Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fjölnir 36-20 | ÍR burstuðu Fjölni í nýliðaslagnum Þór Símon Hafþórsson skrifar 28. september 2017 22:30 Sveinn Andri Sveinsson hefur byrjað tímabilið vel. vísir/ernir ÍR og Fjölnir mættust í Austurberginu í Breiðholti í kvöld í nýliðaslag. Búist var við spennandi leik en rauninn varð önnur er heimamenn gjörsamlega sópuðu Fjölnismönnum frá og sigruðu örugglega, 36-20. Leikurinn byrjaði tiltölulega jafn en eftir 10 mínútna leik var engu líkara en að Fjölnismenn hefðu gengið af velli og ákveðið að taka sér smá frí á versta tíma. Staðan var þá 5-3, ÍR í vil en á 20. mínútu var staðan orðin 14-6 og leikurinn svo gott sem búinn. Er flautað var til hálfleiks var ÍR með ellefu marka forskot, 19-8, og langur seinni hálfleikur framundan hjá Fjölni. Leikurinn endaði svo 36-20 og sextán marka sigur ÍR staðreynd sem hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum en Fjölnir er með eitt stig á sama tíma og nú hefur nú tapað þremur leikjum í röð.Afhverju vann ÍR? ÍR var einfaldlega sterkari á öllum sviðum leiksins. Sókn, vörn og markvarsla var miklu betri hjá heimamönnum sem gáfu gestunum ekki tommu eftir. Sóknarleikurinn var einnig fjölbreyttari hjá ÍR sem sóttu úr öllum áttum en t.a.m. voru ellefu leikmenn sem skoruðu mörk eða mark fyrir heimamenn gegn einungis sex markaskorurum Fjölnis.Þessir stóðu upp úr Bergvin Þór Gíslason, Elías Bóasson og Sturla Ásgeirsson voru beittir í sókninni og enduðu allir með sjö mörk. Þar að auki var Grétar Ari flottur á milli stangana og þá sérstaklega í seinni hálfleik er hann lokaði búrinu á löngum köflum. En þrátt fyrir að hafa grínast með að Fjölnis menn hefðu skellt sér í frí eftir einungis tíu mínútur er ekki sömu sögu að segja um Kristján Örn Kristjánsson sem skoraði 11 af 20 mörkum Fjölnis. Ingvar Kristinn Guðmundsson var einnig fínn á milli stangana á köflum og bjargaði Fjölni frá algjörri niðurlægingu. Þeir voru vissulega niðurlægðir en þetta hefði getað verið miklu verra.Hvað gekk illa? Hreinlega allt hjá Fjölni. Eins og áður kom fram skoraði Kristján Örn meira en helming marka Fjölnis og voru markaskorararnir einungis sex talsins og því má álykta að sóknarleikur liðsins hafi kannski verið full einhæfur en skotnýtingin var á stórum köflum hrein hörmung. Fjölnir hefur sýnt það í vetur að það getur mun betur en þetta og þeir verða að detta í betri gír ætli liðið sér að halda sér uppi á meðal þeirra bestu. Mótið er ungt og það er nógur tími.Hvað gerist næst? Það þýðir lítið fyrir Fjölni að svekkja sig til lengdar á þessu tapi en næst fær liðið stjörnu prýtt lið Eyjamanna í heimsókn. ÍR mætir á sama tíma í Valshöllina þar sem Íslandsmeistararnir bíða þeirra.Bergvin Þór hefur farið vel af stað með ÍR-ingumvísir/ernirBergvin Þór: Eins og ein stór fjölskylda Bergvin Þór Gíslason átti frábæran leik fyrir ÍR er hann skoraði sjö mörk og lék vörn Fjölnis grátt hvað eftir annað í stórsigri ÍR í kvöld. „Við vorum bara mjög góðir. Vörn, sókn og markvarsla. Allt var gert rétt.“ En bjuggust ÍR-ingar við að hafa það jafn notalegt og raun bar vitni. „Alls ekki. Við bjuggumst við hörkuleik. Við vorum bara klárari í slaginn. Við kláruðum þetta eiginlega í fyrri hálfleik og svo var bara forsmatriði að klára þetta í seinni.“ Bergvin er nú kominn í Breiðholtið en hann spilaði áður með Akureyri. Hann segist vera ánægður með að vera kominn í Breiðholtið. „Já mér líður mjög vel að vera kominn í Breiðholtið. Þetta er bara eins og ein stór fjölskylda.“Kristján skoraði meira en helming marka Fjölnis í kvöldvísir/eyþórKristján Örn: Ljósin slökkt eftir tíu mínútur „Við vorum allavega ekki að búast við að mæta svona í leikinn,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður Fjölnis, í samtali við Vísi eftir leik. Fjölnir tapaði gegn ÍR með 16 mörkum, 36-20, en Kristján var undrandi á hversu slakur leikur liðsins var í kvöld. „Við vorum að spila gegn Íslandsmeisturum Val um daginn og við gáfum þeim hörkuleik og svo mætum við hingað og erum að tapa með 11 mörkum í fyrri hálfleik. Það var alls ekki það sem við vorum að leggja upp með.“ Fjölnir átti svipaðan leik gegn Selfossi á dögunum en þá varð slæm byrjun þeim einnig að falli. „Leikurinn gegn Selfossi var á svipuðu róli. Við byrjum mjög illa og þeir fara fram úr okkur. Þá er voða lítið ljós eftir á ganginum. Í dag þá slokknaði ljósið bara eftir 10 mínútur. Það var enginn á fullu í þessum leik og þ.á.m. ég.“ Kristján skoraði 11 mörk af 20 mörkum Fjölnis og þrátt fyrir að hafa sjálfur sagst eiga slæman leik eins og allir aðrir í liðinu sagði hann að fleiri mörk yrðu að koma frá fleirum í liðinu. „Það vantar klárlega mörk frá öðrum í sóknarleiknum okkar. Við fengum fullt af dauðafærum. Fleiri dauðafæri en við skoruðum í heild sinni. Við áttum klárlega að nýta þau betur.“ Næsti leikur er gegn ÍBV og segir Kristján ekki spurning að liðið verði að gera betur en þeir gerðu í kvöld. „Ef við gerum það þá munu þeir bara rasskella okkur og senda okkur heim. Megum ekki sýna svona ömurlega frammistöðu ef við ætlum okkur eitthvað í þessari deild.“Bjarni leggur línurnar fyrir sína mennvísir/ernirBjarni Fritzs: Erum ekki í KFUMK andanum Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var að vonum sáttur með stórsigur liðsins á Fjölni en hann bjóst þó við erfiðari leik. „Við bjuggumst við hörkuleik. Þeir hafa verið þéttir varnarlega fyrir utan einn lélegan leik gegn Selfossi og þeir unnu okkur tvisvar síðasta vetur. Þannig við bjuggumst við erfiðum leik.“ Hann sagði allt hafa gengið upp í kvöld. „Við erum búnir að spila góða vörn með frábæra markvörslu. Það gekk svo allt upp í kvöld. Við refsuðum þeim með seinni bylgjunni og góðum sóknarleik í kvöld.“ Bjarni er ekki á því að ÍR ætli að taka Olís deildina eitthvað létt í vetur og segir að ÍR telji sig geta unnið hvaða lið sem er í deildinni „Við erum ekki í KFUMK andanum að hafa bara gaman. Við viljum ná árángri og standa okkur. Við förum í alla leiki til að vinna og teljum okkur geta unnið alla. Við munum selja okkur dýrt í vetur.“Arnar Gunarsson, þjálfari Fjölnisvísir/eyþórArnar Gunnars: Verð kannski að hætta að vera veruleikafirrtur „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða sem ein heild,“ sagði Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að ÍR sópaði hans mönnum til hliðar með 16 marka sigri. Hann segir færanýtinguna hafa ekki verið nógu góð í kvöld. „Við vorum að fá fullt af færum úr horninu sem klikkuðu. Við nýttum víti ekki nógu vel og það hjálpar ekki. Við þurfum af sjálfsögðu fleiri mörk frá fleiri stöðum.“ Næsti leikur liðsins er gegn ógnarsterku liði Eyjamanna og segir Arnar sig vera ávallt bjartsýnan. „Ég er alltaf bjartsýnn og hef alltaf trú á að við vinnum næsta leik. Kannski verð ég að hætta að vera svona veruleikafirrtur og koma mér niður á jörðina. En við höldum bara áfram.“ Olís-deild karla
ÍR og Fjölnir mættust í Austurberginu í Breiðholti í kvöld í nýliðaslag. Búist var við spennandi leik en rauninn varð önnur er heimamenn gjörsamlega sópuðu Fjölnismönnum frá og sigruðu örugglega, 36-20. Leikurinn byrjaði tiltölulega jafn en eftir 10 mínútna leik var engu líkara en að Fjölnismenn hefðu gengið af velli og ákveðið að taka sér smá frí á versta tíma. Staðan var þá 5-3, ÍR í vil en á 20. mínútu var staðan orðin 14-6 og leikurinn svo gott sem búinn. Er flautað var til hálfleiks var ÍR með ellefu marka forskot, 19-8, og langur seinni hálfleikur framundan hjá Fjölni. Leikurinn endaði svo 36-20 og sextán marka sigur ÍR staðreynd sem hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum en Fjölnir er með eitt stig á sama tíma og nú hefur nú tapað þremur leikjum í röð.Afhverju vann ÍR? ÍR var einfaldlega sterkari á öllum sviðum leiksins. Sókn, vörn og markvarsla var miklu betri hjá heimamönnum sem gáfu gestunum ekki tommu eftir. Sóknarleikurinn var einnig fjölbreyttari hjá ÍR sem sóttu úr öllum áttum en t.a.m. voru ellefu leikmenn sem skoruðu mörk eða mark fyrir heimamenn gegn einungis sex markaskorurum Fjölnis.Þessir stóðu upp úr Bergvin Þór Gíslason, Elías Bóasson og Sturla Ásgeirsson voru beittir í sókninni og enduðu allir með sjö mörk. Þar að auki var Grétar Ari flottur á milli stangana og þá sérstaklega í seinni hálfleik er hann lokaði búrinu á löngum köflum. En þrátt fyrir að hafa grínast með að Fjölnis menn hefðu skellt sér í frí eftir einungis tíu mínútur er ekki sömu sögu að segja um Kristján Örn Kristjánsson sem skoraði 11 af 20 mörkum Fjölnis. Ingvar Kristinn Guðmundsson var einnig fínn á milli stangana á köflum og bjargaði Fjölni frá algjörri niðurlægingu. Þeir voru vissulega niðurlægðir en þetta hefði getað verið miklu verra.Hvað gekk illa? Hreinlega allt hjá Fjölni. Eins og áður kom fram skoraði Kristján Örn meira en helming marka Fjölnis og voru markaskorararnir einungis sex talsins og því má álykta að sóknarleikur liðsins hafi kannski verið full einhæfur en skotnýtingin var á stórum köflum hrein hörmung. Fjölnir hefur sýnt það í vetur að það getur mun betur en þetta og þeir verða að detta í betri gír ætli liðið sér að halda sér uppi á meðal þeirra bestu. Mótið er ungt og það er nógur tími.Hvað gerist næst? Það þýðir lítið fyrir Fjölni að svekkja sig til lengdar á þessu tapi en næst fær liðið stjörnu prýtt lið Eyjamanna í heimsókn. ÍR mætir á sama tíma í Valshöllina þar sem Íslandsmeistararnir bíða þeirra.Bergvin Þór hefur farið vel af stað með ÍR-ingumvísir/ernirBergvin Þór: Eins og ein stór fjölskylda Bergvin Þór Gíslason átti frábæran leik fyrir ÍR er hann skoraði sjö mörk og lék vörn Fjölnis grátt hvað eftir annað í stórsigri ÍR í kvöld. „Við vorum bara mjög góðir. Vörn, sókn og markvarsla. Allt var gert rétt.“ En bjuggust ÍR-ingar við að hafa það jafn notalegt og raun bar vitni. „Alls ekki. Við bjuggumst við hörkuleik. Við vorum bara klárari í slaginn. Við kláruðum þetta eiginlega í fyrri hálfleik og svo var bara forsmatriði að klára þetta í seinni.“ Bergvin er nú kominn í Breiðholtið en hann spilaði áður með Akureyri. Hann segist vera ánægður með að vera kominn í Breiðholtið. „Já mér líður mjög vel að vera kominn í Breiðholtið. Þetta er bara eins og ein stór fjölskylda.