur sinna þessum ólaunuðu störfum ekki einungis meðan þau eru börn, heldur er algengt að þessar konur séu árum saman utan vinnumarkaðar eða í hlutastörfum vegna þessa. Þessar konur fara þó ekki einungis á mis við tækifæri til náms, atvinnu, launa og starfsframa, heldur hafa þær líka skert lífeyrisréttindi því að þær geta ekki greitt í lífeyrissjóð af tekjum sem engar eru fyrir umönnunarstörfin sem þær vinna. Málefni þessara kvenna virðast ekki ná inn á radar þeirra sem mest fjalla um jafnrétti kynjanna og stöðu kvenna í samfélaginu. Þær eru sjálfar heldur ekkert að trana sér fram með kröfur um réttindi sín. Þær eru miklu uppteknari af því að berjast fyrir réttindum barnanna sinna, réttindum fatlaðs fólks. Þær vita nefnilega að réttindi barnanna þeirra, fatlaðs fólks, eru mun lakari en þeirra eigin þrátt fyrir allt. Þær vita líka að með því að tryggja að fatlað fólk, þ.m.t. börn, fái þá aðstoð sem það þarf vegna fötlunar sinnar og fái möguleika til þátttöku í samfélaginu án mismununar þurfa þær ekki lengur að sinna ólaunuðum umönnunarstörfum umfram það sem eðlilegt getur talist þegar börn og foreldrar eiga í hlut. Núverandi ríkisstjórn tók við völdum 11. janúar sl., þ.e. fyrir tveimur mánuðum síðan. Landssamtökin Þroskahjálp lýsa hér með eftir metnaðarfullum yfirlýsingum frá hlutaðeigandi ráðherrum um að ríkisstjórnin ætli að tryggja að fatlað fólk og foreldrar fatlaðra barna fái tækifæri til að krefjast þeirra réttinda til jafnra launa og tækifæra sem félags- og jafnréttismálaráðherra og ríkisstjórnin ætlar sem betur fer að tryggja konum á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um að jafnrétti kynjanna er mjög mikilvægt mannréttindamál. Við getum líka verið stolt af því að miðað við viðurkennda alþjóðlega mælikvarða stendur Ísland í fremstu röð varðandi kynjajafnrétti. Íslenskum ráðherrum finnst eðlilega mjög gaman að tala um það við kollega sína og blaðamenn í útlöndum. Umræðan um jafnrétti kynjanna hvað varðar laun og aðgang að stjórnunarstörfum hefur verið mjög áberandi í samfélaginu að undanförnu, enda hefur félags- og jafnréttismálaráðherra lagt áherslu á þau mál og ríkisstjórnin öll. Það er að sjálfsögðu lofsvert og mjög mikilvægt. En við viljum þó minna stjórnvöld á að til að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að fá sömu laun og aðrir fyrir sömu störf og fá tækifæri til að gegna stjórnunarstörfum og komast í stjórnir fyrirtækja verður fólk að fá tækifæri til að komast út á vinnumarkaðinn. Sá sem ekki fær tækifæri til að afla sér launa getur ekki krafist jafnra launa sér til handa eða átt von um að fá stjórnunarstarf hjá ríki, sveitarfélögum eða einkafyrirtækjum. Og við verðum líka að minna sjórnvöld á að margt fatlað fólk með skerta starfsgetu fær alls ekki þau tækifæri á íslenskum vinnumarkaði eins og hann er. Það fólk fær því ekki einu sinni tækifæri til að krefjast jafnra launa eða jafnra tækifæra til starfsþróunar á vinnumarkaði hvað þá að njóta þeirra mannréttinda. Og það er annar hópur fólks og langoftast kvenna sem við viljum minna á og skorum á ráðherra að gleyma alls ekki þegar þeir leggja til lög og reglur og aðgerðir til að útrýma kynbundnum launamun og til að jafna tækifæri kynjanna til þátttöku í stjórnunarstörfum á vinnumarkaði. Allar rannsóknir sýna að konur gegna lykilhlutverki við að veita fötluðum börnum og fötluðu fullorðnu fólki nauðsynlega aðstoð. Og það eru mæður fatlaðra barna sem frekar minnka við sig í námi eða vinnu en feðurnir. Mjög margar þeirra þurfa að hverfa frá námi eða hætta að vinna launavinnu til lengri eða skemmri tíma til að tryggja lífsgæði barna sinna. Mjög oft er það svo að þessar konur sinna þessum ólaunuðu störfum ekki einungis meðan þau eru börn, heldur er algengt að þessar konur séu árum saman utan vinnumarkaðar eða í hlutastörfum vegna þessa. Þessar konur fara þó ekki einungis á mis við tækifæri til náms, atvinnu, launa og starfsframa, heldur hafa þær líka skert lífeyrisréttindi því að þær geta ekki greitt í lífeyrissjóð af tekjum sem engar eru fyrir umönnunarstörfin sem þær vinna. Málefni þessara kvenna virðast ekki ná inn á radar þeirra sem mest fjalla um jafnrétti kynjanna og stöðu kvenna í samfélaginu. Þær eru sjálfar heldur ekkert að trana sér fram með kröfur um réttindi sín. Þær eru miklu uppteknari af því að berjast fyrir réttindum barnanna sinna, réttindum fatlaðs fólks. Þær vita nefnilega að réttindi barnanna þeirra, fatlaðs fólks, eru mun lakari en þeirra eigin þrátt fyrir allt. Þær vita líka að með því að tryggja að fatlað fólk, þ.m.t. börn, fái þá aðstoð sem það þarf vegna fötlunar sinnar og fái möguleika til þátttöku í samfélaginu án mismununar þurfa þær ekki lengur að sinna ólaunuðum umönnunarstörfum umfram það sem eðlilegt getur talist þegar börn og foreldrar eiga í hlut. Núverandi ríkisstjórn tók við völdum 11. janúar sl., þ.e. fyrir tveimur mánuðum síðan. Landssamtökin Þroskahjálp lýsa hér með eftir metnaðarfullum yfirlýsingum frá hlutaðeigandi ráðherrum um að ríkisstjórnin ætli að tryggja að fatlað fólk og foreldrar fatlaðra barna fái tækifæri til að krefjast þeirra réttinda til jafnra launa og tækifæra sem félags- og jafnréttismálaráðherra og ríkisstjórnin ætlar sem betur fer að tryggja konum á vinnumarkaði.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun