Ancelotti rekinn frá Bayern München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 13:03 Carlo Ancelotti. Vísir/Getty Carlo Ancelotti stýrði liði Bayern München í síðasta sinn í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3-0 á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Fyrstu fregnir voru um að Ítalski þjálfarinn hafi hætt störfum en seinna kom í ljós að hann hafi verið rekinn. ESPN segist hafa heimildir fyrir því að Ancelotti hafi hætt sjálfur en ekki verið rekinn. Annað kom svo í ljós.Carlo Ancelotti has left his role as coach at Bayern Munich, sources close to the club have told ESPN FC: https://t.co/c870rDtGE9pic.twitter.com/tsiLq342AP — ESPN FC (@ESPNFC) September 28, 2017Presseerklärung: FC Bayern trennt sich von Carlo Ancelotti. https://t.co/hcibg8SzlSpic.twitter.com/D5VXNl22Kv — FC Bayern München (@FCBayern) September 28, 2017 Bæjarar áttu fá svör við leik franska liðsins í París í gær og það mátti heyra á yfirmönnum hjá félaginu að svona frammastaða kallaði á afleiðingar. Þetta var meðal annars versta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessari öld. Bayern München liðið hafði áður gert 2-2 jafntefli við VfL Wolfsburg á heimavelli í þýsku deildinni og er fyrir vikið dottið niður í þriðja sæti heima fyrir. Það hefur verið mikil óánægja með frammistöðu Bayern liðsins að undanförnu og pressan kom fyrst fyrir alvöru þegar Bæjarar töpuðu 2-0 á móti 1899 Hoffenheim í þýsku deildinni í byrjun mánaðarins. Ancelotti tók stórar ákvarðanir fyrir leikinn í gær. Stórstjörnurnar Franck Ribery, Arjen Robben og Mats Hummels voru allir á varamannabekknum og Jerome Boateng komst ekki einu sinni í hópinn. Robben kom ekki inná fyrr en að þeir Dani Alves, Edinson Cavani og Neymar voru búnir að koma PSG í 3-0. Hinn 58 ára gamli Ítali tók við liðinu af Pep Guardiola fyrir síðasta tímabil og liðið vann þýska meistaratitilinn í vor. Ancelotti hefur verið þjálfari stórliða í stærstu deildum Evrópu á undanförnum árum en á undan því að þjálfa liða Bayern München þá var hann með Real Madrid á Spáni, Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi og AC Milan á Ítalíu. Það hafa örugglega einhver stór félög í Evrópu áhuga á því að bjóða honum starf.Uppfært 13:50Bayern München hefur staðfest að Carlo Ancelotti hafi verið rekinn. Willy Sagnol stýrir liðinu þangað til nýr þjálfari finnst. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira
Carlo Ancelotti stýrði liði Bayern München í síðasta sinn í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3-0 á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Fyrstu fregnir voru um að Ítalski þjálfarinn hafi hætt störfum en seinna kom í ljós að hann hafi verið rekinn. ESPN segist hafa heimildir fyrir því að Ancelotti hafi hætt sjálfur en ekki verið rekinn. Annað kom svo í ljós.Carlo Ancelotti has left his role as coach at Bayern Munich, sources close to the club have told ESPN FC: https://t.co/c870rDtGE9pic.twitter.com/tsiLq342AP — ESPN FC (@ESPNFC) September 28, 2017Presseerklärung: FC Bayern trennt sich von Carlo Ancelotti. https://t.co/hcibg8SzlSpic.twitter.com/D5VXNl22Kv — FC Bayern München (@FCBayern) September 28, 2017 Bæjarar áttu fá svör við leik franska liðsins í París í gær og það mátti heyra á yfirmönnum hjá félaginu að svona frammastaða kallaði á afleiðingar. Þetta var meðal annars versta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessari öld. Bayern München liðið hafði áður gert 2-2 jafntefli við VfL Wolfsburg á heimavelli í þýsku deildinni og er fyrir vikið dottið niður í þriðja sæti heima fyrir. Það hefur verið mikil óánægja með frammistöðu Bayern liðsins að undanförnu og pressan kom fyrst fyrir alvöru þegar Bæjarar töpuðu 2-0 á móti 1899 Hoffenheim í þýsku deildinni í byrjun mánaðarins. Ancelotti tók stórar ákvarðanir fyrir leikinn í gær. Stórstjörnurnar Franck Ribery, Arjen Robben og Mats Hummels voru allir á varamannabekknum og Jerome Boateng komst ekki einu sinni í hópinn. Robben kom ekki inná fyrr en að þeir Dani Alves, Edinson Cavani og Neymar voru búnir að koma PSG í 3-0. Hinn 58 ára gamli Ítali tók við liðinu af Pep Guardiola fyrir síðasta tímabil og liðið vann þýska meistaratitilinn í vor. Ancelotti hefur verið þjálfari stórliða í stærstu deildum Evrópu á undanförnum árum en á undan því að þjálfa liða Bayern München þá var hann með Real Madrid á Spáni, Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi og AC Milan á Ítalíu. Það hafa örugglega einhver stór félög í Evrópu áhuga á því að bjóða honum starf.Uppfært 13:50Bayern München hefur staðfest að Carlo Ancelotti hafi verið rekinn. Willy Sagnol stýrir liðinu þangað til nýr þjálfari finnst.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira