Vilja innheimta veggjald um helstu þjóðvegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 21:47 Frá Suðurlandsvegi. vísir/andri marinó Hægt yrði að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum á þremur helstu þjóðvegum landsins eftir 8 ár ef tekin verða gjöld af umferð ökutækja um vegina. Í niðurstöðum starfshóps samgönguráðherra, sem kynntar voru á samgönguþingi í Hveragerði í dag, kemur fram að nauðsynlegt meðalgjald á hverri leið yrði 300-600 krónur.Jón Gunnarsson samgönguráðherra ávarpaði samgönguþingið í Hveragerði í dag, þar sem niðurstöður starfshópsins voru kynntar.Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytiðBrýnt er að hefja framkvæmdir á þremur helstu þjóðvegum landsins, Vesturlandsvegi um Mosfellsbæ, Suðurlandsvegi um Selfoss og Reykjanesbraut að Keflavíkurflugvelli. Í greinargerð starfshópsins er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við framkvæmdir á vegunum þremur verði um 56 milljarðar króna. Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdunum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. Þá yrði gjaldtakan enn fremur rafræn, álitlegast væri að hún hæfist um leið og framkvæmdir á viðeigandi leið og stofnað yrði til opinbers hlutafélags til að sjá um framkvæmdina. Nauðsynlegt meðalgjald 300 krónur en möguleiki á ódýrari ferðum Meginniðurstaða starfshópsins er sú að nauðsynlegt sé að innheimta meðalgjald á hverri leið, um 300 til rétt rúmlega 600 krónur. Þannig yrði meðalgjaldið sambærilegt meðalgjaldi Hvalfjarðarganga og jafnvel allt að helmingi lægra.Eyjólfur Árni Rafnsson.Fréttablaðið/GVAEyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins sem kynnti niðurstöðurnar í dag, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í kvöld að boðið yrði upp á eins konar magnafslátt líkt og fæst með kortakaupum í Hvalfjarðargöngin. „Ég á nú sjálfur 100 miða kort í Hvalfjarðargöng, borga fyrir hverja ferð 283 krónur. Ef við værum að tala um að fara austur fyrir Selfoss, eða til Keflavíkur eða upp í Borgarnes væri þetta sem sagt 140 krónur aðra leiðina,“ sagði Eyjólfur Árni í samtali við Ríkisútvarpið. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir ferðir ökutækja innan höfuðborgarsvæðisins, til að mynda frá miðborg og upp í Mosfellsbæ. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Hægt yrði að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum á þremur helstu þjóðvegum landsins eftir 8 ár ef tekin verða gjöld af umferð ökutækja um vegina. Í niðurstöðum starfshóps samgönguráðherra, sem kynntar voru á samgönguþingi í Hveragerði í dag, kemur fram að nauðsynlegt meðalgjald á hverri leið yrði 300-600 krónur.Jón Gunnarsson samgönguráðherra ávarpaði samgönguþingið í Hveragerði í dag, þar sem niðurstöður starfshópsins voru kynntar.Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytiðBrýnt er að hefja framkvæmdir á þremur helstu þjóðvegum landsins, Vesturlandsvegi um Mosfellsbæ, Suðurlandsvegi um Selfoss og Reykjanesbraut að Keflavíkurflugvelli. Í greinargerð starfshópsins er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við framkvæmdir á vegunum þremur verði um 56 milljarðar króna. Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdunum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. Þá yrði gjaldtakan enn fremur rafræn, álitlegast væri að hún hæfist um leið og framkvæmdir á viðeigandi leið og stofnað yrði til opinbers hlutafélags til að sjá um framkvæmdina. Nauðsynlegt meðalgjald 300 krónur en möguleiki á ódýrari ferðum Meginniðurstaða starfshópsins er sú að nauðsynlegt sé að innheimta meðalgjald á hverri leið, um 300 til rétt rúmlega 600 krónur. Þannig yrði meðalgjaldið sambærilegt meðalgjaldi Hvalfjarðarganga og jafnvel allt að helmingi lægra.Eyjólfur Árni Rafnsson.Fréttablaðið/GVAEyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins sem kynnti niðurstöðurnar í dag, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í kvöld að boðið yrði upp á eins konar magnafslátt líkt og fæst með kortakaupum í Hvalfjarðargöngin. „Ég á nú sjálfur 100 miða kort í Hvalfjarðargöng, borga fyrir hverja ferð 283 krónur. Ef við værum að tala um að fara austur fyrir Selfoss, eða til Keflavíkur eða upp í Borgarnes væri þetta sem sagt 140 krónur aðra leiðina,“ sagði Eyjólfur Árni í samtali við Ríkisútvarpið. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir ferðir ökutækja innan höfuðborgarsvæðisins, til að mynda frá miðborg og upp í Mosfellsbæ.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira