Sjálfstæðið og grunnskólarnir Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. ágúst 2018 17:15 Samtök sjálfstæðra skóla fagnar þeim merku tíðindum í íslenskri menntasögu að sérskóli á grunnskólastigi, Arnarskóli, hafi fengið staðfest starfsleyfi frá Menntamálastofnun. Að stofna grunnskóla er ekki einfalt mál, eins og sagan staðfestir, en í dag starfa aðeins 10 sjálfstætt reknir grunnskólar. Allir þessir skólar búa yfir mikilli sérstöðu. Hver og einn ber vitni faglegri sýn og ástríðu frumkvöðla á sviði uppeldis og menntunar, sem hafa tekið þá ákvörðun að fylgja hugsjónum sínum eftir með því að starfa sjálfstætt og hrinda í framkvæmd úrbótum á ýmsum sviðum menntunar fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Um það snýst umhverfi sjálfstæðra grunnskóla.Á síðasta áratug hafa tveir sjálfstætt starfandi grunnskólar orðið að veruleika, hvor um sig með mikla faglega sérstöðu í þágu barna. Að baki liggur margra ára hugmyndavinna, faglegur undirbúningur og samtöl við menntakerfið, samtal þess efnis að tala í fólk kjarkinn og þorið til þess að gefa nýjum leiðum og nýrri nálgun í skólamálum rými. Sjálfstæðir skólar gefa færi á að byggja á gríðarlegri nýsköpun og þekkingu einstaklinga, sem hafa kosið að brjótast út úr viðjum vanans. Ekki vegna þess að það sem fyrir er sé ekki nógu gott, heldur vegna ástríðu þeirra til að koma til móts við ólíka hópa og ólíkar þarfir barna og foreldra.Sjálfstæðir skólar stuðla jafnframt að fjölbreyttara starfsumhverfi kennara og annars fagfólks. Þeir skapa nýjan veruleika fyrir kennarastéttina, þegar kemur að vali um starfsvettvang. Skóli er ekki bara skóli. Umhverfi sjálfstæðra skóla er eðli málsins samkvæmt frábrugðið því sem gerist í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. Þess utan skapa sjálfstætt starfandi skólar valfrelsi foreldra um hvers konar skóla þeir vilja fyrir sitt barn. Sjálfstæðir skólar ýta undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum.Við hjá sjálfstæðum skólum viljum meðvitund um það fjölbreytta og frábæra skólastarf sem börnum og ungmennum býðst í samfélaginu. Við viljum að hver skóli hugsi fyrst og fremst um velferð barnsins. Börn eru ekki öll eins og því þurfa skólarnir að vera fjölbreyttir. Þess vegna fögnum við hjá Samtökum sjálfstæðra skóla enn einu nýju stefi í menntun barna og ungmenna og óskum okkur öllum til hamingju með það framfaraskref sem slíkur skóli er hverju samfélagi.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstæðra skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Samtök sjálfstæðra skóla fagnar þeim merku tíðindum í íslenskri menntasögu að sérskóli á grunnskólastigi, Arnarskóli, hafi fengið staðfest starfsleyfi frá Menntamálastofnun. Að stofna grunnskóla er ekki einfalt mál, eins og sagan staðfestir, en í dag starfa aðeins 10 sjálfstætt reknir grunnskólar. Allir þessir skólar búa yfir mikilli sérstöðu. Hver og einn ber vitni faglegri sýn og ástríðu frumkvöðla á sviði uppeldis og menntunar, sem hafa tekið þá ákvörðun að fylgja hugsjónum sínum eftir með því að starfa sjálfstætt og hrinda í framkvæmd úrbótum á ýmsum sviðum menntunar fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Um það snýst umhverfi sjálfstæðra grunnskóla.Á síðasta áratug hafa tveir sjálfstætt starfandi grunnskólar orðið að veruleika, hvor um sig með mikla faglega sérstöðu í þágu barna. Að baki liggur margra ára hugmyndavinna, faglegur undirbúningur og samtöl við menntakerfið, samtal þess efnis að tala í fólk kjarkinn og þorið til þess að gefa nýjum leiðum og nýrri nálgun í skólamálum rými. Sjálfstæðir skólar gefa færi á að byggja á gríðarlegri nýsköpun og þekkingu einstaklinga, sem hafa kosið að brjótast út úr viðjum vanans. Ekki vegna þess að það sem fyrir er sé ekki nógu gott, heldur vegna ástríðu þeirra til að koma til móts við ólíka hópa og ólíkar þarfir barna og foreldra.Sjálfstæðir skólar stuðla jafnframt að fjölbreyttara starfsumhverfi kennara og annars fagfólks. Þeir skapa nýjan veruleika fyrir kennarastéttina, þegar kemur að vali um starfsvettvang. Skóli er ekki bara skóli. Umhverfi sjálfstæðra skóla er eðli málsins samkvæmt frábrugðið því sem gerist í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. Þess utan skapa sjálfstætt starfandi skólar valfrelsi foreldra um hvers konar skóla þeir vilja fyrir sitt barn. Sjálfstæðir skólar ýta undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum.Við hjá sjálfstæðum skólum viljum meðvitund um það fjölbreytta og frábæra skólastarf sem börnum og ungmennum býðst í samfélaginu. Við viljum að hver skóli hugsi fyrst og fremst um velferð barnsins. Börn eru ekki öll eins og því þurfa skólarnir að vera fjölbreyttir. Þess vegna fögnum við hjá Samtökum sjálfstæðra skóla enn einu nýju stefi í menntun barna og ungmenna og óskum okkur öllum til hamingju með það framfaraskref sem slíkur skóli er hverju samfélagi.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstæðra skóla
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun