Risahótel Ólafs Ólafssonar ætlað fyrir gesti sem vilja týna sér í náttúrunni Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2017 16:00 Tölvuteiknuð mynd af fyrirhuguðu lúxushóteli félags Ólafs Ólafssonar á Snæfellsnesi. Johannes Torpe Studios/Ikonoform Hundrað og fimmtíu herbergja lúxushótel og heilsulind mun rísa á landi Eiðhúsa á sunnanverðu Snæfellsnesi gangi áform fasteignafélagsins Festi eftir. Félagið er í eigu Ólafs Ólafssonar aðaleiganda Samskipa. Danska hönnunarstofan Johannes Torpe Studios er annar þeirra aðila sem tók þátt í hönnunarsamkeppni Festis vegna hótelsins og heilsulindar. Heilsulindin verður 800 fermetrar að stærð ásamt lóni sem verður eitt þúsund fermetrar að stærð. Myndirnar sem fylgja eru frá tillögu Johannes Torpe Studios. Enn á eftir að taka afstöðu til tillagna en arkitektastofan Gláma Kím tók einnig þátt í keppninni.Johannes Torpe Studios/IkonoformÍ tilkynningu frá dönsku hönnunarstofunni kemur fram að innblástur að verkefninu hafi verið fenginn úr sögu Bárðar Snæfellsáss, sem ákvað að yfirgefa jarðir sínar og hverfa í Snæfellsjökul sökum þess að hann ætti ekki skap með mönnum.Johannes Torpe Studios/IkonoformEr verkefnið titlað The Red Mountain Resort og sagt afdrep fyrir fólk sem hverfa úr daglegu amstri og týna sér i íslenskri náttúru.Johannes Torpe Studios/IkonoformÍ umsögn um verkefnið kemur fram að náttúran muni leika stórt hlutverk á þessu hóteli en byggingin muni þó veita gestum skjól fyrir harðneskjunni. Mikið útsýni verður frá hóteli og mun manngerða lónið flæða í gegnum móttöku þess, og þannig afmá mörkin milli þess að vera innan- og utandyra.Johannes Torpe Studios/Ikonoform„Við vildum skapa þá sjónhverfingu að fólki líði eins og það sé að ganga inn í aðra veröld þegar það mætir á hótelið. Veröld sem virkjar skynfæri gesta á þann hátt sem er ekki mögulegt í daglegu amstri,“ er haft eftir Johannes Torpe.Johannes Torpe Studios/IkonoformTilkynning frá Festi vegna málsins:Jóhannes Torpe og Gláma Kím tóku þátt í hugmyndasamkeppni Festis ehf. vegna jarðbaða að Eiðhúsum á Snæfellsnesi síðastliðinn vetur. Enn hefur ekki verið tekin afstaða til tillagnanna vegna áframhaldandi vinnu í verkefninu og því liggur vinningstillaga ekki enn fyrir. Staða verkefnisins er sú að verið að athuga afkastagetu borholu á svæðinu sem er ein meginforsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefnið. Enn á eftir að rannsaka betur efnasamsetningu heita vatnsins á svæðinu og aðra jarðfræðilega þætti sem geta haft mikil áhrif á framvinduna. Auk þess er ráðgjafafyrirtækið Alta ehf. að vinna að nýju aðalskipulagi fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp sem einnig er nauðsynlegur þáttur í framgangi verksins. Festir stefnir að því á næstunni að semja um framhald hönnunarvinnunar.Það er ljóst að verkið er á frumstigi en vonir standa til að þetta metnaðarfullt verkefni komist á laggirnar með kærkomnum tækifærum fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi. Tengdar fréttir Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Hundrað og fimmtíu herbergja lúxushótel og heilsulind mun rísa á landi Eiðhúsa á sunnanverðu Snæfellsnesi gangi áform fasteignafélagsins Festi eftir. Félagið er í eigu Ólafs Ólafssonar aðaleiganda Samskipa. Danska hönnunarstofan Johannes Torpe Studios er annar þeirra aðila sem tók þátt í hönnunarsamkeppni Festis vegna hótelsins og heilsulindar. Heilsulindin verður 800 fermetrar að stærð ásamt lóni sem verður eitt þúsund fermetrar að stærð. Myndirnar sem fylgja eru frá tillögu Johannes Torpe Studios. Enn á eftir að taka afstöðu til tillagna en arkitektastofan Gláma Kím tók einnig þátt í keppninni.Johannes Torpe Studios/IkonoformÍ tilkynningu frá dönsku hönnunarstofunni kemur fram að innblástur að verkefninu hafi verið fenginn úr sögu Bárðar Snæfellsáss, sem ákvað að yfirgefa jarðir sínar og hverfa í Snæfellsjökul sökum þess að hann ætti ekki skap með mönnum.Johannes Torpe Studios/IkonoformEr verkefnið titlað The Red Mountain Resort og sagt afdrep fyrir fólk sem hverfa úr daglegu amstri og týna sér i íslenskri náttúru.Johannes Torpe Studios/IkonoformÍ umsögn um verkefnið kemur fram að náttúran muni leika stórt hlutverk á þessu hóteli en byggingin muni þó veita gestum skjól fyrir harðneskjunni. Mikið útsýni verður frá hóteli og mun manngerða lónið flæða í gegnum móttöku þess, og þannig afmá mörkin milli þess að vera innan- og utandyra.Johannes Torpe Studios/Ikonoform„Við vildum skapa þá sjónhverfingu að fólki líði eins og það sé að ganga inn í aðra veröld þegar það mætir á hótelið. Veröld sem virkjar skynfæri gesta á þann hátt sem er ekki mögulegt í daglegu amstri,“ er haft eftir Johannes Torpe.Johannes Torpe Studios/IkonoformTilkynning frá Festi vegna málsins:Jóhannes Torpe og Gláma Kím tóku þátt í hugmyndasamkeppni Festis ehf. vegna jarðbaða að Eiðhúsum á Snæfellsnesi síðastliðinn vetur. Enn hefur ekki verið tekin afstaða til tillagnanna vegna áframhaldandi vinnu í verkefninu og því liggur vinningstillaga ekki enn fyrir. Staða verkefnisins er sú að verið að athuga afkastagetu borholu á svæðinu sem er ein meginforsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefnið. Enn á eftir að rannsaka betur efnasamsetningu heita vatnsins á svæðinu og aðra jarðfræðilega þætti sem geta haft mikil áhrif á framvinduna. Auk þess er ráðgjafafyrirtækið Alta ehf. að vinna að nýju aðalskipulagi fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp sem einnig er nauðsynlegur þáttur í framgangi verksins. Festir stefnir að því á næstunni að semja um framhald hönnunarvinnunar.Það er ljóst að verkið er á frumstigi en vonir standa til að þetta metnaðarfullt verkefni komist á laggirnar með kærkomnum tækifærum fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi.
Tengdar fréttir Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30
Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07