Forsvarsmenn Twitter svara spurningum þingmanna Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2017 13:42 Fyrir kosningarnar í fyrra komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að um 400 þúsund sjálfvirkir Twitter-reikningar, eða svokallaðir bottar, hefðu tekið þátt í umræðunni um forsetakosningarnar. Vísir/AFP Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter munu í dag mæta fyrir nefnd öldungadeildar bandaríkjaþings um njósnamál og svara spurningum þingmanna um Twitter, forsetakosningarnar í fyrra og tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar. Meðal annars munu þingmennirnir spyrja hvort að Twitter hafi verið notað af Rússum til að dreifa fölskum upplýsingum sem ætlað var að skaða framboð Hillary Clinton og hvort að fyrirtækið hafi gripið til aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir það. Sviðsljósið hefur verið á Facebook undanfarnar vikur. Komið hefur í ljós að Rússar hafi keypt rúmlega þrjú þúsund auglýsingar á samfélagsmiðlinum og beint þeim að notendum í Bandaríkjunum.Samkvæmt frétt Politico vilja forsvarsmenn Twitter ekki gefa upp hvað þeir muni segja þingmönnunum.Fyrir kosningarnar í fyrra komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að um 400 þúsund sjálfvirkir Twitter-reikningar, eða svokallaðir bottar, hefðu tekið þátt í umræðunni um forsetakosningarnar. Jafnvel hefðu um 19 prósent allra tísta um kosningarnar komið frá þeim reikningum.Samkvæmt frétt New York Times, voru slíkir reikningar notaðir til að dreifa fölskum fréttum og upplýsingum sem rússneskir hakkarar höfðu stolið úr tölvukerfi Demókrataflokksins.Þá segir NYT einnig frá rannsakendum sem hafa fylgst með rússneskum útsendurum á Twitter á síðustu vikum. Þeir munu hafa einbeitt sér að umræðunni um mótmæli íþróttamanna gegn kynþáttahatri og jafnvel hafi þeir verið að dreifa niðrandi og fölskum tístum um Hillary Clinton og jafnvel dóttir hennar. Þingmaðurinn Adam Schiff sagði í viðtali nýverið að tæknifyrirtæki hefðu leitað aðstoðar frá leyniþjónustum Bandaríkjanna við að koma í veg fyrir að önnur ríki geti notað tækni þeirra og vörur eins og hér ræðir um. Til stendur að halda opin nefndarfund þann 1. nóvember og hefur Facebook, Twitter og Google verið boðið að senda fulltrúa sína. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter munu í dag mæta fyrir nefnd öldungadeildar bandaríkjaþings um njósnamál og svara spurningum þingmanna um Twitter, forsetakosningarnar í fyrra og tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar. Meðal annars munu þingmennirnir spyrja hvort að Twitter hafi verið notað af Rússum til að dreifa fölskum upplýsingum sem ætlað var að skaða framboð Hillary Clinton og hvort að fyrirtækið hafi gripið til aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir það. Sviðsljósið hefur verið á Facebook undanfarnar vikur. Komið hefur í ljós að Rússar hafi keypt rúmlega þrjú þúsund auglýsingar á samfélagsmiðlinum og beint þeim að notendum í Bandaríkjunum.Samkvæmt frétt Politico vilja forsvarsmenn Twitter ekki gefa upp hvað þeir muni segja þingmönnunum.Fyrir kosningarnar í fyrra komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að um 400 þúsund sjálfvirkir Twitter-reikningar, eða svokallaðir bottar, hefðu tekið þátt í umræðunni um forsetakosningarnar. Jafnvel hefðu um 19 prósent allra tísta um kosningarnar komið frá þeim reikningum.Samkvæmt frétt New York Times, voru slíkir reikningar notaðir til að dreifa fölskum fréttum og upplýsingum sem rússneskir hakkarar höfðu stolið úr tölvukerfi Demókrataflokksins.Þá segir NYT einnig frá rannsakendum sem hafa fylgst með rússneskum útsendurum á Twitter á síðustu vikum. Þeir munu hafa einbeitt sér að umræðunni um mótmæli íþróttamanna gegn kynþáttahatri og jafnvel hafi þeir verið að dreifa niðrandi og fölskum tístum um Hillary Clinton og jafnvel dóttir hennar. Þingmaðurinn Adam Schiff sagði í viðtali nýverið að tæknifyrirtæki hefðu leitað aðstoðar frá leyniþjónustum Bandaríkjanna við að koma í veg fyrir að önnur ríki geti notað tækni þeirra og vörur eins og hér ræðir um. Til stendur að halda opin nefndarfund þann 1. nóvember og hefur Facebook, Twitter og Google verið boðið að senda fulltrúa sína.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira