Veiðimenn lugu um skotbardaga við „ólöglega innflytjendur“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2017 14:00 Lögregluyfirvöld á svæðinu voru full efasemda um sögu fólksins, en um 30 lögregluþjónar og leitarmenn voru sendir til að fara yfir svæðið. Vísir/GEtty Veiði- og leiðsögumennirnir Walker Daugherty og Michael Bryant voru að leiða hóp veiðimanna í Texas í janúar um átta kílómetra frá landamærum Mexíkó, þegar hópur ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó hóf skothríð á þá um miðja nótt. Markmið fólksins var að ræna húsbíl sem veiðihópurinn notaðist við. Þegar öllu var aflokið hafði Daugherty fengið skot í magann og skjólstæðingur þeirra, Edwin Roberts, særðist á hendinni. Þetta var frásögn veiðimannanna eftir að þeir voru fluttir á sjúkrahús. Seinna meir sögðu þeir vinum og fjölskyldu að innflytjendurnir ólöglegu hefðu ætlað sér að myrða alla í veiðibúðunum.Hópfjáröflun var sett af stað þar sem fólk gat hjálpað Daughtry að borga læknakostnað sinn. Tæplega þrjú hundruð þúsund krónur söfnuðust. Staðreyndin er hins vegar sú að Daugherty skaut skjólstæðing sinn og Bryant skaut Doherty. Þeir reyndu svo að hylma yfir sannleikann með þessari lygilegu sögu. Þeir hafa nú verið ákærðir vegna málsins.Lögreglan efaðist strax en sagan fór víða Lögregluyfirvöld á svæðinu voru full efasemda um sögu fólksins, en um 30 lögregluþjónar og leitarmenn voru sendir til að fara yfir svæðið. Einnig var notast við þyrlu með hitamyndavél. Engin ummerki um ferðir annarra en þeirra sem voru í veiðihópnum fundust og engin skothylki fundust heldur, samkvæmt frétt Washington Post. Þrátt fyrir að það tók lögregluna einungis nokkra daga að lýsa því yfir að engar vísbendingar höfðu fundist um að saga þeirra væri sönn, hafði henni verið dreift víða á samfélagsmiðlum. Þar hafði sagan einnig tekið nokkrum breytingum og var meðal annars sagt að „innflytjendurnir“ hefðu umkringt veiðihópinn og skotið á fólkið úr öllum áttum. Sid Miller, háttsettur embættismaður í Texas, deildi sögunni á Facebook og sagði hina meintu árás til marks um nauðsyn þess að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gera. Færslunni var deilt minnst 6.500 sinnum áður en Miller eyddi henni. Donald Trump Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Veiði- og leiðsögumennirnir Walker Daugherty og Michael Bryant voru að leiða hóp veiðimanna í Texas í janúar um átta kílómetra frá landamærum Mexíkó, þegar hópur ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó hóf skothríð á þá um miðja nótt. Markmið fólksins var að ræna húsbíl sem veiðihópurinn notaðist við. Þegar öllu var aflokið hafði Daugherty fengið skot í magann og skjólstæðingur þeirra, Edwin Roberts, særðist á hendinni. Þetta var frásögn veiðimannanna eftir að þeir voru fluttir á sjúkrahús. Seinna meir sögðu þeir vinum og fjölskyldu að innflytjendurnir ólöglegu hefðu ætlað sér að myrða alla í veiðibúðunum.Hópfjáröflun var sett af stað þar sem fólk gat hjálpað Daughtry að borga læknakostnað sinn. Tæplega þrjú hundruð þúsund krónur söfnuðust. Staðreyndin er hins vegar sú að Daugherty skaut skjólstæðing sinn og Bryant skaut Doherty. Þeir reyndu svo að hylma yfir sannleikann með þessari lygilegu sögu. Þeir hafa nú verið ákærðir vegna málsins.Lögreglan efaðist strax en sagan fór víða Lögregluyfirvöld á svæðinu voru full efasemda um sögu fólksins, en um 30 lögregluþjónar og leitarmenn voru sendir til að fara yfir svæðið. Einnig var notast við þyrlu með hitamyndavél. Engin ummerki um ferðir annarra en þeirra sem voru í veiðihópnum fundust og engin skothylki fundust heldur, samkvæmt frétt Washington Post. Þrátt fyrir að það tók lögregluna einungis nokkra daga að lýsa því yfir að engar vísbendingar höfðu fundist um að saga þeirra væri sönn, hafði henni verið dreift víða á samfélagsmiðlum. Þar hafði sagan einnig tekið nokkrum breytingum og var meðal annars sagt að „innflytjendurnir“ hefðu umkringt veiðihópinn og skotið á fólkið úr öllum áttum. Sid Miller, háttsettur embættismaður í Texas, deildi sögunni á Facebook og sagði hina meintu árás til marks um nauðsyn þess að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gera. Færslunni var deilt minnst 6.500 sinnum áður en Miller eyddi henni.
Donald Trump Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira