Eignaupptaka ríkisins á eftirlaun aldraðra er óásættanleg! Harpa Njálsdóttir skrifar 28. september 2017 07:00 Nýlega hefur velferðar- og jafnréttismálráðherra Þorsteinn Víglundsson tjáð opinberlega afstöðu sína til núverandi kerfisbreytinga á almannatryggingum sem tóku gildi í upphafi árs 2017. Ráðherra er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi ellilífeyrisgreiðslna. Að hans mati var þessi breyting vel heppnuð og með henni tókst að styrkja nokkuð stöðu tekjulægri ellilífeyrisþega. Hann segir mikilvægt að þeir sem lagt hafi fyrir í lífeyrissjóð á lífsleiðinni hafi ávinning af sparnaði sínum og nýtt ellilífeyriskerfi auki þann ávinning (sjá m.a. grein Lifðu núna, 29.08.2017; erindi FEB, 11.09.2017). Hér skal árétta, að stefna stjórnvalda og markmið með lagasetningu var m.a.: „Að sem flestir aldraðir framfleyti sér sjálfir með tekjum sínum úr lífeyrissjóðum og vinnutekjum.“ Það er ástæða til að fara yfir nokkrar staðreyndir sem sýna klára eignaupptöku ríkisins á réttindum og lífeyri aldraðra, samkvæmt breytingum almannatrygginga, lögfest á Alþingi haustið 2016.Hnepptir í skort og fátækt! Til fjölda ára hafa lífeyrisgreiðslur almannatrygginga (TR) verið ákvarðaðar án nokkurs raunsæis eða réttlætis – við ákvörðun upphæða sem lífeyrisþegum er ætlað að lifa af. Fyrir kerfisbreytingu almannatrygginga var einstaklingur í sambúð með 186 þúsund frá TR og hækkaði í 197 þúsund krónur eftir skatt 2017 (skerðing 45%). Eldri borgari sem bjó einn fékk 207 þúsund eftir skatt og hækkaði í 230 þúsund krónur eftir breytingu (skerðing 56,9%). Þessar staðreyndir ganga þvert á upplýsingar sem ráðherra hefur kynnt – að tekjulægstu hópar aldraðra hafi hækkað um 24-25% með nýju kerfi almannatrygginga. Þá er ljóst samkvæmt opinberum gögnum að 67% eldri borgara, þ.e. viðskiptavinir Tryggingastofnunar, voru með heildartekjur í febrúar sl., frá um 200 þúsund til 280 þúsund krónur eftir skatt og skerðingar. Eldri borgarar á strípuðum bótum hafa ekki til hnífs og skeiðar og búa við skort og fátækt! Á sama tíma og Alþingi lögfesti breytingar á almannatryggingum haustið 2016 – lá fyrir að lífeyrisþegi sem bjó einn á strípuðum bótum TR vantaði 34% til að tekjur dygðu fyrir lágmarks framfærslu – og allt að 50% vantaði upp á að lífeyrir TR dygði fyrir „dæmigerðu neysluviðmiði“ velferðarráðuneytisins sem ráðuneytið telur hvorki lúxus né lágmarksneyslu (sjá Harpa Njáls, Morgunblað 29.09.2016). Fátækt lífeyrisþega er heimatilbúinn vandi stjórnvalda og Alþingis!Hver er ávinningur aldraðra af sparnaði í lífeyrissjóð? Í töflu sem hér fylgir eru þrjú dæmi um eldri borgara, með 281 þúsund frá almannatryggingum (TR) fyrir skatt, þ.e. ellilífeyrir og heimilisuppbót. Af þeirri upphæð fara 50 þúsund krónur í skatt. Ef eldri borgari á lífeyrissjóðsréttindi upp á 150 þúsund krónur á mánuði, skerðist ellilífeyrir TR um 56,9%, þ.e. rúmlega 71 þúsund krónur sem renna beint í ríkissjóð. Í þessu dæmi tekur ríkið rúmlega 151 þúsund krónur í skatt og skerðingar – hinn aldraði heldur tæplega 280 þúsund í eigin vasa. Sú upphæð dugir ekki til lágmarksframfærslu.Taflan sýnir einnig dæmi um eldri borgara með ellilífeyri og heimilisuppbót (TR) og 200 þúsund króna greiðslu úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðsgreiðslan skerðir ellilífeyri TR um nær 100 þúsund krónur. Skattar og skerðingar í ríkissjóð eru rúmlega 187 þúsund – viðkomandi heldur eftir 293 þúsund krónum í eigin vasa. Þessi dæmi sýna í reynd þann ásetning og markmið stjórnvalda að eldri borgarar standi sjálfir sem mest undir launum sínum og lífsafkomu. Þá er staðreynd að aldraðir greiða sama skatthlutfall (36,94%) og fólk á vinnumarkaði með yfir 800 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Með nýjum lögum almannatrygginga er vegið harkalega að öldruðum. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og Alþingis er stór hluti tekna eldri borgara gerður upptækur í ríkissjóð með sköttum og skerðingum. Hér er um klára eignaupptöku að ræða! Höfundur er sérfræðingur í velferðarrannsóknum og félagslegri stefnumótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hefur velferðar- og jafnréttismálráðherra Þorsteinn Víglundsson tjáð opinberlega afstöðu sína til núverandi kerfisbreytinga á almannatryggingum sem tóku gildi í upphafi árs 2017. Ráðherra er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi ellilífeyrisgreiðslna. Að hans mati var þessi breyting vel heppnuð og með henni tókst að styrkja nokkuð stöðu tekjulægri ellilífeyrisþega. Hann segir mikilvægt að þeir sem lagt hafi fyrir í lífeyrissjóð á lífsleiðinni hafi ávinning af sparnaði sínum og nýtt ellilífeyriskerfi auki þann ávinning (sjá m.a. grein Lifðu núna, 29.08.2017; erindi FEB, 11.09.2017). Hér skal árétta, að stefna stjórnvalda og markmið með lagasetningu var m.a.: „Að sem flestir aldraðir framfleyti sér sjálfir með tekjum sínum úr lífeyrissjóðum og vinnutekjum.“ Það er ástæða til að fara yfir nokkrar staðreyndir sem sýna klára eignaupptöku ríkisins á réttindum og lífeyri aldraðra, samkvæmt breytingum almannatrygginga, lögfest á Alþingi haustið 2016.Hnepptir í skort og fátækt! Til fjölda ára hafa lífeyrisgreiðslur almannatrygginga (TR) verið ákvarðaðar án nokkurs raunsæis eða réttlætis – við ákvörðun upphæða sem lífeyrisþegum er ætlað að lifa af. Fyrir kerfisbreytingu almannatrygginga var einstaklingur í sambúð með 186 þúsund frá TR og hækkaði í 197 þúsund krónur eftir skatt 2017 (skerðing 45%). Eldri borgari sem bjó einn fékk 207 þúsund eftir skatt og hækkaði í 230 þúsund krónur eftir breytingu (skerðing 56,9%). Þessar staðreyndir ganga þvert á upplýsingar sem ráðherra hefur kynnt – að tekjulægstu hópar aldraðra hafi hækkað um 24-25% með nýju kerfi almannatrygginga. Þá er ljóst samkvæmt opinberum gögnum að 67% eldri borgara, þ.e. viðskiptavinir Tryggingastofnunar, voru með heildartekjur í febrúar sl., frá um 200 þúsund til 280 þúsund krónur eftir skatt og skerðingar. Eldri borgarar á strípuðum bótum hafa ekki til hnífs og skeiðar og búa við skort og fátækt! Á sama tíma og Alþingi lögfesti breytingar á almannatryggingum haustið 2016 – lá fyrir að lífeyrisþegi sem bjó einn á strípuðum bótum TR vantaði 34% til að tekjur dygðu fyrir lágmarks framfærslu – og allt að 50% vantaði upp á að lífeyrir TR dygði fyrir „dæmigerðu neysluviðmiði“ velferðarráðuneytisins sem ráðuneytið telur hvorki lúxus né lágmarksneyslu (sjá Harpa Njáls, Morgunblað 29.09.2016). Fátækt lífeyrisþega er heimatilbúinn vandi stjórnvalda og Alþingis!Hver er ávinningur aldraðra af sparnaði í lífeyrissjóð? Í töflu sem hér fylgir eru þrjú dæmi um eldri borgara, með 281 þúsund frá almannatryggingum (TR) fyrir skatt, þ.e. ellilífeyrir og heimilisuppbót. Af þeirri upphæð fara 50 þúsund krónur í skatt. Ef eldri borgari á lífeyrissjóðsréttindi upp á 150 þúsund krónur á mánuði, skerðist ellilífeyrir TR um 56,9%, þ.e. rúmlega 71 þúsund krónur sem renna beint í ríkissjóð. Í þessu dæmi tekur ríkið rúmlega 151 þúsund krónur í skatt og skerðingar – hinn aldraði heldur tæplega 280 þúsund í eigin vasa. Sú upphæð dugir ekki til lágmarksframfærslu.Taflan sýnir einnig dæmi um eldri borgara með ellilífeyri og heimilisuppbót (TR) og 200 þúsund króna greiðslu úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðsgreiðslan skerðir ellilífeyri TR um nær 100 þúsund krónur. Skattar og skerðingar í ríkissjóð eru rúmlega 187 þúsund – viðkomandi heldur eftir 293 þúsund krónum í eigin vasa. Þessi dæmi sýna í reynd þann ásetning og markmið stjórnvalda að eldri borgarar standi sjálfir sem mest undir launum sínum og lífsafkomu. Þá er staðreynd að aldraðir greiða sama skatthlutfall (36,94%) og fólk á vinnumarkaði með yfir 800 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Með nýjum lögum almannatrygginga er vegið harkalega að öldruðum. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og Alþingis er stór hluti tekna eldri borgara gerður upptækur í ríkissjóð með sköttum og skerðingum. Hér er um klára eignaupptöku að ræða! Höfundur er sérfræðingur í velferðarrannsóknum og félagslegri stefnumótun.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun