Rodgers ótrúlegur í yfirburðasigri Packers | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2017 08:00 Aaron Rodgers virðist til alls líklegur í ár. Vísir/Getty Nú standa aðeins átta lið eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl í NFL-deildinni þetta árið en fyrsta umferð úrslitakeppni deildarinnar fór fram um helgina. Sjá einnig: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers unnu sigra í leikjum gærdagsins en bæði lið höfðu talsverða yfirburði í sínum viðureignum. Pittsburgh fór illa með Miami Dolphins þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger, hlauparinn Le'Veon Bell og útherjinn Antonio Brown fóru á kostum. Stálmennirnir gerðu í raun út um leikinn þegar Big Ben, eins og hann er kallaður, gaf tvær langar snertimarkssendingar á Brown strax í fyrsta leikhluta. Bell sá svo nánast um rest en hann hljóp samtals 167 jarda, sem er félagsmet hjá Pittsburgh í úrslitakeppninni, og skoraði tvö snertimörk. Pittsburgh vann að lokum 30-12 sigur og mætir Kansas City Chiefs á útivelli í undanúrslitum Ameríku deildarinnar. New England Patriots mætir Houston Texans í hinni undanúrslitaviðureigninni.Big Ben og Brown fagna í nótt.Vísir/GettyLygilegur Rodgers Er þá komið að þætti Aaron Rodgers, leikstjórnanda Green Bay Packers. Hann átti ótrúlegan leik í stórleik helgarinnar, gegn New York Giants á heimavelli. Risarnir frá New York byrjuðu betur í leiknum og Eli Manning stýrði sóknarleiknum vel framan af leik. En það skilaði aðeins tveimur vallarmörkum og 6-0 forystu, þegar hún hefði hæglega getað verið mun meiri. Vörn Giants hefur verið frábær í vetur og Rodgers komst ekki almennilega í gang fyrr en í lok fyrri hálfleiks. Green Bay komst svo yfir þegar Rodgers gaf snertimarkssendingu á Davante Adams en sá fyrrnefndi var þá bara rétt að byrja. Rodgers fékk boltann aftur þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en þegar sex sekúndur voru eftir gaf hann svokallaða „heilaga Maríu“ sendingu inn í endamarkið þar sem Randall Cobb hafði betur í baráttunni við varnarmenn Giants og skoraði ótrúlegt snertimark.Randall Cobb skoraði þrjú snertimörk í gær.Vísir/GettyEli Manning náði að klóra í bakkann fyrir Giants í upphafi síðari hálfleiks og gefa snertimarkssendingu á Tavarres King sem minnkaði forystu Packers í eitt stig. En nær komust gestirnir ekki. Rodgers tók leikinn yfir og gaf tvær snertimarkssendingar í viðbót, báðar á Randall Cobb. Hlauparinn Aaron Ripkowski bætti við einu snertimarki til viðbótar, lokatölur 38-13. Sviðsljósið var einnig á útherjanum Odell Beckham yngri í nótt, eins og svo oft áður, en hann var ólíkur sjálfum sér í leiknum. Hann missti sendingar og endaði með því að grípa boltann aðeins fjórum sinnum fyrir samtals 28 jördum. Þrátt fyrir sigurinn varð Packers fyrir áfalli þegar Jordy Nelson fór meiddur af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa fengið þungt högg í síðuna. Packers mætir næst Dallas Cowboys um næstu hlegi en í hinni undanúrslitaviðureign Þjóðardeildarinnar tekur Atlanta Falcons á móti Seattle Seahawks. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NFL Tengdar fréttir NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur "Wild card“ leikjunum 8. janúar 2017 12:49 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Sjá meira
Nú standa aðeins átta lið eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl í NFL-deildinni þetta árið en fyrsta umferð úrslitakeppni deildarinnar fór fram um helgina. Sjá einnig: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers unnu sigra í leikjum gærdagsins en bæði lið höfðu talsverða yfirburði í sínum viðureignum. Pittsburgh fór illa með Miami Dolphins þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger, hlauparinn Le'Veon Bell og útherjinn Antonio Brown fóru á kostum. Stálmennirnir gerðu í raun út um leikinn þegar Big Ben, eins og hann er kallaður, gaf tvær langar snertimarkssendingar á Brown strax í fyrsta leikhluta. Bell sá svo nánast um rest en hann hljóp samtals 167 jarda, sem er félagsmet hjá Pittsburgh í úrslitakeppninni, og skoraði tvö snertimörk. Pittsburgh vann að lokum 30-12 sigur og mætir Kansas City Chiefs á útivelli í undanúrslitum Ameríku deildarinnar. New England Patriots mætir Houston Texans í hinni undanúrslitaviðureigninni.Big Ben og Brown fagna í nótt.Vísir/GettyLygilegur Rodgers Er þá komið að þætti Aaron Rodgers, leikstjórnanda Green Bay Packers. Hann átti ótrúlegan leik í stórleik helgarinnar, gegn New York Giants á heimavelli. Risarnir frá New York byrjuðu betur í leiknum og Eli Manning stýrði sóknarleiknum vel framan af leik. En það skilaði aðeins tveimur vallarmörkum og 6-0 forystu, þegar hún hefði hæglega getað verið mun meiri. Vörn Giants hefur verið frábær í vetur og Rodgers komst ekki almennilega í gang fyrr en í lok fyrri hálfleiks. Green Bay komst svo yfir þegar Rodgers gaf snertimarkssendingu á Davante Adams en sá fyrrnefndi var þá bara rétt að byrja. Rodgers fékk boltann aftur þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en þegar sex sekúndur voru eftir gaf hann svokallaða „heilaga Maríu“ sendingu inn í endamarkið þar sem Randall Cobb hafði betur í baráttunni við varnarmenn Giants og skoraði ótrúlegt snertimark.Randall Cobb skoraði þrjú snertimörk í gær.Vísir/GettyEli Manning náði að klóra í bakkann fyrir Giants í upphafi síðari hálfleiks og gefa snertimarkssendingu á Tavarres King sem minnkaði forystu Packers í eitt stig. En nær komust gestirnir ekki. Rodgers tók leikinn yfir og gaf tvær snertimarkssendingar í viðbót, báðar á Randall Cobb. Hlauparinn Aaron Ripkowski bætti við einu snertimarki til viðbótar, lokatölur 38-13. Sviðsljósið var einnig á útherjanum Odell Beckham yngri í nótt, eins og svo oft áður, en hann var ólíkur sjálfum sér í leiknum. Hann missti sendingar og endaði með því að grípa boltann aðeins fjórum sinnum fyrir samtals 28 jördum. Þrátt fyrir sigurinn varð Packers fyrir áfalli þegar Jordy Nelson fór meiddur af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa fengið þungt högg í síðuna. Packers mætir næst Dallas Cowboys um næstu hlegi en í hinni undanúrslitaviðureign Þjóðardeildarinnar tekur Atlanta Falcons á móti Seattle Seahawks. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NFL Tengdar fréttir NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur "Wild card“ leikjunum 8. janúar 2017 12:49 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Sjá meira
NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur "Wild card“ leikjunum 8. janúar 2017 12:49