“Kristján skoraði meira en helming marka Fjölnis í kvöldvísir/eyþórKristján Örn: Ljósin slökkt eftir tíu mínútur „Við vorum allavega ekki að búast við að mæta svona í leikinn,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður Fjölnis, í samtali við Vísi eftir leik. Fjölnir tapaði gegn ÍR með 16 mörkum, 36-20, en Kristján var undrandi á hversu slakur leikur liðsins var í kvöld. „Við vorum að spila gegn Íslandsmeisturum Val um daginn og við gáfum þeim hörkuleik og svo mætum við hingað og erum að tapa með 11 mörkum í fyrri hálfleik. Það var alls ekki það sem við vorum að leggja upp með.“ Fjölnir átti svipaðan leik gegn Selfossi á dögunum en þá varð slæm byrjun þeim einnig að falli. „Leikurinn gegn Selfossi var á svipuðu róli. Við byrjum mjög illa og þeir fara fram úr okkur. Þá er voða lítið ljós eftir á ganginum. Í dag þá slokknaði ljósið bara eftir 10 mínútur. Það var enginn á fullu í þessum leik og þ.á.m. ég.“ Kristján skoraði 11 mörk af 20 mörkum Fjölnis og þrátt fyrir að hafa sjálfur sagst eiga slæman leik eins og allir aðrir í liðinu sagði hann að fleiri mörk yrðu að koma frá fleirum í liðinu. „Það vantar klárlega mörk frá öðrum í sóknarleiknum okkar. Við fengum fullt af dauðafærum. Fleiri dauðafæri en við skoruðum í heild sinni. Við áttum klárlega að nýta þau betur.“ Næsti leikur er gegn ÍBV og segir Kristján ekki spurning að liðið verði að gera betur en þeir gerðu í kvöld. „Ef við gerum það þá munu þeir bara rasskella okkur og senda okkur heim. Megum ekki sýna svona ömurlega frammistöðu ef við ætlum okkur eitthvað í þessari deild.“Bjarni leggur línurnar fyrir sína mennvísir/ernirBjarni Fritzs: Erum ekki í KFUMK andanum Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var að vonum sáttur með stórsigur liðsins á Fjölni en hann bjóst þó við erfiðari leik. „Við bjuggumst við hörkuleik. Þeir hafa verið þéttir varnarlega fyrir utan einn lélegan leik gegn Selfossi og þeir unnu okkur tvisvar síðasta vetur. Þannig við bjuggumst við erfiðum leik.“ Hann sagði allt hafa gengið upp í kvöld. „Við erum búnir að spila góða vörn með frábæra markvörslu. Það gekk svo allt upp í kvöld. Við refsuðum þeim með seinni bylgjunni og góðum sóknarleik í kvöld.“ Bjarni er ekki á því að ÍR ætli að taka Olís deildina eitthvað létt í vetur og segir að ÍR telji sig geta unnið hvaða lið sem er í deildinni „Við erum ekki í KFUMK andanum að hafa bara gaman. Við viljum ná árángri og standa okkur. Við förum í alla leiki til að vinna og teljum okkur geta unnið alla. Við munum selja okkur dýrt í vetur.“Arnar Gunarsson, þjálfari Fjölnisvísir/eyþórArnar Gunnars: Verð kannski að hætta að vera veruleikafirrtur „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða sem ein heild,“ sagði Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að ÍR sópaði hans mönnum til hliðar með 16 marka sigri. Hann segir færanýtinguna hafa ekki verið nógu góð í kvöld. „Við vorum að fá fullt af færum úr horninu sem klikkuðu. Við nýttum víti ekki nógu vel og það hjálpar ekki. Við þurfum af sjálfsögðu fleiri mörk frá fleiri stöðum.“ Næsti leikur liðsins er gegn ógnarsterku liði Eyjamanna og segir Arnar sig vera ávallt bjartsýnan. „Ég er alltaf bjartsýnn og hef alltaf trú á að við vinnum næsta leik. Kannski verð ég að hætta að vera svona veruleikafirrtur og koma mér niður á jörðina. En við höldum bara áfram.“