Kettlingar vanræktir á sveitabæ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. september 2017 20:15 Villikettir fengu til sín í gær fjóra veika kettlinga en þeir bjuggu við bágar aðstæður á sveitabæ á Suðurlandi og voru með Herpes-sýkingu í augum. Sjálfboðaliði hjá samtökunum segir of algengt að bændur sinni ekki köttunum sínum og láti ekki gelda þá. „Við tókum við þeim af manneskju sem hafði fengið ábendingu um illa meðferð á þessum dýrum á sveitabæ og hún kom með þá til okkar. Hún kom með þá til okkar og við ákváðum að hjúkra þeim," segir Áslaug Eyfjörð, sjálfboðaliði hjá Villiköttum. Móður þeirra var ekki komið til Villikatta en kettlingarnir fengu herpes-smitið frá henni. Samtökin hafa ekki heimild til þess að fjarlægja dýr af heimilum sínum. „Ætli hún sé ekki bara áfram á þessum sveitabæ og hún heldur trúlega áfram að gjóta veikum kettlingum býst ég við," segir Áslaug. Samtökin tilkynna ekki mál sem þessi til yfirvalda en vonast til þess að finnandi dýranna geri það. Áslaug segir fleiri sambærileg mál hafa komið á borð Villikatta. „Bændur verða að taka ábyrgð á dýrunum sínum og þeir verða að gelda kettina sína. Þetta gengur ekki að hafa ógelda ketti og offramleiðslu á litlum kettlingum sem deyja síðan bara slæmum dauðdaga. Af því þetta er ekki eina dæmið um það að við höfum verið að taka við svona slæmum og illa förnum kettlingum," segir Áslaug.Hún tekur fram að margir bændur hugsi vel um ketti sína en í of mörgum tilvikum verði þeir utanvelta á bænum. „Því miður að þá held ég að bændur líti oft á þetta sem vinnudýr sem eigi bara að veiða mýs. En þetta eru dýr eins og önnur. Og maður á að taka ábyrgð á þeim líka," segir Áslaug. Kettlingarnir fjórir eru komnir á sýklalyf og eru að braggast en það mátti ekki tæpara standa. „Þeir áttu ekki nema svona sólarhring, tvo sólarhringa eftir. Við áttum að taka við sex, en það eru bara fjórir eftir og ég er hrædd um að hinir tveir hafi endað annars staðar," segir Áslaug. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Villikettir fengu til sín í gær fjóra veika kettlinga en þeir bjuggu við bágar aðstæður á sveitabæ á Suðurlandi og voru með Herpes-sýkingu í augum. Sjálfboðaliði hjá samtökunum segir of algengt að bændur sinni ekki köttunum sínum og láti ekki gelda þá. „Við tókum við þeim af manneskju sem hafði fengið ábendingu um illa meðferð á þessum dýrum á sveitabæ og hún kom með þá til okkar. Hún kom með þá til okkar og við ákváðum að hjúkra þeim," segir Áslaug Eyfjörð, sjálfboðaliði hjá Villiköttum. Móður þeirra var ekki komið til Villikatta en kettlingarnir fengu herpes-smitið frá henni. Samtökin hafa ekki heimild til þess að fjarlægja dýr af heimilum sínum. „Ætli hún sé ekki bara áfram á þessum sveitabæ og hún heldur trúlega áfram að gjóta veikum kettlingum býst ég við," segir Áslaug. Samtökin tilkynna ekki mál sem þessi til yfirvalda en vonast til þess að finnandi dýranna geri það. Áslaug segir fleiri sambærileg mál hafa komið á borð Villikatta. „Bændur verða að taka ábyrgð á dýrunum sínum og þeir verða að gelda kettina sína. Þetta gengur ekki að hafa ógelda ketti og offramleiðslu á litlum kettlingum sem deyja síðan bara slæmum dauðdaga. Af því þetta er ekki eina dæmið um það að við höfum verið að taka við svona slæmum og illa förnum kettlingum," segir Áslaug.Hún tekur fram að margir bændur hugsi vel um ketti sína en í of mörgum tilvikum verði þeir utanvelta á bænum. „Því miður að þá held ég að bændur líti oft á þetta sem vinnudýr sem eigi bara að veiða mýs. En þetta eru dýr eins og önnur. Og maður á að taka ábyrgð á þeim líka," segir Áslaug. Kettlingarnir fjórir eru komnir á sýklalyf og eru að braggast en það mátti ekki tæpara standa. „Þeir áttu ekki nema svona sólarhring, tvo sólarhringa eftir. Við áttum að taka við sex, en það eru bara fjórir eftir og ég er hrædd um að hinir tveir hafi endað annars staðar," segir Áslaug.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira