Nýjasta Bleika slaufan afhjúpuð á morgun Guðný Hrönn skrifar 28. september 2017 14:30 Ása Gunnlaugsdóttir hannaði Bleiku slaufuna í ár. MYND/Ólafur Rögnvaldsson Nýja Bleika slaufan, næla sem seld er árlega í átaki Krabbameinsfélagsins, verður afhjúpuð á morgun. Hönnuður nælunnar í ár er Ása Gunnlaugsdóttir og er hún afar spennt fyrir morgundeginum enda ríkir mikil leynd yfir útliti nælunnar núna. Félag íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélagið eru nú sjötta árið í röð í samstarfi um samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar. Samkeppnin hefur leitt til þess að slaufan hefur verið mjög fjölbreytt í gegnum tíðina og hefur skapast hefur mikill spenningur fyrir afhjúpun hennar ár hvert. Í ár varð Ása Gunnlaugsdóttir hjá asa iceland hlutskörpust í samkeppninni. Bleika slaufa Ásu verður afhjúpuð á morgun. Spurð út í innblásturinn segir Ása: „Í hugmyndavinnunni hugsaði ég mikið um hlýju og umhyggju. Ég var með ljóð eftir Einar Ben í huganum en þar orðar hann það svo vel hvað ást og umhyggja getur breytt lífi til hins betra. Svo vann ég áfram með hugmyndina og útkoman er eins og flest mín hönnun, einföld og stílhrein.“ „Í hönnunarferlinu þurfti svo að taka tillit bæði til framleiðsluaðferða og efnis og því er útlit nælunnar og silfurmensins ekki nákvæmlega eins,“ segir Ása en hún hannaði ekki bara nælu heldur einnig hálsmen sem framleitt verður í takmörkuðu upplagi. Mikil leynd ríkir yfir slaufunni þar til hún verður afhjúpuð.„Slaufan verður afhjúpuð á morgun en fram að því get ég lítið sagt, annað en að hún uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru; að hún sé bleik að einhverju leyti og að auðvelt sé að sjá slaufu út úr forminu,“ útskýrir Ása sem er spennt fyrir morgundeginum. „Ég kom við í Krabbameinsfélaginu í gær en þar var allt á fullu í undirbúningi fyrir átakið, það var verið að pakka slaufunni inn og senda á sölustaði. Það var pínu skrýtið að sjá „slaufuna sína“ í svona miklu magni. Það verður svo gaman að fylgjast með sölunni en ég vona auðvitað að hún seljist sem allra best, í ár rennur allt söluandvirðið til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.“ Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Nýja Bleika slaufan, næla sem seld er árlega í átaki Krabbameinsfélagsins, verður afhjúpuð á morgun. Hönnuður nælunnar í ár er Ása Gunnlaugsdóttir og er hún afar spennt fyrir morgundeginum enda ríkir mikil leynd yfir útliti nælunnar núna. Félag íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélagið eru nú sjötta árið í röð í samstarfi um samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar. Samkeppnin hefur leitt til þess að slaufan hefur verið mjög fjölbreytt í gegnum tíðina og hefur skapast hefur mikill spenningur fyrir afhjúpun hennar ár hvert. Í ár varð Ása Gunnlaugsdóttir hjá asa iceland hlutskörpust í samkeppninni. Bleika slaufa Ásu verður afhjúpuð á morgun. Spurð út í innblásturinn segir Ása: „Í hugmyndavinnunni hugsaði ég mikið um hlýju og umhyggju. Ég var með ljóð eftir Einar Ben í huganum en þar orðar hann það svo vel hvað ást og umhyggja getur breytt lífi til hins betra. Svo vann ég áfram með hugmyndina og útkoman er eins og flest mín hönnun, einföld og stílhrein.“ „Í hönnunarferlinu þurfti svo að taka tillit bæði til framleiðsluaðferða og efnis og því er útlit nælunnar og silfurmensins ekki nákvæmlega eins,“ segir Ása en hún hannaði ekki bara nælu heldur einnig hálsmen sem framleitt verður í takmörkuðu upplagi. Mikil leynd ríkir yfir slaufunni þar til hún verður afhjúpuð.„Slaufan verður afhjúpuð á morgun en fram að því get ég lítið sagt, annað en að hún uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru; að hún sé bleik að einhverju leyti og að auðvelt sé að sjá slaufu út úr forminu,“ útskýrir Ása sem er spennt fyrir morgundeginum. „Ég kom við í Krabbameinsfélaginu í gær en þar var allt á fullu í undirbúningi fyrir átakið, það var verið að pakka slaufunni inn og senda á sölustaði. Það var pínu skrýtið að sjá „slaufuna sína“ í svona miklu magni. Það verður svo gaman að fylgjast með sölunni en ég vona auðvitað að hún seljist sem allra best, í ár rennur allt söluandvirðið til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.“
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira