Lífið

Davíð skellti sér í 30 daga ferð og vill sýna hvernig hlutirnir eru í raun og veru

Stefán Árni Pálsson skrifar
Davíð er góður á myndavélinni.
Davíð er góður á myndavélinni.
„Í október í fyrra fór é í framleiðsluferð til Asíu nánar tiltekið Laos, Tælands og Kambódíu og var þetta samstarfsverki með ferðaskrifstofunni Kilroy,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson sem skellti sér í 30 daga ferð.

„Þeir skipulögðu dagskrána og var verkefnið tvíþætt. Annarsvegar að sýna frá ferðinni á Snapchat á meðan að ferðinni stóð og hinsvegar að gefa út myndband eftir að ég kæmi heim.“ 

Davíð segist hafa unnið kynningarmyndbandið með það að leiðarljósi að hafa það eina raunverulegt og hægt væri.

„Sýna frá þessu eins og þetta er nákvæmlega, fólkið sem bjó þarna, náttúruna og landið. , lifandi augnablik sem gerðust á staðnum og annaðhvort náðist það eða ekki. Við vorum bara í venjulegri ferð þar sem við fylgdum dagskrá og því engin tími til að stilla eitthvað sérstaklega upp eða taka upp oft. Það var bara „one take“ og ef það klikkaði þá var það bara næsti staður, því rútan var alltaf að fara.“

Hann segir að það hafi ekki verið auðvelt að vera bæði að snappa og taka upp efni á sama tíma og reyna ná hverjum einasta augnabliki.

„En þetta hafðist einhvernvegin allt saman og alveg ótrúlega gaman og gefandi að fá að upplifa þessa ferð og þessi fallegu lönd.“

Hér að neðan má sjá myndbandið sem Davíð útbjó eftir heimkomuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.