Miðflokkur Sigmundar tekinn fyrir á Twitter: „X-M? Er það fyrir alla með exem?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, býður fram undir listabókstafnum M, X-M. vísir/auðunn Nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, heitir Miðflokkurinn en tilkynnt var um nafnið í dag. Miðflokkurinn mun bjóða fram undir listabókstafnum M, X-M, og þykir netverjum mörgum valið á bókstafnum spaugilegt. „X-M“ þykir hljóma eins og „exem“, langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Þetta hafa notendur samfélagsmiðla keppst við að benda á en Vísir hefur tekið saman brot af því helsta sem birst hefur um málið á Twitter og Facebook.Loksins þegar samfaraflokksdjókarnir voru í rénun, þá koma exemdjókarnir.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 28, 2017 Bragi Valdimar Skúlason, þúsundþjalasmiður, fléttaði Framfarafélag Sigmundar Davíðs inn í sinn brandara og þá vandaði rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hugleikur Dagsson Sigmundi ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu á Facebook - í gríni þó.Samvinnuflokkur Björns Inga Hrafnssonar hefur enn fremur ákveðið að sameinast Miðflokki Sigmundar Davíðs en tilkynnt var formlega um samstarfið í dag. Báðir voru þeir Björn Ingi og Sigmundur Davíð áhrifamiklir menn innan Framsóknarflokksins en hafa sagt skilið við hann eftir mikil innanflokksátök, sem náðu eflaust hámarki í október í fyrra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi Sigmund Davíð í formannskosningu flokksins. Samkvæmt nýrri könnun MMR fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Nýi flokkur Sigmundar Davíðs mun nota listabókstafinn M. (X-M.) Hver vill ekki Exemm?— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) September 28, 2017 Þar höfum við það. Miðflokkurinn, flokkur Sigmundar, mun bjóða sig fram undir listabókstafnum EXEM— Þorsteinn Björnsson (@kristnihald) September 28, 2017 X-M = Exem. Tilviljun? Æ dónt þínk só beibí!— Örn Gunnþórsson (@ossigunn) September 28, 2017 Ok Sigmundur er að hjóla beint í fylgi Grínflokksins með þessu exem gríni. Við sjáum hver hlær síðast, kallinn minn.— $v1 (@SveinnKjarval) September 28, 2017 Öh.... X-M? Er það fyrir alla með exem, eða fær maður kannski exem ef maður kýs M?— R. Mutt (@skarist) September 28, 2017 Gott við X-M #exem #kosningar2017 pic.twitter.com/vLLhpCFypH— KonniWaage (@konninn) September 28, 2017 Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02 Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
Nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, heitir Miðflokkurinn en tilkynnt var um nafnið í dag. Miðflokkurinn mun bjóða fram undir listabókstafnum M, X-M, og þykir netverjum mörgum valið á bókstafnum spaugilegt. „X-M“ þykir hljóma eins og „exem“, langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Þetta hafa notendur samfélagsmiðla keppst við að benda á en Vísir hefur tekið saman brot af því helsta sem birst hefur um málið á Twitter og Facebook.Loksins þegar samfaraflokksdjókarnir voru í rénun, þá koma exemdjókarnir.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 28, 2017 Bragi Valdimar Skúlason, þúsundþjalasmiður, fléttaði Framfarafélag Sigmundar Davíðs inn í sinn brandara og þá vandaði rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hugleikur Dagsson Sigmundi ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu á Facebook - í gríni þó.Samvinnuflokkur Björns Inga Hrafnssonar hefur enn fremur ákveðið að sameinast Miðflokki Sigmundar Davíðs en tilkynnt var formlega um samstarfið í dag. Báðir voru þeir Björn Ingi og Sigmundur Davíð áhrifamiklir menn innan Framsóknarflokksins en hafa sagt skilið við hann eftir mikil innanflokksátök, sem náðu eflaust hámarki í október í fyrra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi Sigmund Davíð í formannskosningu flokksins. Samkvæmt nýrri könnun MMR fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Nýi flokkur Sigmundar Davíðs mun nota listabókstafinn M. (X-M.) Hver vill ekki Exemm?— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) September 28, 2017 Þar höfum við það. Miðflokkurinn, flokkur Sigmundar, mun bjóða sig fram undir listabókstafnum EXEM— Þorsteinn Björnsson (@kristnihald) September 28, 2017 X-M = Exem. Tilviljun? Æ dónt þínk só beibí!— Örn Gunnþórsson (@ossigunn) September 28, 2017 Ok Sigmundur er að hjóla beint í fylgi Grínflokksins með þessu exem gríni. Við sjáum hver hlær síðast, kallinn minn.— $v1 (@SveinnKjarval) September 28, 2017 Öh.... X-M? Er það fyrir alla með exem, eða fær maður kannski exem ef maður kýs M?— R. Mutt (@skarist) September 28, 2017 Gott við X-M #exem #kosningar2017 pic.twitter.com/vLLhpCFypH— KonniWaage (@konninn) September 28, 2017
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02 Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02
Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52