Innlent

Vopnaðist 296 sinnum í fyrra

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Af verkefnunum 447 voru sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum í 296 tilfellum.
Af verkefnunum 447 voru sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum í 296 tilfellum. Vísir
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í 447 verkefni á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2017. Þar segir að töluverð aukning hafi orðið á öllum verkefnategundum sérsveitarinnar í fyrra, að köfunarverkefnum undanskildum.

Af verkefnunum 447 voru sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum í 296 tilfellum. Sérsveitin bar skotvopn að staðaldri á tímabilinu frá 8. júní til 18. september í fyrra. Þá veitti sérsveitin tilteknum embættum og stofnunum kennslu og þjálfun í 106 skipti á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×