Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2017 11:34 Sveinn Gestsson, bóndi á Staðarfelli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Svan Þorláksson, ráðgjafa SÁÁ á Staðarfelli, og Sveinn Gestsson, bónda á Staðarfelli.Staðarfell er á Fellsströnd í Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Byggingarnar að Staðarfelli eru með þeim svipmestu í Dalasýslu en aðalbyggingin er frá árinu 1927. Það var árið 1980 sem SÁÁ fékk Staðarfell til afnota en áður hafði verið rekinn þar húsmæðraskóli í hálfa öld. En nú stendur þetta forna höfðuból enn á tímamótum. SÁÁ er búið að reisa nýja stöð í Vík á Kjalarnesi til að leysa af Staðarfell.Svanur Þorláksson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ á Staðarfelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Því miður, þrátt fyrir hvað þetta er góður staður, þá uppfyllir hann ekki nútímakröfur. Við erum að byggja frábært húsnæði í Vík og við munum flytja þangað,“ segir Svanur en nú er áformað að starfsemin verði flutt í nóvember. Bóndinn á Staðarfelli kemur til með að sakna nábýlisins við þrjátíu vistmenn, sem þar dvelja að jafnaði, og átta starfsmenn á meðferðarheimilinu, en Staðarfell hefur jafnan verið fjölmennasti staðurinn á Fellsströnd.Bóndabærinn á Staðarfelli sést fjær en hann stendur vestan við meðferðarheimilið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera mjög gott nágrenni, - að hafa þá hérna í nágrenni við sig. Það er náttúrlega líka það að hafa svona líf í húsunum. Þetta verður mikil breyting því ég sé ekki fram á að það komi nein svona hliðstæð starfsemi á næstunni,“ segir Sveinn Staðarfellsbóndi. -En hefði ekki verið hægt fyrir SÁÁ að bæta úr húsakynnum á Staðarfelli? „Það var verið að skoða það. En þetta kostar allt peninga. Við erum svo langt frá læknishjálp hérna líka, svona á veturna, og þetta er langt að fara,“ svarar Svanur. Kirkja er á Staðarfelli. Þetta er fornt höfuðból og þar liggja rætur Sturlunga á 12. öld.Stöð 2/Arnar HalldórssonHann kveðst ekki hafa hugmynd um hvað verði um Staðarfell en vonar að það fái nýtt hlutverk, núna þegar Ríkiskaup hyggjast selja fasteignirnar. „Við þurfum kannski að fá svona léttruglað fólk til að byrja, - að koma af stað einhverri starfsemi sem gæti hentað hér,“ segir Sveinn á Staðarfelli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Staðarfell sett á sölu Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu. 27. september 2017 07:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Svan Þorláksson, ráðgjafa SÁÁ á Staðarfelli, og Sveinn Gestsson, bónda á Staðarfelli.Staðarfell er á Fellsströnd í Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Byggingarnar að Staðarfelli eru með þeim svipmestu í Dalasýslu en aðalbyggingin er frá árinu 1927. Það var árið 1980 sem SÁÁ fékk Staðarfell til afnota en áður hafði verið rekinn þar húsmæðraskóli í hálfa öld. En nú stendur þetta forna höfðuból enn á tímamótum. SÁÁ er búið að reisa nýja stöð í Vík á Kjalarnesi til að leysa af Staðarfell.Svanur Þorláksson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ á Staðarfelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Því miður, þrátt fyrir hvað þetta er góður staður, þá uppfyllir hann ekki nútímakröfur. Við erum að byggja frábært húsnæði í Vík og við munum flytja þangað,“ segir Svanur en nú er áformað að starfsemin verði flutt í nóvember. Bóndinn á Staðarfelli kemur til með að sakna nábýlisins við þrjátíu vistmenn, sem þar dvelja að jafnaði, og átta starfsmenn á meðferðarheimilinu, en Staðarfell hefur jafnan verið fjölmennasti staðurinn á Fellsströnd.Bóndabærinn á Staðarfelli sést fjær en hann stendur vestan við meðferðarheimilið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera mjög gott nágrenni, - að hafa þá hérna í nágrenni við sig. Það er náttúrlega líka það að hafa svona líf í húsunum. Þetta verður mikil breyting því ég sé ekki fram á að það komi nein svona hliðstæð starfsemi á næstunni,“ segir Sveinn Staðarfellsbóndi. -En hefði ekki verið hægt fyrir SÁÁ að bæta úr húsakynnum á Staðarfelli? „Það var verið að skoða það. En þetta kostar allt peninga. Við erum svo langt frá læknishjálp hérna líka, svona á veturna, og þetta er langt að fara,“ svarar Svanur. Kirkja er á Staðarfelli. Þetta er fornt höfuðból og þar liggja rætur Sturlunga á 12. öld.Stöð 2/Arnar HalldórssonHann kveðst ekki hafa hugmynd um hvað verði um Staðarfell en vonar að það fái nýtt hlutverk, núna þegar Ríkiskaup hyggjast selja fasteignirnar. „Við þurfum kannski að fá svona léttruglað fólk til að byrja, - að koma af stað einhverri starfsemi sem gæti hentað hér,“ segir Sveinn á Staðarfelli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Staðarfell sett á sölu Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu. 27. september 2017 07:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Staðarfell sett á sölu Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu. 27. september 2017 07:00