Erlent vinnuafl býr á dvalarheimili aldraðra Svavar Hávarðsson skrifar 21. febrúar 2017 06:00 Markmiðið er að allt að áttatíu manns geti leigt í húsnæðinu. vísir/vilhelm Flugþjónustufyrirtækið Icelandair Ground Services (IGS), systurfyrirtæki Icelandair, vinnur þessa dagana að endurbótum á gömlu dvalarheimili aldraðra í Garði. Þar munu allt að 80 erlendir starfsmenn fyrirtækisins búa síðar á þessu ári en húsnæðismál erlends vinnuafls á Suðurnesjum er stöðugt úrlausnarefni fyrirtækja þessi misserin vegna fjölgunar starfa á Keflavíkurflugvelli.Gunnar S. OlsenGunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS, staðfestir að unnið sé hörðum höndum við að gera húsnæðið tilbúið í tíma. „Þarna eru töluvert af herbergjum sem verið er að laga fyrir okkur. Snyrta til, mála og gera vistlegt. Svo leigjum við þetta til okkar fólks sem kemur í vor,“ segir Gunnar og bætir við að mögulegt verði að leigja allt að 80 starfsmönnum, bæði sem einstaklingsherbergi og fyrir þá sem kjósa að deila herbergi. „Við erum að ráða erlenda starfsmenn í nánast hverja einustu deild hjá okkur; hlaðmenn, í ræstingar, innritun, flugeldhúsi og lagerstarfsmenn,“ segir Gunnar og bætir við að ráðnir hafa verið 220 erlendir starfsmenn sem bætast í stóran hóp Íslendinga sem verða örugglega um 400 talsins sem koma til starfa á sama tíma. Spurður um frekari uppbyggingu líka þeirri sem nú stendur yfir í Garði svarar Gunnar: „Við keyptum þrjár blokkir uppi á Ásbrú nýlega. En það dugar bara ekki til. Við þurfum að finna aðstöðu langt umfram það.“ En eins og Fréttablaðið sagði frá á haustmánuðum hafa flugþjónustufyrirtækin Airport Associates og IGS keypt fimm fjölbýlishús á Ásbrú, fyrrum svæði bandaríska varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll, til að leysa húsnæðismál starfsfólks síns. Fjölgun starfsfólks hjá félögunum báðum á næstu árum verður leyst með því að fá starfskrafta að utan – sem er að sögn vandalaust. Að mæta húsnæðisþörf þeirra þúsunda starfsmanna sem hingað munu koma til að vinna á Keflavíkurflugvelli er hins vegar flóknara viðfangsefni. Jónína Magnúsdóttir, formaður bæjarráðs í Garði, segir að húsnæðið sem um ræðir hafi staðið autt um nokkurt skeið, en fyrir um tveimur árum var byggð í Reykjanesbæ ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða á Nesvöllum. Því var gamla dvalarheimilið selt; í það bárust nokkur tilboð en fyrirtækið Nesfiskur keypti og leigir nú áfram til IGS. Jónína segir það mjög jákvætt að húsnæðið hafi fengið nýtt hlutverk, og ekki síst að svo stór hópur bætist við sveitarfélag sem telur rúmlega fimmtán hundruð manns í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Flugþjónustufyrirtækið Icelandair Ground Services (IGS), systurfyrirtæki Icelandair, vinnur þessa dagana að endurbótum á gömlu dvalarheimili aldraðra í Garði. Þar munu allt að 80 erlendir starfsmenn fyrirtækisins búa síðar á þessu ári en húsnæðismál erlends vinnuafls á Suðurnesjum er stöðugt úrlausnarefni fyrirtækja þessi misserin vegna fjölgunar starfa á Keflavíkurflugvelli.Gunnar S. OlsenGunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS, staðfestir að unnið sé hörðum höndum við að gera húsnæðið tilbúið í tíma. „Þarna eru töluvert af herbergjum sem verið er að laga fyrir okkur. Snyrta til, mála og gera vistlegt. Svo leigjum við þetta til okkar fólks sem kemur í vor,“ segir Gunnar og bætir við að mögulegt verði að leigja allt að 80 starfsmönnum, bæði sem einstaklingsherbergi og fyrir þá sem kjósa að deila herbergi. „Við erum að ráða erlenda starfsmenn í nánast hverja einustu deild hjá okkur; hlaðmenn, í ræstingar, innritun, flugeldhúsi og lagerstarfsmenn,“ segir Gunnar og bætir við að ráðnir hafa verið 220 erlendir starfsmenn sem bætast í stóran hóp Íslendinga sem verða örugglega um 400 talsins sem koma til starfa á sama tíma. Spurður um frekari uppbyggingu líka þeirri sem nú stendur yfir í Garði svarar Gunnar: „Við keyptum þrjár blokkir uppi á Ásbrú nýlega. En það dugar bara ekki til. Við þurfum að finna aðstöðu langt umfram það.“ En eins og Fréttablaðið sagði frá á haustmánuðum hafa flugþjónustufyrirtækin Airport Associates og IGS keypt fimm fjölbýlishús á Ásbrú, fyrrum svæði bandaríska varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll, til að leysa húsnæðismál starfsfólks síns. Fjölgun starfsfólks hjá félögunum báðum á næstu árum verður leyst með því að fá starfskrafta að utan – sem er að sögn vandalaust. Að mæta húsnæðisþörf þeirra þúsunda starfsmanna sem hingað munu koma til að vinna á Keflavíkurflugvelli er hins vegar flóknara viðfangsefni. Jónína Magnúsdóttir, formaður bæjarráðs í Garði, segir að húsnæðið sem um ræðir hafi staðið autt um nokkurt skeið, en fyrir um tveimur árum var byggð í Reykjanesbæ ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða á Nesvöllum. Því var gamla dvalarheimilið selt; í það bárust nokkur tilboð en fyrirtækið Nesfiskur keypti og leigir nú áfram til IGS. Jónína segir það mjög jákvætt að húsnæðið hafi fengið nýtt hlutverk, og ekki síst að svo stór hópur bætist við sveitarfélag sem telur rúmlega fimmtán hundruð manns í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira