Viðskipti innlent

Stjórnarmenn Arion banka fá launahækkun

Haraldur Guðmundsson skrifar
Átta manns sitja í stjórn Arion banka.
Átta manns sitja í stjórn Arion banka.
Laun stjórnarmanna Arion banka hækka um 6,6 prósent að meðaltali með ákvörðun aðalfundar bankans frá því í gær. Heildarlaunagreiðslur til stjórnarmanna Arion námu í fyrra 82,3 milljónum króna. Þar af fékk stjórnarformaðurinn Monica Caneman 21,4 milljónir. Árið 2015 námu heildargreiðslur til stjórnarinnar 75,4 milljónum.  

„Ákveðið var að greiða ekki út arð en stjórn bankans hefur víðtæka heimild til að leggja fram tillögu um arðgreiðslu eða aðra ráðstöfun eigin fjár og því mun stjórnin mögulega boða til aukahluthafafundar síðar á árinu þar sem tillaga um slíka ráðstöfun yrði lögð fyrir,“ segir í tilkynningu Arion banka.

Á fundinum voru eftirfarandi endurkjörnir í stjórn bankans: Brynjólfur Bjarnason, Guðrún Johnsen, John P. Madden, Kirstín Þ. Flygenring, Måns Höglund, Monica Caneman og Þóra Hallgrímsdóttir. Jafnframt var Jakob Már Ásmundsson kjörinn nýr í stjórn bankans en Benedikt Olgeirsson hættir í stjórninni. Áfram er jöfn kynjaskipting í stjórn bankans. Kirstín er fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórninni, aðrir eru tilnefndir af Kaupskilum.





 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×